Hvað er að gerast fyrir Vestan??

Var að lesa á bloggi Níelsar Ársælssonar, að Eiríkur Finnur Greipsson, hætti sem stjórnandi Sparisjóðsins eftir sameiningu við Sparisjóðinn í Keflavík.

 

Allt verður lánleysi Vestfjarða að vopni.

 

Hvernig getur það orðið, að menn ákvarði að reka úr starfi mann,s em gjörþekkir allar aðstæður sinna heimamanna?

Þetta eru ekki gerðir til hagsbóta fyrir Vestfirði, svo mikið er ljóst.

 

Svo er annað, hvernig getur það gerst, að hvert fyrirtækið af öðru er gleypt og fært ,,suður" svo sem var með Pólinn, Pólstækni,3xstál og mmörg fleirri.  Hugverk þessara frumkvöðla eru nú undirstöður annarra fyrirtækja hér syðra.  Ferlið er skrítið og vert rannsóknarefni heiðalrlegra manna.

Nú gætu menn hrokkið nokkuð við, fengju þeir allt að vita en þannig er það nú bara.

 

Og öngvum dettur í hug, að reksat nokkuð um.

Hvar eru ,,Kjörnir fulltrúar" okkar sem byggðum upp félögin sem nú eru tekin og sett í vasa örfárra manna.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfjarðaríhald

Saknar Einars Odds vinar síns sárt og óaflátlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband