12.4.2008 | 23:03
Ekki gilda sömu reglur um allar framkvæmdir, ef þetta er satt.
Hef fylgst mjög með umræðum og framkvæmdum í samgöngumálum okkar um áratugi.
Virðist, að ef Vegagerðin eða þá sérstaklega Samgönguráðherrar, hvers tíma sem er, eru á móti einhverjum framakvæmdum eð vilja fá einhverjar sérstakar framar í röðina, virðast reglur og viðmið breytast mjög.
Dæmi.
Tvöföldun á veginum austur fyrir fjall, þarf að fara í umhverfismat en ekki 2+1, sem hefur verið trú sumra, að dugi fyrir þetta lið þarna fyrir Sunnan.
Allir sjá sem vilja sjá, að þetta er ekkert annða en fyrirsláttur.
Á sama tíma er ekkert að því, að bora göng undir ,,Vaðlaheiði" ekkert helvítis Umhverfismat, sem tefur fyrir eða annað pjatt. Vegalagningin fer bara yfir skóglendi frægt nokkuð og gróið land í Eyjafirði.
Ekkert Umhvefris pjatt og vitleysa þar.
Ekki heldur í Héðinsfirði, sem er eyðifjörður sem er ósnortinn hvað varða vegalagningu þarna inn í botni fjarðarins. Nei og aftur nei, ekkert béfað Umhverfisbull þar. Leggið bara veginn og verið snöggir að. Möllerinn þarf að sprengja eins og Sturla gerði.
Það gerir ekkert il, að þetta lið þarna fyrir sunnan tefjist í umferðaröngþveiti, limlestist, stórslasist, farist, og að aðstandendur þeirra sm þarna þurfa að fara um, séu sem hengdir uppá þráð í hvert sinn, sem ástvinir fara milli byggðalaga þarna ,,fyrir Sunnan".
Eins lengi og vegagerðin hefur nóg að sýsla við Eyjafjörð og nærsveitir er allt í gúddí.
Við sem erum pakkið ,,fyrirSunnan" verðum að fara að tala við okkar ,,kjörnu fulltrúa" og segja þeim skorinort, að ef ekki verður þarna alger umsnúningur á nú þegar, munu þeir ekki verða okkar ,,kjörnu fulltrúar" eftir næstu kosningaar.
Miðbæjaríhaldið
Gersammlega búin að fá uppí háls af niðurlægingu okkar hér syðra í samgöngumálum.
Engin tvöföldun í bráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.