Hvað segir Möllerinn í (heima)héraði??

Rakst þá þetta á bloggi annars.

 

Leyfi mér að setja hingað inn, þar sem þetta er opinbert málgagn Samfó

 

Gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng í framkvæmd

Samfylkingin boðaði í janúar síðastliðnum stórátak í samgöngumálum sem mótvægi við ætlan ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu stóriðju á höfuðborgarsvæðinu með annars vegar risastækkun í Straumsvík, sem var sem betur fer felld, og hins vegar byggingu nýs álvers í Helguvík.

Það verk sem hægt er að setja í gang og á að ráðast í er gerð Vaðlaheiðarganga og um leið lenging Akureyrarflugvallar með því að nota meira en helming af því efni sem til fellur við gerð Vaðlaheiðarganga Akureyrarmegin í lengingu flugvallarins.

Hvorug framkvæmdin þolir frekari bið, hægagangur núverandi ríkisstjórnar gengur ekki lengur hvað þetta varðar.

 

Einkaframkvæmd og gjaldtaka

Hlutafélagið Greið leið ehf. hefur unnið alla undirbúningsvinnu Vaðlaheiðarganga mjög faglega og á sinn reikning. Ætlan félagsins hefur verið að gera göngin sjálf með 750 – 1000 m.kr framlagi ríkisins, auk ríkisábyrgðar, en áætlað er að þessi framkvæmd muni kosta um 5 milljarða króna. Restina átti að taka að láni og veggjald um 300-500 kr. pr. ferð átti að greiða niður lántökur og rekstur.

Þetta voru og eru ágætis áform og hlutafélagið hefur eins og áður sagði unnið þarft og gott undirbúningsverk. Forsvarsmenn Greiðrar leiðar ehf. hafa átt fundi með okkur þingmönnum og skýrt málið, en ekki fengið viðtal í langan tíma við samgönguráðherra Sturlu Böðvarsson til að ræða málið. Og því hefur hvorki gengið né rekið undanfarið.

Í samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 eru ætlaðar 100 m.kr árin 2008-2010, eða samtals 300 mkr. Sem auðvitað hrökkva skammt í þetta mikla og þarfa verk.

 

Veggjald ekki innheimt

Í ljósi seinagangs stjórnvalda í þessu brýna máli hef ég sett fram þá skoðun mína að við eigum að flýta gerð Vaðlaheiðarganga sem mest og hefja framkvæmdir ekki seinna en um næstu áramót eða svo fljótt sem öllum undirbúningi er lokið. Þetta er hægt og svigrúm er fyrir þessa framkvæmd í hagkerfinu þar sem ekki verður af stórstækkun álversins í Straumsvík.

Vaðlaheiðargöng eiga að okkar mati að vera annað hvort hefðbundin ríkisframkvæmd með fjárveitingu eða lántöku ríkissjóðs eða einkaframkvæmd þar sem verktakar framkvæma og fjármagna verkið og fá það síðan greitt til baka frá ríkissjóði. Mér er kunnugt um mikinn áhuga nokkurra verktaka á því að framkvæma og fjármagna verkið og þeir geta byrjað með skömmum fyrirvara.

Ég er með þessu að segja að veggjald verði ekki innheimt af notendum Vaðlaheiðarganga, ekki frekari en fyrir notkun fyrirhugaðrar Sundabrautar og Suðurlandsvegar þegar hann verður tvöfaldaður. Jafnréttis- og jafnræðissjónarmið ráða því þessari hugmynd minni. Rétt er líka að benda á að verði Vaðlaheiðargöng gjaldfrjáls þarf ekki að viðhalda með ærnum tilkostnaði gamla veginum um Víkurskarð.

 

Opnum göngin 2009-2010

Verði framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng flýtt og framkvæmdir hafnar, eins og hér að framan er rakið, verður hægt að opna þau um áramótin 2009-2010 þar sem hæglega er hægt að gera þetta á tveimur árum. Vaðlaheiðargöng stytta leiðina milli Húsvíkur og Akureyrar um 16 km og eru gjörbylting í samgöngum fyrir Norður- og Austurland.

Sýnum meiri kraft en núverandi stjórnvöld og ráðumst í gerð Vaðlaheiðarganga strax.

 

 

Kristján L. Möller skipar 1. sætið á lista Samfylkingarinnar í NA kjördæmi.

 

 


Textalitur og undistrikanir eru mínar, annað er beint úr Möllernum.

Hver trúir svo svona gutta þegar henn segir það sérlegt áhugamál sitt að liðka fyrir Suðurlandsvegi???????????????????

 

Miðbæjaríhaldið

trúir öngvu sem Samfóliðar segja, því það sem ekki er bein lygi er þá óvart sagt hjá þeim oftast.


mbl.is Segir boltann nú hjá Vegagerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband