Ráðlausir þingmenn tárvotir.

Ármann nokkur þingmaður úr Kraganum fellir tár út í tómið um slysin á ,,Keflavíkurveginum".

Allt er þetta vegna umræðunnar um fjölgun slysa á þeim kafla, sem ekki hefur verið fullkláraður vegna gjaldþrots verktaka.

Ég sendi honum hressilega tóninn og hann svaraði með hótfyndni.  Bar sig síðan upp við annan bloggara, sem sendi inn sitt innlegg á þeim níotum, að sitthvað væri nú bitastætt í mínu kommenti.  Ármann þessi vældi yfir því að ég hafi nefnt þingmenn SV hornsins amlóða og ætlað þá á einhverju róandi, miðað við hversu geðlaust þetta lið hafi verið í áratugi. 

Ármann bloggaði um merkingar og hugðist ná flugi á uppdrifti umræðunnar.  Það tókst að líkum ekki, þar sem ég hef frekar heyrt gerðan lágan róm og ekki góðan, að væli hans.  Mönnum þótt hann nokkuð ódýr, að vilja koma af sér og félögum sínum, ábyrgð á því hvernig allar framkvæmdir, sem hér eru gerðar í samgöngumálum eru í miklu skötulíki (bið Skötur allar afsökunar á samlíkingunni).

Ég benti kurteislega á, brúarsmíðina við Hádegismóa og að þar hefði verið unnið af framsýni, minnti að Geir Hallgrímsson hefði haft með þá framkvæmd að gera en láðist að benda á framkvæmd sem unnin var í tíð félaga Ármanns og er nokkru neðar og norðar en Hádegismóabrúin, nefnilega ,,Mislægu" gatnamótin á Veturlandsvegi, hvar brú flytur umferð sem kemur til borgarinnar eftir EINNI AKREIN Í HVORAR ÁTTIR!!!!! samt er farið af brúnni á geil, sem er grafin fyrir tvær akreinar í hvora átt en þingmenn okkar hafa látið svo gott heita, að ekki sé einu sinni lagður vegur á þann spotta og byggt í anda þeirra sem áður unnu verkin.

Þetta er ekkert annað en amlóðaháttur og aulaháttur.  Ræfildóminn kóróna þeir með því, að láta það yfir sig ganga, að tvöföldun vegarins frá Rvík til Selfoss, verður EINNIG Í SKÖTULÍKI (sama á hér við um afsökun til fisksins Skötunnar), Ekki á að hrófla við þeim hluta, sem liggur út úr boginni heldur hefja tvöföldun einhverstaðar á miðri leið. 

Að vísu verður að áre´tta hér, að það er nýbyggð brú á leiðinni til Selfoss, við gatnamótin að Þrengslum.  Sú brú er EIN OG HÁLFBREIÐ, ENDURTEK, EIN OG HÁLFBREIÐ.  Ef eitthvað getur verið heimskulegra og aulalegra en þetta og á sama tíma ákveða gerð Héðinsfjarðargangna, þá vil ég endilega biðja um, að fá að heyra af því, ekki veitir af gamansögum nú á þessum síðustu tímum áfalla og hrakfara gæludýra og átrúnaðagoða sumra þingmanna.

Ég vil einnig yppa þeirri staðreynd, að Á SAMA TÍMA OG ALLAR VEGABÆTUR Á ÞESSU UMTALAÐA SVÆÐI, VAR TEKIN ÁKVÖRÐUN UM, AÐ GRAFA GÖNG UNDIR VAÐLAHEIÐI og það sem furðulegast er, þar þarf ekki að fara í umhverfismat, þó svo að farið verði inn í skóg allkunnan og að farið verði um gróið land  en hér þarf að fara í allskonar Umhverfismat og líklega bannaðar framkvæmdir, ef velta þarf við steinvölu.

Ég fæ ekki heila brú í þankagang svona manna og því lýsi ég því yfir, og tel mig tala fyrir munn afar margra, þegar ég lýsi ábyrgð á hendur þessum mönnum á þeim vandræðum sem þessi sleifarháttur hefur haft í för með sér bæði hvað varðar tímalengd og tapaðar vinnustundir og annan kostnað, sem ég vil svosem ekki vera að tíunda hér.

Ég fæ ekki séð, að ég hafi farið neitt fram úr því sem allmargir telja og eru að ræða um svona sí á milli en hitt er jafnvíst, að ekki þótti það stórmannlegt í mínu uppeldi, að væla undan krítíkk en ég er af Vestfirsku bergi og þar æjuðu menn lítt undan orðum, né kjaftshöggum að heldur.

 

Miðbæjaríhaldið

ber tilhlýðilega virðingu fyrir stórum hluta ,,kjörinna fulltrúa almennings"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband