Blessaður Miðbærinn.

Er Miðbæjaríhald og ann því Miðbænum mjög.

Hef verið að nöldra um hnignun Miðbæjarins lengi, lengi.  Ekki fengið miklar undirtektir og ef mér hefur dottið í hug að nefna Slömm hefur mér verið bent á, misjafnlega pent, --að tjáningarþörf nýrra tíma sé í formi úðabrúsa.  Hneykslaðir ,,heimsborgarar, með yfirsýn hins siglda" segja frá ferðum sínum um framandi stigu, Manhattan og London.  Þar tíðkist mjög svona tjáning og listsköpun, ég sé ekkert annað en forpokað íhald, sem ekkert viti eða kunni um alvöru list og erlenda menningarstrauma.

Svo hætti ég að röfla um veggjalistina, (sko ég kallaði það krot og sóðaskap) en hóf að bölsótast útí hvítlaukspestina og braslyktina sem allt ætlar að drepa þarna niðurfrá nánast alla daga.

Ekki tók þá betra við,--,,kanntu ekkert að meta hina alþjóðlegu matargerðalyst, sem nú gerir strandhögg hérlendis eða viltu bara súran hrútspung, að steyta úr hnefa????? ha helvítis íhaldskurfur getur þú verið."

Þá fór ég að vorkenna því erlenda starfsfólki, sem stóð aftan við pottana og hina sem voru með kústana í hönd.  Talaði um, að líklega væru þeir hlunnfarnir í launum, því viðurgerningurinn væri ekki svo mjög dýr, því gætu þessir útlendingar varla verið mjög kaupdýrir.

Ég fékk enn eina yfirhalninguna um hvað við værum heppin þjóð og hversu ofboðslega væri gaman að ganga um Miðbæinn og geta barið augum Kínverska Dreka og hvaðeina.  Allir hugsanlegir erlendir straumar strjúki um vanga, útlendum ferðamönnum til yndisauka, ekki dygði að bjóða bara upp á Tros og súra Bringukolla, hvað þa´krof af lambi.

Þess vegna og að ofanrituðu skoðuðu, skil ég ekkert í því, að menn séu hissa á, að  útlendir menn séu í vistarbandi og nánast ánauð við störf hjá veitingastöðum sumum og að þeir íbúar sem ekki kunna við hina ,,alþjóðlegu lykt" (með keytu ívafi) vilji flytja í burtu úr mínum elskaða Miðbæ og þar sem ekki byggjast upp boðleg hús, grotni þau hin sem fyrir eru niður.

éG þarf að rifja upp hvað ég hef lært um alþjóðavæðingu Miðbæjarins, því nú er komin bensínstöð, að bandarískri fyrirmynd, við enda Hljómskálagarðsins, með tilheyrandi brösunarlykt og fnyk af ofnotaðri matarolíu.

Verð að venja mig við þetta áður en blessað Vorið kemur og við hjónin fórum að dunda okkur við Túlípana, rósir, gras og aðrar plöntur í garðinum okkar.

Ekki vil ég vera púkó.

Væri ekki hægt að fá menn til að kasta úr næturgögnum í Hljómskálagarðinn og þannig fá svona Cosmopolitan lykt í norðanandvarann??

 

Miðbæjabaríhaldið

með þjóðlegt nef og viðkvæmt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hver skóp miðbæinn?  Hver byggði Morgunblaðshöllina?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.3.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Brynjar Svansson

Bjarni minn held bara að ég verði að bjóða þér að ganga úr Ketlunni og koma í kjötsúpu sem fyrst svo að þú fáir eitthvað kjarngott í kroppinn

Brynjar Svansson, 27.3.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Valur Stefánsson

Ég er sammála þér Bjarni, þetta er orðið ófremdar ástand þessi útkrotuðu kofar, þeir háttvirtu herrar sem við kjósum til að stjórna borginni ættu nú að fara hisja upp um sig og gera átak í að fegra miðbæinn því ekki dugir minna en stór átak.

Góða helgi.

flugvallarsinninn

Valur Stefánsson, 28.3.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband