Svo lugu bankamenn í belg og biðu að þjóð sinni.

 

Hvernig í ósköpunum geta menn leyft sér svona lagað?

 

Á sama tíma og ,,eigendur og stjórnendur " Kaupþings lugu Seðlabankamenn fulla og greininga HAGFRÆÐINGARNIR hjá ÖLLUM bönkunum stóðu á blístri af ánægju með stöðu sinna banka --ALLT FRAM YFIR HRUNIÐ!!!!!!!!!  VORU TENGILIÐIR ALMENNINGS VIÐ BANKA SÍNA AÐ LJÚGA Í ÞA´OG FÁ ÞÁ TIL AÐ KAUPA BRE´F Í LÖNGU LÖNGU GJALDÞROTA BATTERÍUM, SEM SKULDUÐU ALDIR FRAM Í TÍMAN EF MIÐAÐ VÆRI VIÐ rauntekjur.

 

Við sem vorum uppalin við að Bankamenn væru varfærnir vörslumenn okkar eigna erum nú að komast að því, að í stað hins góða og ráðagóða bankamanns voru sestir í stóla þeirra blóðsugur og þjófar, sem voru eingöngu ráðnir til að afla peninga og veða fyyrir ,,eigendur sína" að eignast með hæpnum hætti.

Hér er ekki lengur á hæliðarlínu setið.

 

Löggan verður að fara í málið og ná þí þessa gutta og setja í kæli og það strax.

 

Við getum ekki horft uppá að ævisparnaður manna sé stolið rétt fyrir hruðnið og SAMA SKÍTALIÐ (afsakið orðbragðið) geti enn haft hóglíf í útlöndum og Hagfræðingastóð þeirra heimtar nú, að útlendum ,,fjárfestum" verði get kleyft að hirða veð og eigur okkar upp í lán sem tekin voru til að ENDURLÁNA þjófum og ræningjum og ekki einusinni öllum íslenskum!!!!!!!!!!!!!!!!

 Hagfræðingar hafa sýnt svo ekki verður um villst, að þeirra ,,fræði" er ljúgfræði.  Því skal ekki lengur hlustað á þá sem hafa tekið þátt í síðustu áratuga þjófnaði.

 Köllum á gömlu góðu bankamennina eins og til dæmis Ragnar Önundason.

ÞAr eru vandaðir menn á ferð.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Milljarðalán skömmu fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Klukkunni verður því miður ekki snúið við um 17ár. Frjálshyggjan hefur því miður leitt okkur til glötunar. Eins og svo margar þjóðir fyrr og nú.

En það skrýtnasta af öllu er að lýðveldið er gjaldþrota og það hefur enginn verið settur inn með stöðu grunaðs manns. Þó höfum við skýr lög í stjórnarskránni þar sem er talað um landráð. Ef bankarnir komu sér saman um að gera árás á krónuna þá hlýtur landráðakaflinn að vera virkjaður og þessir menn dæmdir eftir þeim kafla.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Við verðum að bjarga því sem bjargað verður með því að segja okkur frá EES samningi um svonefnt ,,fjórfrelsi" það varð okkar banabiti, líkt og ég, --þá kallaður afturhaldsseggur og öfundsjúkur út í auðmenn,--sagði að yrði.

Enn er möguleiki að semja um Tvíhliða samnig líkt og Sviss gerði við ESB.

Ljóst er,a ð allt tal um að ESB  bankinn (seðlabanki ESB) væri lánveitandi til þrautarvarar til ESB ríkja var LYGI ó þvegin LYGI til að slá ryki í grátbólgin augu þeirra sem sáu fram á algert hrun eigna sinna í fasteignum og þessháttar.

Hagfræðingarnir sem það sögðu ættu að vera dregnir fram í dagsl´josið á láta þá svara fyrir lygina.

Bjarni Kjartansson, 28.1.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Við erum stödd á vettvangi starsta bankaráns sögunnar. Ekkert þessu líkt hefur nokkurn tíma tekist, þar sem ræningjarnir mættu á svæðið í fínum Armani jakkafötum og með versage bindi. Grímur og handska...nei það er fyrir litlu karlana, sem sækja sitt í poka....þessi fengur kemst ekki fyrir í neinum poka

Haraldur Baldursson, 28.1.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Björgvin Ólafur Óskarsson

Bjarni, þú gerðir mig fovtinn. Hvernig gerðu Svissarar þetta aftur? Man eftir þessu sem þú ert að segja, bara kem því engan veginn fyrir mig hvað fellst í þessu eða  hvernig var að þessu staðið hjá þeim! Er þetta raunhæft fyrir okkur? Helv. eru Svissararnir alltaf glúrnir:) Eigum við ekki bara að innlima Ísland í Sviss? Gætum allavega lært sitthvað um hvernig á að reka bankakerfi, og búa til súkkulaði. - hvorutveggja mjög nauðsynlegt hér á landi núna.
Eitt sem ég verð að vera þér ósammála um er að fólk býr til kerfin, en kerfin setja ekkert á hausin, það er liðið sem stýrir reglunum og kerfunum. Menn svo fara eftir þeim leikreglum sem settar eru. Kerfin, hvort sem þau heita alþingi, eða ESS; EFTA; ESB; FBI; gera ekkert ein og sér, nema einhver sé tilbún að nota þau, eða misnota. Hvorugt var gert hér, hér var bara valtað yfir allt og alla.

Björgvin Ólafur Óskarsson, 28.1.2009 kl. 13:30

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sammála þér Björgvin um að það eru menn sem búa til Kerfin og það eru stundum menn sem KJÓSA að loka augunum fyrir auðsæjum göllum, sem eru innbyggð í þau, KErfi sem viðkomandi vill endilega fá, --einhverra hluta vegna.  ÞAð er mannlegi þátturinn sem me´r verður tíðrætt um.

Svisslendingar komu með okkur inn í EES vegna ver sinnar í EFTA.

Afar margt sem fólst í EES sáttmálanum, til dæmis fjórfrelsið var brot á Stjórnarskrá þeirra og Kantónurnar gátu ekki samþykkt þessa samninga óbreytta.  Komu þar til mismunandi ástæður og aðstæður.

1.  Sumar Kantónur eru með afar stranga löggjöf um íbúarétt og innflytjendur.  Því gátu þau ekki samþykkt frelsi um vinnu og búsetu.

2.  Sumar Kantónur byggja næatum eingöngu á orðspori og gæðum sinnar framleiðslu, því gátu þeir ekki samþykkt að flutningur fyrirtækja væri frjáls yfir landamærin.  Gátu ekki tekið áhættu á, að fyrirtæki, sem væru miður vönd að virðingu sinni, gætu sett niður ,,höfuðstöðvar" sínar í Sviss og skrifað sín logo út sem búið til í  Sviss so og svo Kantónu.  (sjáðu fyrir þér úra og skartgripa fyrirtækin!!

 3.  Bankakerfi Sviss er undir mjög ströngu eftirliti og þurfa að uppfylla afar stranga staðla.  Því gátu þeir ekki leyft að bankar gætu fluttst til þeirra og nýtt nafn Sviss til að blekkja aðila til fylgilags við sig.  Þessvegna gátu þeir ekki skrifað undir frelsi fjármagnsfyrirtækja.  Einnig vildu þeir ekki láta af hendi stjórn á þeim lágmarkskjörum, sem íbúðaeigendur fengju.

4.  Svisslendingar gátu ekki sætt sig við framsal á löggjafavaldi sínu og að telkið væri upp samræmt eftirlit og staðlar lækkaðir.  Þeir bentu á,a ð ef slíkt yrðir (undirritun á EES ) þýddi það sífelldar kærur um hvaðeina sem gert væri í Sviss.  Bindiskyldu, hlutföll eiginfjár í bankastarfsemi, eiganhaldi á prkufyrirtækjum og landbúnaðarhéruðum, lóðum og lendum.  Svissarar vissu allt um að kerfi þeirra sem er ekki mjög frábrugðið okkar, hvað varðar íbúðalánastarfsemi, yrði kærð í tætlur af fjárplógsmönnum, staðreynd hjá okkur eins og allri nú vita.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 28.1.2009 kl. 14:39

6 Smámynd: Björgvin Ólafur Óskarsson

Takk Bjarni, þetta fór að rifjast upp fyrir mér (kikti aðeins og netið líka)

Ég vona bara að Íslendingum gefist sú gæfa, að ana ekki útí neitt. Mér sýnist að Svissararnir hafi svona haft nokkuð fastar mótaðar hugmyndir um hvað yrði "make-or-brake" issue fyrir þá. Við Íslendingar skulum gera það sama.

Mér finnst það samt afar einkennileg afstaða sumra Íslendinga að í ákefð sinni séu tilbúnir að henda því til hliðar sem við fengum fyrir rétt um 65 árum síðan (varla mannsævi) og afsala því til í hendur aðila sem; Fullveldið og Lýðveldið Íslands. Til hvers að stappast í þessu með Danina ef við erum að stökkva beint í fangið á þeim aftur, minnir nú að Danir séu búnir að vera lengst allra Norðurlandaþjóða í ESB.

Björgvin Ólafur Óskarsson, 28.1.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband