Náttúra séð og óséð.

Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru endurvakin með fundi fyrir Vestan.  Þangað kom fólk úr öðrum landsfjórðungum, sem telur þörf á að leiðbeina fólkinu úti á landi.  Kunnáttufólk.

Ég hinnsvegar tel, að Vetfirðingum færi betur að þakka þessu fólki bara fyrir komuna en frábiðja sér leiðsögn þeirra.

Það hefur nefnilega ekki reysnt þeim vel, að fá línuna ,,að Sunnan".

ÞEtta fólk sem nú vill leiðbeina og hafa vit á öllum sköpuðum hlutum er varðar náttúruna, þagði háværri þögn, þegar togskipum var veitt heimild til, að toga nánast uppí kálgörðum vestra.  Stærðarinnar togarar, flestir ef ekki allir úr öðrum lansfjórðungum, skófu botinn langt inn fyrir hefðbundna trilluslóð, með tilheyrandi raski og hervirkjum á botngróðri, landslagi og að ekki sé nú talað um Kórallana.

Niðurstaðan er sú, að Skatan (Stóraskata) er ekki til lengur þarna og lóðSkatan í minna mæli, þar sem Péturskip þeirra, hefa ekki tangarhald neinstaðar, þar sem búið er að slétta og eða rífa upp vistkerfin.

ÞEtta sést ekki og það er ekki hægt að láta taka myndir af sér liggjandi fyrir framan stórvirku vinnuvélarnar, bara slorlykt og ekkert spennandi eða cosmopolitan við þvoleiðis.

Mín ósk til Vestfirðinga er, að vara sig á sendingum ,,að Sunnan" og efla Bola til að hafa undir Skottur og Móra sem kunna að verða sendir vetur.

Bið svo um, að eðlileg þróun fái að verða þarna og að íbúar fái SJÁLFIR að ráða framvindunni, en ekki besservisserar að sunnan.

Störfin sem bent er á, eru flest í túrismanum en í þeim þurfa að vera að uppistöðu, láglaunastörf, svo markaður sé fyrir framboð afþreyingarinanr, því er það ekki ásættanlegt fyrir heftina af íbúunum, að benda á slík störf, það passar fæstum Vestfirðingum, í það minnsta sem ég þekki, að vera í svoddan snuddi í kringum ríka ,,herra" og bera lítið úr býtum.

Sv er annað sem menn verða að skilja, svæðin eru tvö, annað er Suður svæðið, hvar talað er um, að stórfyrirtækið rísi og svo er Norðursvæðið, hvar menn eru nú að efna sig uppí að hafa vit fyrir ,,hinum".  Slíkt er ekki til góðs og ber að varast í lengstu lög.

 

Því bið ég menn í fjöðum vestur, að vanda sig í samskiptum og láta af þjónkun við besservissera.

 

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfjarðaríhald


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Tek undir sjónarmið þín varðandi bottrollið, nánast stórfurðulegt að ekki sé búið að stöðva veiðar með botvörpu á stórum svæðum umhverfis landið.   Athyglisverð skýring þín á sí minnkandi veiðí á skötu, hef aldrei heyrt þetta áður, en kaupi þetta.

haraldurhar, 17.4.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband