Hver er munurinn???

 Ég hef ekki heyrt um, að Bretar eða aðrir hafi krafið ÖNNUR ríki, svo sem BNA, Þýskaland, Mexico, Japan eða nein önnur, um skaðabætur á innistæðum þegna þeirra.

 Hvað er svona auðvelt með okkur?

 Hví vilja allir setja hnífa á háls okkur?

 Eru þetta ekki ,,vinaþjóðir í NATO"? 

Svo er maður orðin frekar þreyttur á Davíðs-hatrinu og bullinu úr fjölmiðlum um, að peningamálastjórnun Seðlabanka hafi verið handónýt og vitlaus.

Vil nefnilega benda fréttahukum okkar á að NENNA AÐ LESA SKÝRSLU IMFum ástandið hér, útgefinni í SUMAR svona um mánaðarmótin júlí ágúst.

Þar stendur skýrum stöfum, að allt sé í himnalagi við stjórn peningamála og Seðlabankans sérstaklega hælt, --já hælt, fyrir að halda uppi vöxtum og reyna við verðbólgumarkmiðin.

EINA OG ALEINA sem þeir fettu fingur út í, er að ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR LA´NI Á OF LÁGUM VÖXTUM OG SÉ EKKI UNDIR HINUM VEL REKNU OG TRAUSTU, TAKIÐ EFTIR TRAUSTU bönkum okkar.

Hvar værum við stödd, hefði Íbúðalánasjóður verið orðinn að einhverskonar Heildsölubanka?

 

Muna menn heer eru skilyrðin um inngöngu í ESB um sama sjóð og hvernig dómarar þar hafa DÆMT í klögumálum ofurgróðaguttana á hendur ríkinu vegna reksturs Íbúðalánasjóðs?????

 

 

Ingibjörg og Heilög Jóhanna ættu að NENNA AÐ LESA þá úrskurði.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Ísland í fjárhagslegri herkví Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Apamaðurinn

IMF hefur oft gert mistök, ekki síður en íslenski seðlabankinn.

Það dugar ekki að verja vaxtastefnu seðlabankans með því að vísa til þess að þessi eða hinn hafi sagt þetta eða hitt. Vandinn við stefnuna er sá, að í opnu hagkerfi þar sem erlent fé streymir inn ef vextir eru of háir hefur vaxtahækkun ekki þau áhrif að hamla þenslu. Þetta segir sig alveg sjálft. Það kom líka á daginn, að þrátt fyrir endalausar vaxtahækkanir hélt neysla og fjárfesting áfram að aukast.

Stefna seðlabankans byggði hins vegar á þeirri kenningu að hærri vextir leiði til minni lántöku. Það á augljóslega við í hagkerfi á borð við Bandaríkin, sem er í raun lokað - það tekur enginn erlend lán þar. Vandi íslensku seðlabankamannanna var hins vegar sá að þeir kunnu kenninguna bara utanað, en skildu alls ekki á hverju hún byggir.

Þeir féllu því í sömu gryfju og þeir sem segja að vaxtastefnan hljóti að hafa verið rétt vegna þess að þessi eða hinn segir það.

Apamaðurinn, 17.10.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við ættum einfaldlega að kyrrsetja flugvélar bretanna þegar þær lenda í Desember á Keflavíkurflugvelli, þar sem vill svo til að við Íslendingar eigum nú gamla herstöð. Sendum svo hermennina heim á Saga Class en hirðum þoturnar upp í bætur fyrir stríðsglæpi Breta gegn okkur og nýtum þær til að verja sjálfstæði lands og þjóðar!

"Let's freeze their asse(t)s!" Wink

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband