Ó Ó , ljótu vandræðin

Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, er á hrakhólum á Reykjavíkurflugvelli með einkaþotu fjárfestingarfélags síns. Ósk Róberts um byggingu tvö þúsund fermetra flugskýlis er óafgreidd. Fleiri eru í sömu sporum með einkaþotur sínar.
skipulagsmál Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, vill fá að byggja tvö þúsund fermetra flugskýli á Reykjavíkurflugvelli.

skipulagsmál Róbert Wessmann, forstjóri Actavis, vill fá að byggja tvö þúsund fermetra flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Segist hann þurfa aðstöðu fyrir tvær einkaþotur fjárfestingarfélags síns, Salt Investments.

Bæði flugmálayfirvöldum og borgaryfirvöldum hefur borist formleg beiðni um flugskýlið frá Salt Investments. Einnig hafa fulltrúar félagsins rætt málið við embættismenn.

"Eins og kom fram á fundi með flugvallarstjóra hefur Salt Investments haft Hawker-einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í talsverðan tíma en er nú að undirbúa komu annarrar einkaþotu til viðbótar," segir Róbert Wessmann í bréfi til Flugstoða ohf. þar sem óskin um flugskýlið er sett fram og óskað eftir skjótri afgreiðslu.

Þá hefur Salt Investments einnig sent skipulagsyfirvöldum í Reykjavík erindi. "Við hjá Salt Investments höfum verið á hrakhólum með að koma flugvél okkar í skjól seinustu árin og höfum verið í sambandi við flugvallaryfirvöld um lausn okkar mála," segir í bréfi sem Matthías Friðriksson skrifar undir fyrir hönd Salt Investments.

Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías að í raun eigi Salt Investments enga flugvél. Hins vegar leigi félagið stundum vélar sem hópur manna, sem tengdir séu félaginu viðskiptaböndum, hafi aðgang að. Matthías segir að þessar vélar þurfi að þjónusta og til þess þurfi aðstöðu. Í því skyni hafi verið stofnað félagið Salt Aviation sem annist þessa þjónustu fyrir ýmsa aðila. Hann segir marga fleiri á hrakhólum með flugvélar sínar á Reykjavíkurflugvelli.

Á fundi sem Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri átti með fulltrúum Salt Investments benti hann að þeirra sögn á að í skipulagi Reykjavíkurflugvallar er gert ráð fyrir þremur nýjum flugskýlum við sunnanverðan völlinn, austan íbúabyggðarinnar í Skerjafirði. Í umsögn embættis skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsókn félagsins segir að ekki sé tekin afstaða til hvaða fyrirtæki fái úthlutað byggingarrétti á flugvallarsvæðinu.

gar

@frettabladid.is

 

Æ, Æ ó ó tómt vesen.

 

Ætli eithvað félag annað eigi jeppana og sportbílana?

 

Hvernig eiga blessaðir menninrni að standa að þvi, að koma flugvélunum þotunum, bílunum og þessu BRÁÐNAUÐSYNLEGA dóti sínu.

 

Skyldu þeir hjá Féló ekki eiga eitthver ráð fyrir þá ?

 

Bendum þessu liði á, að fara bara til Keflavíkur með dótið, nægt pláss þar.

 

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband