Nú skil ég ekki Jón Sig fyrrverandi aðalhvatamann Álframleiðslu og Krata

Nú dámar mér ekki.

 

Var að lesa skýringar Jóns Sig um bankahrunið og spólaði á grein um bindiskyldu.

 

Ég ætla að reyna að líma þessi ummæli hingað inn.

 

Seðlabankanum er m.a. ætlað að varðveita gjaldeyrisvarasjóð landsins,  stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þar með öruggu greiðslukerfi innan lands og við útlönd. Bankinn ákveður bindiskyldu innlánsstofnana, setur reglur um lausafjárstöðu og gjaldeyrisjöfnuð og lítur eftir framkvæmd þeirra. Með tilliti til þess að Seðlabankanum er heimilt að veita lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða lán með sérstökum kjörum er eftirlitið með lausafjárstöðunni sérlega mikilvægt. Seðlabankinn hefur reglubundið samstarf og upplýsingaskipti við FME. Bankinn tilnefnir lögum samkvæmt einn fulltrúa í þriggja manna stjórn FME, sem síðustu ár hefur verið einn bankastjóra hans.

 

Gott og vel, Jón reynir að benda á SÍ .

 

EN LES HANN EKKI vef SÍ??

 

Þar stendur skilmerkilega:

 

(Varðandi bindiskylduna þá er ástæðan fyrir því að á henni var slakað svarað á vef Seðlabanka. Þar er verið að laga íslenskar reglur að reglum Evrópska Seðlabankans (ECB). Líklega mistök hjá ECB að slaka svona mikið á en það hefði líklegt heyrst hljóð úr horni ef Seðlabankinn hefði ekki gert þetta. Fréttin hljóðaði svona:) innan sviga af öðru bloggi

Bindiskylda

Í nýjum reglum um bindiskyldu er gert ráð fyrir því að skuldbindingar erlendra útibúa íslenskra banka myndi ekki grunn bindingar. Breytingin tekur gildi þegar reglulegri upplýsingasöfnun um efnahagsliði erlendra útibúa íslenskra fjármálafyrirtækja hefur verið komið á.

Tilgangur breytingarinnar er að samræma reglurnar þeim sem gilda hjá Evrópska Seðlabankanum svo sem verða má. Þótt tölur liggi ekki fyrir má ætla að breytingin létti talsvert á bindiskyldu þeirra banka sem starfrækja útibú erlendis

 

Sumsé hvorugur les hinn og samráðið sem svo mjög er mært af Jóni, virðist vera harla lítið ef marka má allskonar yfirlýsingar í kross og svo annan kross.

 

Hér verður að fá úr skorið, hvor er að segja satt.

 

ER LEYFILEGT SAMKVÆMT EES AÐ AUKA BINDISKYLDU OG VIRKAR ÞAÐ Á FLUTNING FJÁRMAGNS MILLI RÍKJA Í SAMBANDINU ??

 

EÐA GILDA FJÓRFRELSISREGLUR????????????

 

HÉR VERÐUR AÐ SKERA ÚR UM STRAX.

 

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband