Þökkum fyrir að Íbúaðlánasjóur sé EKKI á vegum bankana.

Kunna þessir menn ekki að skammast sín?????

 

Lárus Welding og félagar ættu að sýna fram á,a ð bankarnir hafi EKKI vogað um of innlendum sparnaði en hætta að heimta allt uppí hendurnar og nú ekki bara öll húsnæðislán, heldur er lagafrumvarp um, að lífeyrissparnaður okkar verði afhentur í bútum til þessara vogunarmanna, me'ð brask að fornafni.

 

ÞEtta lið skal fyrst sýna fram á, að við höfum hag af að þeir fái að vera á okkar markaði ´´AÐUR en þeim verður afhent meir af mínum eigum og barna minna.

 

TAKK FYRIR

Miðbæjaríhaldið

vonar að svona lið stofni sinn eigin Flokk en láti minn ástsæla Sjálfstæðisflokk í firiðiAngryAngryAngry


mbl.is Lárus Welding: Skýtur skökku við að ríkið reki banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maelstrom

Það verður líka ógeðslega fyndið ef allt fer eins og Seðlabankinn spáði í morgun; að fasteignaverð fari niður um 30% á næstu árum.  Þá fer Íbúðalánasjóður kannski að tapa svolítið og kannski reynir á þessa ríkisábyrgð sem sjóðurinn er með?!?  Sjáum hvort þú þakkar þá fyrir forsjárhyggju ríkisins!

Maelstrom, 10.4.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nei þessir djöflar kunna ekki að skammast sín !

Níels A. Ársælsson., 10.4.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Maelstrom.

Líklega þarf íbúðaverð að lækka verulega umfram 30% til að nota þurfi ríkisábyrgðina.

Veðhlutfall til sjóðsins var miðað við fasteignamat, sem er verulega langt frá markaðsverði hér á þenslusvæðunum. 

Hefði hlutfall útlána sjóðsins verið eitthvað í líkingu við ofmat bankanna, væri hugsanlega ástæður til að hafa pínu áhyggjur.

Íbúðalánasjóður VERÐUR að vera í ríkiseign og rekstri, ef ekki bara til mótvægis við bankana, líkt og sést vel núna, þa´til tryggingar þess, að hinir sem ekki búa á þeim svæðum sem bankarnir kæra sig um, fái fyrirgreiðslu til að dytta að sínum eignum og byggja nýtt.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.4.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: haraldurhar

   Bjarni ég skil ekki hvernig þú talar til bankamanna, og viljir þú burt úr reghlífarsamtökunnum. 

  Það hefur væntanlega ekki farið framhjá þér að þinn ástsæli flokkur hefur haft stjórn á peningamálum þóðarinnar á annan áratug, og nú árangurinn er öllum að verða ljós allt að fara til andskotans, og Davíð, Halldór, og Hannes Hómsteinn við stjórnvölinn í okurvaxta stefnu Seðlabankans.  Hvenær ætli þeim verið ljós sá sannleikur að ekki er hægt að greiða niður innfluting í áraraðir, með því að reyna ginna erl. fjármagnseigendur og sjóði til að kaupa ísl. kr.

   Undanfarinn ár hefur góðærið verið þínum ástsæla flokk að þakka, en nú er allt er komið  úr böndunum, er það ljótum og fégráðugum mönnum í útlandinu að kenna, og svo náttúrlega fjármálakreppunni, en í síðustu viku var skuldatryggingarál. á Kasastan 2.62 en rúmir 400 á ísl. Ríkið.

haraldurhar, 10.4.2008 kl. 22:50

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það væri ógn og skelfing fyrir hinn almenna húsnæðiskaupanda á Íslandi ef íbúðalánasjóður yrði lagður af eða ef bankarnir gætu keypt hann. Við þyrftum að stofna þverpólitísk samtök til að standa vörð um íbúðalánasjóð.

Núverandi ástand á húsnæðismarkaði er að mestu innkomu bankanna að kenna, hversu hratt þeir komu inn á fasteignalánamarkaðinn, sem varð til þess að sprengja upp íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hagnast á þeim verðhækkunum (því fólk borðar ekki húsin sín), nema helst þeir sem flytja af höfuðborgarsvæðinu út á land. 

Marta B Helgadóttir, 10.4.2008 kl. 22:52

6 identicon

Setja bara í landslög : 1.gr. Almennum bönkum er bannað að lána almenningi fé til íbúðakaupa.

Jonas Th. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Marta

Ég er til í, að vera með í einhverskonar hóp til varnar Íbúðalánasjóði.

Hitt er jafnsatt, að þessi sprenging sem varð á verði fasteigna hér syðra er að mestu leiti komin til af uppboðsstefnu R-listans á lóðum og gjaldþroti ,,ekki byggja neitt" stefnunni þeirra með viðhangandi umræðustjórnmálabulli.

ÞEtta sést afar vel, þegar verðkúrfa íbúða í sérbýli og sambýli (með fáum íbúðum s.s. raðhús og parhús)  Þungi lóðaverðs kom straax fram og ýtti við bönkunum en þar á bæ, sáu menn bæði ætlaðan hagnað í að yfirtaka Íbúðalánasjóð með öllum stabba hans í Verðtryggðum útlanum vel veðvörðum og að fénýta sér græðgiu sveitafélaga sem fylgdi á eftir óráðsíu Rvíkurborgar í eþssum efnum undir stjórn núverandi Utanríkisráðherra.

pínur eru margvíslegar en verstar eru Kratapínurnar, svo sem Verðtrygingin og Kvótakerfið.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.4.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband