Lesið Þetta, hér er stórkostlegur brandari á ferð!!!!!!!!!!!!!!!!! Jafnvel Brandari ársins 2008!!!!!!

Rakst á þetta á vafri mínu um vefinn.  Ekki bara fyndið, heldur sprenghlægilegt lið.

 

Upprifjun í T24: Dómnefnd hálærðra álitsgjafa sagði Icesave bestu viðskipti ársins 2007

icesave5.jpgDómnefnd þekktra íslenskra hagfræðinga, háskólakennara,  starfsmanna greiningardeilda, embættismanna og hagsmunavarða valdi um síðustu áramót Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og aukið hlutafé Baugs í FL-Group sem bestu viðskipti Íslendinga árið 2007. Tilkynnt var um þetta val í áramótaútgáfu Markaðarins, viðskiptafylgirits Fréttablaðsins. Samtímis var Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi blaðsins, valinn viðskiptamaður ársins.

Vefritið T24rifjar þetta upp og upplýsir hverjir álitsgjafarnir voru sem voru svona hrifnir af Icesave og FL-Group fyrir nokkrum mánuðum.

Dómnefndina skipuðu: Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans,Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestingabanka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Auk Icesave og hlutafjáraukningar FL-Group valdi dómnefndin sölu Novators á búlgarska símanum BTC sem ein af þremur bestu viðskiptum ársins 2007.

 

Sama brandaralið og húmoristar gerðu þetta:

 

Saga getur verið harður dómari

Undir lok síðasta árs valdi Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson sem mann ársins í íslensku viðskiptalífi. Árið áður taldi blaðið að Hannes Smárason, fyrrum forstjóri FL Group, hefði staðið öðrum framar í viðskiptum hér á landi.

Sérstök dómnefnd sá um valið en á síðasta ári var Björgólfur Thor Björgólfsson í öðru sæti, Róbert Wessman, fyrrum forstjóri Actavis, í þriðja og Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, í fjórða sæti.

Dómnefndin fékk einnig það verkefni að velja bestu viðskipti ársins 2007 og niðurstaðan:

  • Sala Novators á búlgarska símanum BTC,
  • Icesave reikningur Landsbankans
  • Hlutafjáraukning Baugs í FL Group væru bestu viðskipti ársins.

Dómnefndina skipuðu eftirtaldir:
 
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestingabanka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Runólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

 

Manni verður flökurt af þessu.

 

Svo er þetta sama lið að heimta virðingu og trúverðugleika í umræðu dagsins.

 

Er nokkuð sammála manni sem þetta reit í athugasemdadálk  á eyjunni.

 

ofl. ofl. ofl.

SPEKINGAR sem nú ættu að hafa vit á því að grjót halda kjafti en það er til of mikils mælst af þessu liði, þeri míga niður í hvert skipti og míkrófóni er beint að kjafti þeirra.

skot og beint í EIGIÐ MARK.

 

Með kærri kveðju

Miðbæjaríhaldið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ég sé ekki betur en álitsgjafar séu mætir SF menn og konur að mestu. En álitsgjafarnir t.d  Ólafur Ísleifsson talar ekki sama tungumál í dag.

Rannveig H, 30.10.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það sem mér finnst áberandi er, að þarna eru saman í einni lest, allir sem mest láta með ESB og þrautarvarar-bullið.

Ekki eru þarna frómir menn á borð við Ragna Önundason eða Val Valsson

Tækifærissinnar og löðurmenni

Bjarni Kjartansson, 30.10.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta er einmitt liðið sem heimtar inngöngu í ESB, það á ekki að hætta fyrr en Ísland er liðið undir lok, og komið undir hælinn á Gordon Brown og hinna valdamannana innan ESB

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2008 kl. 08:59

4 Smámynd: Sævar Helgason

hannes.jpg

Hannes Hólmsteinn: Íslendingar munaðarlausir og þurfa skjól - ESB-aðild enginn heimsendir

Þetta sagði kallinn í sjónvarpi í dag 

Væntanlega verður svo fyrir miðjan nóvember að opinber stefna Flokksins verður mjög ákveðið í átt til aðildarviðræðna- fyrr komumst við ekki að hverju við fáum framgengt með okkar auðlindir- en þau yfirráð verða að vera skýr...síðan þjóðaratkvæði .

Það er alveg ljóst að ein á báti getum við ekki lifað hér sem sjálfstætt þjóðríki. Ameríkumenn voru okkar trausti bakhjarl frá 1944 og þar til varnarliðið fór... Við verðum að fá traust bakland á ný... ég er sammála Hannesi Hólmsteini með það,,,

Sævar Helgason, 31.10.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

En myntbandalag við norðmenn?

Guðrún Sæmundsdóttir, 31.10.2008 kl. 22:13

6 Smámynd: Sævar Helgason

Forsætisráðherra Noregs sló það úaf borðinu , núna í dag, að myntbandalag Íslands og Noregs væri í boði...

Sævar Helgason, 31.10.2008 kl. 22:19

7 Smámynd: ...

Ég bara spyr, á hvaða andskotans lyfjum eru SJÁLFSTÆÐISMENN í dag.

Er þeim ekkert heilagt?  Bjarni minn, í Guðanna bænum reyndu að forða þér frá þessari villu sem að flokksbræður þínir eru búnir að koma sér í. Þú átt ennþá von, við vestfirðingar erum tilbúnir að bjarga þér úr klóm Sjálfstæðismanna, og sjá svo um að  Þú þurfir aldrei að vita af þeim meir. Láttu okkur sjá um framkvæmd mála þá fer allt vel.

Kv. VINUR

..., 31.10.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Bjarni

Í þessari umræðu vil ég minna á að við stuðningsmenn inngöngu í ESB og upptöku evru sjáum veruna þar ekki í neinum rósrauðum ljóma. Þetta fólk sem hefur viljað velja þessa leið, þ.e. inngöngu í ESB frekar en núverandi stefnu stjórnvalda gerir það vegna þess að það hefur talið kostina við ESB og upptöku evru vera meiri en gallana.

Ef við værum í dag í ESB og notuðum evru þá hefðu ekki orðið þjóðargjaldþrot.

Ef við værum í ESB væru stýrivextir hér 3,5% í stað 18%

Hér væri engin verðtrygging     o.s.frv  o.s.frv.

Það hljóta allir að endurskoða sína afstöðu til ESB og upptöku evru í framhaldi af þeim hamförum sem hér hafa gengið yfir.

Það er bannað að endurreisa hús sem hafa eyðilagst vegna snjóflóða og standa á snjóflóðahættusvæðum. Af sömu ástæðu eigum við ekki að endurreisa íslensku krónuna.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 16:22

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sævar Helgason:  Algjörlega sammála þér og ánægður með stefnubreytingu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 10:37

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Eigum við þá frekar að fara aftur í efnahagsdýfu þegar að kreppan nær hámarki innan ESB ríkjanna? hún er þar á byrjunarstigi og á eftir að dýpka verulega á næstu árum. Evran hefur farið illa með útflutning frá ESB löndum sem hafa þar afleiðandi tapað stórum mörkuðum, nú og þar sem iðnaður v-evrópu hefur farið í stríðum straumi til a-Evrópu hvernig á þá ESB batteríið að rétta sig við?

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband