Hingað og ekki spönn lengra takk!!!!!!

Ef marka má ERLENDAR fréttir, er forsætisráðherra og húskarlar hans, að véla um lán til ísl. lýðveldissins að upphæð helling og svo nokkuð í viðbót.

Ég leyfi mér að mótmæla verulega harkalega.

Ég vil EKKI að bönkunum verði bjargað á minn kostnað.

Ég kaus að halda kjafti, þegar skatturinn á mig lækkaði ekki, hækkaði frekar að tiltölu, á meðan skattar á mógúlana og félög þeirra voru lækkaðir verulega og undanskot frá sktti varð að viðurkenndri listgrein að því er virðist (sama hvað rannsakendur setja fram um undanskot, þá eru þeir sem eru hvað stærstir í því ætíð sýknaðir en KLEINUSTEIKINGAKERLINGARNAR NAPPAÐAR)

ÞAR SEM MÉR VAR SAGT, AÐ VERIÐ VÆRI AÐ BÚA Í HAGINN FYRIR BÖRNIN MÍN og greiða niður allar erledar skuldir hratt og örugglega. 

Þetta sagði hann Davíð minn mér og ekki sagði hann Kjartan Gunnarsson mér annað.

Þetta var líka satt.  ég sá að skuldir ríkissjóðs lækkuðu með hverju árinu sem leið, ÞRÁTT FYRIR VERLEGT BRUÐL Í BÆÐI HEILSUGEIRANUM OG VÍÐAR, margföldun á framlögum þangað og til menntunar framtíðarkynslóðana.    HÉLT AFGERANDI KJAFTI OG VANN BARA.

Nú er komið annað hljóð í strokkinn, nú skal fara í lántökur sem nema allt að því mun HÆRRI UPPHÆÐUM en allar skuldir Ríkissjóðs voru þegar Davíð minn byrjaði niðurgreiðslu skulda, studdur af mínum elskaða vini og tryggðartrölli EINARI ODDI.  Mikið hevíti sakna ég hans, hann segði manni altént satt.

 

Ef satt er, að Siggi Einars og félagar hafi verið að lána einhverjum ætluðum ,,fjárfestum" í Englandi, fúlgur fjár og ætlað að brúka til þess aura fra´ísl LÍFEYRISSJÓÐAKERFINU að hluta. fer manni nú að velgja mjög.

Verðtryggingin hefur stolið óhemju af minni kynslóð og hefur farið afar illa með síðari kynslóðir.

 

Nú ætla þessir guttar að krefjast skuldsetningar nýju ALDAMÓTAKYNSLÓÐARINNAR og allt með verðtryggðum anúetetsvöxtum breytilegum líklega. 

 

Hér segi ég STOPP.

Skörin er farin að færast illyrmislega upp í bekkinn, hvar mitt fólk ætti að eiga sæti ef staðið hefði verið við loforðin sem mér og fólki á svipuðu reki voru gefin þá greiddar voru skuldir fyrri kynslóða.

Hingað og ekki fet lengra.

 

Miðbæjaríhaldið

Snar-band-brjálaður af illsku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eigum við ekki að reikna með að stjórnvöld hafi meira vit á þessu en þú.... hvað ætli séu margir sérfræðingar í vinnu við þetta hjá ríkinu.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.4.2008 kl. 15:34

2 identicon

Eru ekki alltaf 2+2=4 ??. . . sama hve stór nefndin, full sérfræðinga, situr saman og reynir að finna út úr því

Katrín (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bjarni, skv. seðlabankanum er erlend staða ríkissjóðs neikvæð um 243 milljarða króna þannig að ég fæ ekki séð að hann geti slegið neina "hundruði milljarða". Og jafnvel þó hann gæti það og skuldað segjum 600 milljarða á móti árlegum tekjum upp á 400 milljarða myndi lánshæfieinkunn hans augljóslega hrynja og bankanna einnig. Geir og Ingibjörg komast upp með innantómt froðusnakk sitt vegna þess að hér á landi eru engir raunverulegir fjölmiðlar aðeins keyptur og hagsmunadrifinn ruslpóstur.

Baldur Fjölnisson, 2.4.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk fyrir þessar upplýsingar.

Samkvæmt OECD er Ríkissjóður Íslands sá sem er hvað skuldléttasti ef tekið er mið af landsframleiðslu.  Einungis Noregur og Sviss eru neðar í Evrópu.

Ég tek EKKI þátt í einhverju mærðarbulli um staðreyndir lífsins, hvort heldur Flokkurinn sé við völd eða ekki.

Hitt er, að ég taldi ofangreindar upplýsingar nægar.

Okkar vandi er enn sá, að hér eru of margir sem vilja ,,kóa" með. líkt og sést á fjárhagsstöðu Rvíkurborgar, sem nú er með því alversta sem stór sveitafélög þurfa að horfast í augu við.  Hef verið með tillögur um róttækar aðgerðir til sparnaðar en uppsker fátt annað en að verða leiðinlegri og leiðinlegri, að mati þeirra sem hjala.

Hér verður að spyrna við og taka til af myndugleik.  ÞAð dugir ekki að ,,meika yfir" graftakýli og holdsveikikaunin, það verður að skera í þetta til að hleypa út viðbjóðnum.

Okkar vandi er enn, að það er þægilegra að hlusta á raðlygara (orðatiltæki tekið að láni af Málefnunum höf Satan) þeir eru ekki með neinar leiðinlegar meldingar, svo sem, að ofurbólga er komin í millistjórnanda hópinn í hjúkrunarhópnum og einnig mjög svo í menntagerianum.  Heilu hóparnir á fundi um síðasta fund, fundi sem ekkert kemur útúr annað en, að það þurfi að rannsaka viðfangsefnið betur og funda svo aftur um niðurstöðurnar, sem geti ó ekki verið annað en skref á ferlinum að mannauðstengdri starfsemi. bla bla bla bla

Bjarni Kjartansson, 2.4.2008 kl. 19:26

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. mars 2007 [sic...BF]

Erlend staða þjóðarbúsins

4. ársfjórðungur 2007

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 1.584 ma.kr. í lok ársins og hafði versnað um 231 ma.kr. á fjórðungnum. Erlendar skamm¬tíma¬skuldir hækkuðu um 523 ma.kr. á fjórðungnum. Staða lang¬tímalána hækkaði um 219 ma.kr. Erlend staða þjóðarbúsins hefur veriðleiðrétt 12. mars, sjá frétt http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1687

Næsta birting: 4. júní
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir
Annað tengt efni
Umsjón: Tómas Örn Kristinsson, upplýsingasviði. Netfang: tomas.orn.kristinsson@sedlabanki.is

Baldur Fjölnisson, 2.4.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta er ,,þjóðabúið" ekki bara Ríkissjóður.

Þetta er samt skuggalegur fjandi.

Þakka fyrir krækjuna.  nýti mér hana héðan í frá.

Bjarni Kjartansson, 2.4.2008 kl. 20:20

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við værum ekki í þessarri helvítis stöðu núna ef Dóri og Dabbi drusl, hefðu ekki svo gott sem gefið bankana.

Þú hlýtur að sjá spillinguna,

það er ekki vegna þess sem við höfum eytt í félags og samfélagsmál.

Í guðanna bænum!

Austurbæjarkommakratinn

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.4.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það hefur nú verið hann Davíð minn, sem hefur verið hvað duglegastur við, að benda á skuggahliðar ofur-Kapitalistana.

Er það ekki ráðherrarnir úr röðum Kommatittflokkana (Samfó núna) sem tala allar gagnrýnisraddirnar niður.  Bæði um érmeðferðir í fjölmiðlum, (fjölmiðlafrumvarpið) og einkaleyfi á vaxtabreytingum (verðtryggingin).

Ég veit, að þú ert trúfastur jafnaðarmaður og vilt að staðið sé vörður um lífskjör venjulegra brauðstritara, svo er ekki um foreystumenn í þínum Flokki.  þeir eru allir mis mikið upp í endanum á ,,elítunni" hlustaðu bara um stund á Ágúst hans Gústa Einars og þennann gutta, sem þið nefnið viðskiptaráðherra. 

Þessir aular telja að peningaguttarnir geti ekkert rangt gert. 

Komdu yfir til okkar íhaldsmanna, þar eru þjóðhollastir menn.

Fríðust, leggðu við hlustir og hlustaðu vel á hvað þessir guttar eru að segja. að ekki sé minnst á Ingibjörgu Sólrúnu.

MðbæjarÍhaldið

Þjóðlegur vel

Bjarni Kjartansson, 2.4.2008 kl. 20:46

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bjarni, þetta er excelskrá og þægilegast er að vista hana til skoðunar síðar Erlend staða þjóðarbúsins (hægri músartakki, save target as, osfrv.).  

Baldur Fjölnisson, 2.4.2008 kl. 21:08

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Annað hvort þú eða ég sem er fríðust allra meyja ert steinstandandi blind.  Og minn kjære venn, ég hallast á að það sért þú, og mun trúa því þar til annað kemur í ljós.

Ég fæ fjaðrir og liggur við andláti þegar ég hugsa um drjólana sem þú styður.  Tel upp að tíu og fer að hugsa um eitthvað annað, þvi ekki vil ég fara frá þessu geimi  sem er auðvitað algjört rugl

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.4.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband