23.9.2008 | 11:00
Nú er það komið fram, sem heyrst hefur
Frá því í jan hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki um, að einhver klúbbur, sem nefndur er 180klúbburinn, hópur manna aðallega bankamanna og forsprakka þeirra elementa sem kennd eru við svona ýmislegt og nutu EKKI virðingar hér í eina tíð, hafa haft á sinni stefnu.
Að koma gengisvísitölunni upp í 180.
Það er með eindæmum , hvað þessi maður, sem nefnist VIÐsKIPTARÁÐHERRA er steindauður fyrir öllum ábendingum, sem hann og aðrir í kerfinu hafa ítrekað fengið.
EIna sem kemur upp ú r þeim góða manni er, að ekki sé ástæða til að ætla að skortsölur fari fram hér og að bankarnir standi á bak við það.
Gröf sem sýna einmitt að BANKARNIR standi á bak við runnið hafa verið birt og allir sem ekki eiga beinna hagsmuna að gæta sjá þetta glögglega.
Tími aðgerða er nú og Frakklandsforseti fer með rétt mál, þegar hann segir það kröfu almennigns, sem fær að borga reikninginn með einum eða öðrum hætti, að þetta lið verði sett undir lás og slá og hljóti makleg málagjöld, frítt húsnæði og fóður í boði fangelsismálayfirvalda.
Miðbæjaríhaldið
Gengi krónunnar lækkar áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr!
Skúli Sig. (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 11:14
Sæll Bjarni.
Tekið skal undir hversu Viðskiptamálaráðherra er daufur, og ekki síst í ljósi þess að hann skuli ekki vera búinn að hreinsa út úr Seðlabankanum.
Gengisvísitalan er öruglega á leiðinn í 200 plús, og er það ofureðlilegt að gengið falli þar sem við höfum búið við viðskiptahalla mörg undanfarinn misseri, en gengi haldið uppi með okurstýrivöxtum. Nú er svo komið að erl. fjárfestar hafa misst trúna á ísl. efnahagsundrið, og ekki síst á vanmátt og vanstjórn í peningmálum hjá Seðlabankannum. Það gengu ekki í neina að Seðlabankastjóri landsins komi fram í sjónvarpi, og upplýsi að hann hafi skömm á þeim er hafa verið að gagnrýna sjórnarhætti Seðlabankans. Að auki í núverandi ástandi hefur áhættufælni fjárfesta aukist, og í boði erum fjölmagir kostir til ávöxtunar fjármangs með góðri ávöxtun.
Það eru gjaldeyristekur er okkur vantar, en með óstjórn í stjórn fiskveiða er búið að stórminnka útfluingsverðmæti sjávaraflans, auk þess búið að rústa flestum sjávarþorpum og fiskvinnslufyrirtækum á landinu. Raforkan seld á smánarvirði.
Að lokum ríkiútgjöld hafa þanist út og hafa hækkað úr 35% af þjóðarframl í 50% á 19 ára samfelldu stjórnartímabili sjálfstæðisflokksins, en samt kjósið þið þá alltaf og þá helst á kjörorðinu Festa og Stöðuleiki.
kv. h.
haraldurhar, 23.9.2008 kl. 12:20
Seðlabankastjórinn var um daginn að tilkynna að stýrivextirnir myndu lækka hratt á næsta ári og sama hefur heyrst úr öðrum vistunarúrræðum þarna við Arnarhólinn. Það er því í hæsta máta eðlilegt að erlent fjármagn í krónubréfum sé farið að hugsa sér til hreyfings aftur til heimahaganna. Þeir náttúrlega bíða ekki með hausinn í rassinum eftir því að vextirnir lækki heldur reyna að vera á undan kúrfunni.
Baldur Fjölnisson, 23.9.2008 kl. 13:01
Annars er einn helsti veikleiki seðlabankans sá að tveir bankastjóranna voru ráðnir árið 1863 og stoppaðir upp nokkrum áratugum síðar og þriðja staðan hefur verið eins konar förgunarúrræði fyrir aflóga pólitíkusa. Þannig að trúverðugleika stofnunarinnar hefur verið gjöreytt á skipulegan og mjög svo meðvitaðan hátt. Þar sem um gríðarlega hagsmuni almennings er að tefla þar sem gjaldmiðillinn er - ber þegar að hefja opinbera rannsókn á þessarri skemmdarstarfsemi.
Baldur Fjölnisson, 23.9.2008 kl. 13:18
Úrdráttur úr fyrirlestri sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsi í dag varðandi vaxandi notkun á evru í íslensku viðskiptalífi
"Sjálfkrafa evruvæðing veldur ójöfnuði – og rýrir hag aldraðra
Við sjálfkrafa evruvæðingu, þar sem evran væri notuð samhliða krónunni, mundu Íslendingar smám saman missa alla kosti við sjálfstæðan gjaldmiðil, en ekki fá nema hluta þess ávinnings sem fylgdi formlegri aðild að evrusamstarfinu. Fyrir utan hagstjórnarlegan og stjórnsýslulegan vanda yki slík þróun ójöfnuð á landinu þar sem samfélagshóparnir stæðu afar misjafnlega að vígi í samkeppni um að njóta kosta stöðugrar evru. Starfsmenn í opinbera geiranum og hjá fyrirtækjum með mestöll umsvif sín innanlands mundu væntanlega fá öll laun í krónum, og standa verr að vígi en aðrir þar sem gengissveiflur og verðbólga héldu áfram að leika þá grátt meðan evru-‚elítan‘ undi við sitt evrulíf. Ekki síst væri fjárhag lífeyrisþega hætt í slíku ástandi – þar á meðal aldraðra – sem fá bætur sínar í krónum, og eiga eignir í krónum en hefðu ekki sömu möguleika og aðrir til að vinna sér inn evrutekjur."
Þetta er því miður að gerast. Það er háalvarlegir atburðir að gerast... Á meðan er spilað á fiðlu í Seðlabankanum...efnahagur alþýðu brennur
Sævar Helgason, 23.9.2008 kl. 18:16
Fiðluspilararnir eru, að mínu mati forráðamenn bankana og þeirra stórfyrirtækja, sem hafa enn burði til, ath1 ENN burði til, að spekulera í gengisárásum.
Aftur hefur heyrst, að tap sem þessir sömu menn verða fyrir í viðskiptum EINMITT ÁEVRUSVÆÐINU ÞEIRRA ELSKAÐA sé nú flutt hingað inn til að VIÐ BORGUM SUKKIÐ.
Bjarni Kjartansson, 25.9.2008 kl. 10:16
Eur forráðamenn Seðlabankans með í þessum hópi?
Bjarni þú verður að skilja það að óstjórn í peningamálum og ríkisfjámálum stuðlar að veikingu ísl. kr. Það þarf að afla til að geta eytt. Hver spilar á fyrstu fiðlu að þínum dómi?
haraldurhar, 25.9.2008 kl. 22:29
VB.is : Íslensku bankarnir standast álagspróf FME
www.vb.is/frett/1/46179/islensku-bankarnir-standast-alagsprof-fme - 21k - Afrit - Svipaðar síður
Landsbankinn - Vegvísir
www.landsbanki.is/markadir/greiningar/vegvisir/?NewsID=12807&OrderbookID=10904 - 34k - Afrit - Svipaðar síður
FME.is - Forsíðufréttir
www.fme.is/?PageID=14&NewsID=188 - 13k - Afrit - Svipaðar síður
Glitnir: Fréttir dagsins
www.glitnir.is/Markadir/Greining/Frettir/?BirtaGrein=622023 - 43k - Afrit - Svipaðar síður
M5: Bankarnir standast álagspróf FME
www.m5.is/?gluggi=frett&id=55877 - 3k - Afrit - Svipaðar síður
VB.is : Álagspróf og verstu mögulegu markaðsaðstæður íslensku bankanna
www.vidskiptabladid.is/pistill/8/45301/alagsprof-og-verstu-mogulegu-markadsadstaedur-islensku-bankanna - 10k - Afrit - Svipaðar síður
Fréttir/viðburðir < Sendiráðið < Íslenska < Tungumál < Denmark ...
www.iceland.org/dk/islenska/frettir/nr/5679 - 20k - Afrit - Svipaðar síður
Íslensku bankarnir standast álagspróf Fjármálaeftirlitsins - mbl.is
www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2007/08/21/islensku_bankarnir_standast_alagsprof_fjarmalaeftir/ - 41k - Afrit - Svipaðar síður
VB.is : Álagspróf og verstu mögulegu markaðsaðstæður íslensku bankanna
www.fiskifrettir.is/?gluggi=frett&flokkur=8&id=45301 - 24k - Afrit - Svipaðar síður
Baldur Fjölnisson, 29.9.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.