8.4.2008 | 09:32
Upphæðir sem menn skilja.
Nú er mikið rifist á Alþingi um, hvort ráðherrar eigi að leigja þotur eða ekki, þegar þeir eru að fara til útlanda í erindagjörðum, líklega fyrir okkur umjóðendur þeirra.
Leiðinlegt, þegar litið er til samhljómsins um upphæðir sem við venjulegt fólk ekki skiljum.
Ekki múkk um umræður hvort ríkið eigi að lána bönkunum aura, það er að segja 750 þúsund milljónir!!!!!!!!!!!!!!!!!! eða tólfhundruðþúsund milljónir!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bankarnir verði að lifa af þessa ,,Ímyndarkrísu"!!
Hvaða krísur eru hjá þeim fjölskyldufeðrum, sem verið er að bjóða ofanaf? Vaxtakrísur, Veðrtryggingarkrísur, Ímyndarkrísur, bankastjórablús eða áætluð gjöld með vöxtum og dráttarvöxtum.
Almenningur skilur upphæðina milljón, svona nokkurn vegin en þegar tölurnar eru komnar með helling af núllum í gildissætum, brestur samanburðurinn við eigin veruleika.
Ragnar Önundason skaut föstum skotum, að unga verðbréfaliðinu, þegar hann taldi það ekkivita úr hvaða bók kvótið hans um síðustu peninga ekkjunnar væri tekið.
Samfellan er farin veg allrar veraldar, þegar stjórnendur ,,innlánsstofnana" hafa verulegan hag að því, að þjóðfélagið sé keyrt á erlendum lánum og ofneysla á allskonar dóti sem endist stutt eða eins og Ragnar sagði, menn taka langtímalán fyrir tækjum og tólum, sem endast í 5ár hið mesta.
Hverjri skilja, að Verðtryggingarstuðullinn hafi nú um mánaðarmótin ,,Hækkað" verulega höfuðstól allra skulda sem eru á verðtryggðum kjörum. Segjum 10% það þýðir m.ö.o. að 15 milljóna lán, haækki um eina og ha´lfa milljón. og verði eftir stuðið 16.500þúsund.
Hvað er þetta yfir línuna?
Hví lækkar ekki höfuðstóllinn þegar gegnið hækkar aftur? Er eþtta bara svikamylla sem tekur aura en skilar ekki til baka?
Miðbæjaríhaldið
skilur ekki þúsundmilljónir, hvað þá þúsund þúsund milljónir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.