Aðgerða er þörf.

Var að blogga um þetta en færslan týndist.

 

Taka tvö.

 

Nú er hægt að segja, að löngu sé kominn tími til, að grípa til harkalegra aðgerða.

 

Var að lesa þetta viðtal í Fréttablaðinu.

 

„Ég hef varið stórum hluta æskunnar, kannski helst til stórum, við ramb um næturlíf erlendra borga:

París, Nice, Frankfurt, Helsinki, London, Barcelona, New York, Orlando, Miami, Los Angeles, Tijuana,

Kingston, Phoenix, rauðu hverfi Amsterdam, Bangkok … en hef aldrei séð jafn tilviljunarkennd

skrílslæti og haft eins mikla ástæðu til að forðast nokkurn borgarhluta í heiminum,“

segir VesturÍslendingurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Hörður A. Arnarson.

Hér er ekkert verið að sneiða af því.  EMstu skrílslæti og subbuskapur sem viðkomandi silgdi maður hefur séð.

Altso, þetta lið sem áður stjórnaði borginni og vildi koma svona  ,,alþjóðlegum brag" og ,,fjölþjóðlegu yfirbragði" með öldu´húsum, frjálsum þjónustutíma veitingastaða (les Næturklúbba) veggjakroti (afsakið sprautubrúsalist) á valda veggji Miðborgarinnar, hafi náð takmarki óska sinna.

Gefum Vesturíslendingnum, sem STARFAR við sjónlist og að skilja mynd skilaboð, líkt og hér er.

 

 Hörður er nú staddur hér á landi við tökur en nú sér fyrir endann á gerð þáttanna

– hann er að vinna þá tvo síðustu.

Hörður fór í miðborg Reykjavíkur með kvikmyndatökuvél sína um helgina og honum gersamlega

blöskraði ástandið.

„Föstudagskvöld var ég í miðborginni að filma hið rómaða nætur líf borgarinnar og varð vitni

að því sem getur ekki heitið annað en hroðalegur blettur á menningu okkar.

Þarna voru gengi sem réðust í hópum á einhvern mann.

Þegar ég sneri „kamerunni“ að slagsmálunum kom einn vinur þeirra, fór að abbast upp á mig og

heimtaði vélina.

Ég má teljast lánsamur að hafa komist heim meira og minna heill heilsu þetta kvöld,“

segir Hörður og honum er brugðið. Hörður, sem hefur verið búsettur úti í Bandaríkjunum um tíu ára

skeið, segir að glöggt sé gestsaugað og telur ástandið í miðborginni til háborinnar skammar.

Hann var staddur með vinum sínum frá Bandaríkjunum og blygðaðist sín

fyrir framgöngu landa sinna.

„Nú á ég fimmtán mínútur af verulega ljótu efni þar sem ungar bullur haga sér eins og verstu vandalar

fyrir framan hóp vegfarenda, sennilega helmingur þeirra útlendingar, sem horfðu á eins og þeir

væru mættir á Colosseum-sýningu.

Þarna var ekki einn einasti lögreglubíll og ekkert sem minnti á löggæslu,“ segir Hörður og telur

þróunina vera slæma. Verði þetta viðtekið, að ofbeldið ráði ríkjum,

verði þess eigi langt að bíða að ferðamenn hætti að sækja Reykjavík

heim. Því fyrir liggur að venjulegt fólk getur ekki gengið óhult um miðborgina um helgar.

„Mér er sagt að ekki séu nema sjö lögreglubílar sem þjóna öllu höfuðborgarsvæðinu. Það væri

kannski verjandi í erlendri borg þar sem 200 þúsund manns búa á mun smærra svæði samanborið

við Reykjavík. En þetta er stórkostleg vanræksla og líkt og borgin hafi gefist upp og bullurnar ráði

ríkjum,“ segir Hörður.

jakob@frettabladid

 

Altso, þarna höfum við það.  Landi okkar, sem búið hefur í BNA, hvar daglegt brauð er, að bullur og gengi terroriseri hverfi sín ,,in the Hood"  er fleimtri sleginn vegna þess, að klikkaðir ofdekraðir unglingar/fólk fóru með hótunum við hann og heimtuðu af honum myndavél hans. 

 

Nú er ekki  lengur boðlegt fyrir venjulegt fólk, að ekki sé tekið af festu og hörku á þessu liði.

Lögreglan veit hverjir eru að graffa, látum þá nappa þá við iðju sína og sendum skilaboð til hinna um, að svona verði ekki lengur liðið.

 

Lokum klúbbum og ,,veitingahúsum" á svipuðum tíma og þekkist í höfuðborgum menningaríkja, það er, á þeim svæðum sem opinberar byggingar svo sem þinghús og svoleiðis er og íbúðahúsnæði.

Framfylgjum öllum og þar meina ég öllum reglum og atriðum Lögreglusamþykktar Rvíkur hvað varðar meðferð víns áalmannafæri.  Ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá verður að breyta þeim, því að skilaboðin eiga að vera skýr alveg kristalskýr,  Ef reglur segja til um eitthvað, SKAL þeim FRAMFYLGT.  EF men ekki vilja framfylgja einhverri klásúlu, skal hún afnumin en ekki hanga inni bara af því bara.

 

Miðbæjaríhaldið

vill að regla gildi um umgegni við borgarbúa, eigur þeirra og frelsi til umgangs við almennigna, þan hræðslu við skítapakk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband