Tekið út á almenningi, sem ætti að hafa verið tekið af þeim sem fóru of geyst.

Mér er frekar heitt í hamsi, þar sem tildragelsi síðustu mánaða, hafa ÖLL verið fyrirséð og ég og fleiri höfum bent á allskonar hættur og óeðlilegheit í því ástandi sem hér var fyrir fáum misserum.

Nú munu unga fólkið, -börnin mín og fleirri,---- þurfa að bera óþolandi sverar byrgðar, hverjar eru á herðar þeirra settar, óumbeðið.  Afborganir sem voru reiknaðar út og gert ráð fyrir einhverjum sveiflum

Verðbréfaklanið er stikkfrí, þau hafa haft alla sénsa til að setja sína ,,árangurstengdu" bónusa á útlenda reikninga, sem flestir hafa gert, ekki hafa þeir vogað sér, að leggja þá á innlendan sparnað.

 

Börnin mín og flestir í þeirra vinahópi, þurfa hinsvegar að greiða verulega hærri vexti en annarstaðar þekkist og að auki VERÐTRYGGINGU sem aðrir þekkja ekki, nema af afspurn, ef þá það.

 

Nú er verið að biðja Löggumann að kíkja á sölu á hlutum í SPRON vegna þess, að sumri ræddu á að selja bratt en hinir töpuðu.

Skyldu þeir sem keyptu hafa ætlað að láta ætlaðan gróða ganga til viðskipta,,vina" SPRON ef vel hefði gegnið??  Varla.

Miðbæjaríhaldið

pirraður á löglegum þjófnaði af afkomendum sínum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Bjarn það er merkilegt nokk að lesa pistil þinn, þar sem þú berð þig undan stórnarháttum undanfarina ára, sem að mér skylst hafi einkennst af auknum kaupmætti, skattalækkunum, og allmennri velferð, allt að þakka þínum mönnum.

   Það sem við erum að súpa seyðið af í dag er óráðsía, og kolröng peningamálastenfna, þar sem gengi er haldið uppi með okurstýrivöstum, og allur innflutingur niðurgreiddur, byggt húsnæði bæði til íbúðar og skifstofu og verzlunarhúsnæði, er dugar í tvo áratugi.  Allar útflutingsgreinar og samkeppinsframleiðsla við innfluting skornar niður við trog.

   Það er full ástæða að að hafa áhyggjur af ástandinu í dag, og stöðu margra heimila í landinu, og ekki hafa áhyggjur að komandi árum.  Koma tímar og ráð..

   Það getur enginn þjóð framfleitt sér til lengri tíma þar sem aðalinnfl. er lán, og aðalútflutingurinn eru vextir.   Það sem mun gerast á næstu misserum, er það að ríkjandi stjórvöld verða neydd til að draga saman ríkisútgjöld, og ekki yrði ég hissa á að fiskveiðistjórnunarkerfið yrði tekið alsherjarendurstoðunar.

   Ef við byggjum við eðlilega stjórnsýslu hefði ekki þurft að kæra til Efnahagsbrotadeildar Lögreglunar sölu stjórnarmanna á hlutum sínum í Spron. Það að tilkynna ekki væntanlegum fjárfestum á útboðstímanum á sölu innherja, hlítur að flokkast undir innherjasvik.  Þarna hefðu stjórnvöld átt að grípa inní stax.

haraldurhar, 8.4.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vitna í Ragnar Önundason um bláeyga prinsippmenn, sem trúa því að ,,hin ósýnilega hönd Markaðrins" naí að stjórna miklu.

Við sem erum frelsisunnandi, það er frelsi öllum til handa, vitum hinnsvegar, að eindir mannsins, svo sem ágirnd, er þeirri ósýnilegu yfirsterkari, sérstaklega á örmarkaði lít og okkar vissulega er.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.4.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband