Helvítis frekja alltaf í þessu liði á Strór-Reykjavíkursvæðinu.

 

 

Það á eftir að grafa göng víða í Eyjafirði, þeir eru ekki einu sinni búnir með Vaðlaheiðargöng, göng sem eru ótrúlega mikilvæg og afstýra mörgum mörgum --óþægindum fyrir íbúa við Eyjafjörð. 

Svo á eftir að grafa göng undir Vaðlaheiði, hvar stórhættulegur fjallvegur er yfir og ófrær svo dögum skiptir, --eða þannig.

 

Þetta er bara svona í ákvörðunum í vegagerð.

 

Miðbæjaríahldið


mbl.is Vara við Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaðan kemur þessi heift þín út í Eyjafjarðarsvæðið? Varstu bitinn af geislavirkri eyfirskri könguló?

Vaðlaheiðargöng eru ágætis verkefni, fjármagnað til helmings sem einkaframkvæmd. Ég styð bættar samgöngur um allt land og það er enginn vafi á því að brýnustu framkvæmdirnar eru breikkun leiðanna útfrá höfuðborgarsvæði austur á Selfoss og upp í Borgarnes. Það þarf að drífa í því.

Bjarki (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bjarki IP tala.

Heift mín er ekki út í Eyyjafjarðasvðið vbeint, heldur hef ég bent á hve óaflátlega varðhundar þeirra á Alþingi eru í raun ósvífnir í sinni ,,frekju".

ÉG var í Sveitastjórnargeiranum hér í denn og það var með ólíkindum, hve mörg þjóðþrifamál, var brugðið fæti af fulltrúum þessara sveitafélaga, bara vegna þess, að viðkomandi rekstur eða umsvif áttu að vera annrstaðar á landsbyggðinni en einmitt þarna.

Slagorði ,,mótvægi við Rvíkursvæðið " var notað óspart.  ÞEtta varð til þess, að ef við sem bjuggum vestra, þurftum aðstoð við að fá eðlilega meðferð´mála, þurftum við að reiða okkur á stuðninga Rvíkurfulltrúa.

Þetta situr nokkuð í mér, verð ég að viðurkenna en almenningur sér Héðinsfjarðargöngin sem lýsandi dæmi um frekju og yfirgang.

Ég viðurkenni upp á mig, að ég er að nota mér þetta til að strika undir heimskuna sem er ríkjandi í samgöngumálum landsmanna og HEFUR VERIÐ LENGI.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfjarðaríhald

Bjarni Kjartansson, 16.10.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Bjarki, „fjármagnað til helmings sem einkaframkvæmd“ með aurum úr ríkissjóði. Hvað ertu reyna að slá ryki í augun á fólki.

Birgir Þór Bragason, 16.10.2008 kl. 14:57

4 identicon

Suðurlandsvegur á forgang og Sundabrautin líka.

þetta meina ég, sem var samt búandi í eykafjarðarsveit frá 1962 til 2000

Bæði vetur og sumar. og man gamla veginn yfir Vaðlaheiðina og valið á nýja vegarstæðinu yfir Víkurskarð.

það er með ólíkindum hve litlu fé er varið í að koma á fleiri vegum útúr Reykjavík og að tvöfalda báðar akreinar milli Hveragerðis og Selfoss.

Einhver glóra verður að vera í vegaframkvæmdum. Svona að miða við fjölda bíla, íbúafjölda og slysafjölda. Þ.m.t. dauðaslysa.

Ég veit alveg að samgönguráðherrann er Siglfirðingur, og ekki gerir það þessi mál,betri. Þetta hefur sennilega verið á kosningaloforðslistanum í hans kjördæmi.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 23:04

5 identicon

Hvað áttu við Birgir Þór? Vaðlaheiðargöng verða fjármögnuð til helmings úr ríkissjóði og til helmings af einkaaðilum á svæðinu sem munu innheimta veggjald. 2,5 milljarðar á ríkið og 2,5 milljarðar á einkaaðila. Það er ekki ryksláttur, það er bara eins og það er. Merkilegt nokk þá heyrir maður aldrei af því að það komi til greina á Suðvesturhorninu að fjármagna stór samgönguverkefni sem einkaframkvæmd.

Ég sem Eyfirðingur get samþykkt það að 7 milljarða fjárveiting til Héðinsfjarðarganga er eins og spark í magann fyrir flest skynsamt fólk allsstaðar utan Siglufjarðar. Ef ég á að forgangsraða samgönguverkefnum eingöngu útfrá mínum eyfirska rassi þá hefði ég ekki sett Vaðlaheiðargöng í efsta sætið og hvað þá Héðinsfjarðargöng. Ég hefði frekar viljað sjá þjóðveginn til vesturs breikkaðan og styrktan og sömuleiðis Ólafsfjarðarveg (nr. 82) út á Dalvík. Á þessum vegum er þyngsta umferðin utan Suðvesturhornsins og þeir bera að óbreyttu ekki umferðina sem fer um þá. Hörgárdalur og Öxnadalur eru í raun dauðagildrur þegar rýnt er í slysatölfræðina, sennilega verða þar fleiri og alvarlegri slys sé miðað við fjölda ekinna kílómetra en verða á Suðurlandsvegi á milli Rvk og Selfoss. Eyfirðingar hafa bara ekki lært tæknina við það að nýta sér fjölmiðlavélina til að koma af stað tilfinningaþrunginni umræðu um öryggismál á þessum vegum. Þar getum við lært af Suðurnesjamönnum sem fengu í gegn tvöföldun Reykjanesbrautar með tilfinningaklámi. Bolvíkingar náðu svo að ryðja sér framfyrir biðröðina með sín Óshlíðargöng og Sunnlendingar eru að fá sína tvöföldun í gegn. Ég geri ekki lítið úr þeim fórnarkostnaði sem íbúar á þessum svæðum hafa þurft að horfa uppá en bendi bara á það að umræða um umferðaröryggi stjórnast sjaldnast af kaldri rökhugsun um hvernig sé best að draga sem mest úr þjáningum fyrir sem minnstan pening heldur stjórnast hún eingöngu af því hver hefur hæst í hvert sinn.

Bjarki (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:31

6 identicon

Og hvernig eiga íbúar á Höfuðborgarsvæðinu að haga sér til að fá a.m.k. eina stofnbraut útúr borginni.

Og ég tal Keflavíkurveginn ekki með. Því að fara hann, er ekki að fara útaf Höfuðborgarsvæðinu.

Vestur eða austur er málið. Mér er sama hvort, bara einn vegur í viðbót.

Þetta eru öryggismál fyrir íbúanna á þessu svæði

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 12:39

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Á vef Samfylkingarinnar segir:

Samfylkingin vill að ríki kosti gerð Vaðlaheiðarganga

Í viðtali við Kristján Möller alþingismann, kom fram að Samfylkingin vill að ríkið kosti gerð Vaðlaheiðarjarðganga svo ekki komi til veggjalds. Kostnaður við gerð ganganna er nær sex miljarðar. Kristján taldi að svigrúm hefði skapast eftir að stækkun álvers var fellt í Hafnafirði. Ennfremur vill hann gera stórátak í samgöngumálum í stað stóriðju á höfuðborgarsvæðinu.

Kristján er eins og þú veist, Bjarki, ráðherra samgöngumála. Því ættum við að trúa þér frekar en honum?

Birgir Þór Bragason, 24.10.2008 kl. 19:39

8 identicon

Af því að pólitíkusar ljúga! Möller var ekki fyrr kominn í ráðherrastól en að hann sveik þetta loforð. Hann hefur ekki minnst orði á gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng frá því á kjördag um vorið 2007. Fyrir kosningar var nálgunin sú að þetta yrði einkaframkvæmd að fullu en síðan hefur komið í ljós að það væri ekki að gera sig. Í viðauka við samgönguáætlun frá því í vor (sjá hér) segir: "Gert er ráð fyrir að Vaðlaheiðargöng verði gerð í einkaframkvæmd með veggjöldum. Göngin verði fjármögnuð að hálfu af ríkissjóði með jöfnum árlegum greiðslum eftir að framkvæmdatíma lýkur árið 2011 í 25 ár."

Svona er þetta bara.

Bjarki (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband