25.2.2009 | 11:29
Hér verða menn að bregðast við hratt.
Ná í Ólaf og setja í bönd, og la´ta ekki lausan fyrr en hann hefur sungið alla söngva sem hlustandi er á um útrásarvíkinga og ,,félaga" í ,,monkey-businessinum"
Sigga Einars Heim er krafan.
Láta í járn og bíða þar til ahnn fer að syngja, um vorið og alla ,,hina" sem eru sekir.
Ná í sem flesta sem komu að Kaupþings svindlinu og einnig Glitnis-Byrs svindlinu. Na´í Thor vegna millifærlsna og Sigurjón Digra.
Ekkert má hér eftir vera falið.
Milljarða hvörf bæði í bönkum og líka SPARISJÓÐUM ef marka má bre´f seðlabankastjóra til Jóhönnu.
Miðbæjaríhaldið
Milljarðar úr sjóðum rétt fyrir fall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sást reyndar til Sigga lital koma heim frá London um daginn,klæddur síðri hettu-úlpu með sólgleraugu. Hann gekk álútur út úr tollinum í von um að enginn þekkti hann. Þó ekki sé ég hrifinn að Nornaveiðum, hvað þá brennum, þá sé ég ekki annað en að best væri að leyfa ansi stórum hóp að fá stöðu grunaðra sem allra fyrst. Við náum aldrei öllum peningunum aftur, en þó ekki veri nema 1/3, þá væri ég sáttur. Þarna er (í flestum tilfellum) um íslendinga að ræða, fólk sem hættir ekki að vera íslendingar og því held ég að það sé aðeins ein raunhæf leið opinn.
Það þarf að koma á sannleiksnefnd að hætti SuðurAfríkumanna. Þar sem fólk fær að koma fram, ekki bundið af bankaleynd, eða öðru pukri, og segir sína sögu. Það verði ekki sakfellt, enda tilgangurinn annars vegar að gera okkur kleift að endurheimta eins mikið og við getum af nánast glötuðu fé og hins vegar að gera þessu fólki kleift að ganga hér um götur. Við hin náum þá að fyfirgefa þeim, enda er það létt því fólki sem sannanlega sínir iðrun og vilja til að bæta sitt ráð. Undir strikið held ég að við viljum ekki hengja neinn upp í tré, en við viljum heldur ekki lifa við ósagðar sögur og pukur um aldur og ævi....
Haraldur Baldursson, 25.2.2009 kl. 12:27
Ungir strákar yrðu stoppaðir hratt í Bónus og Hagkaupum fyrir þjófnað á tyggjópakka, enda hanga hótandi skilti uppi í búðunum um að þjófnaður sé ALLTAF kærður til lögreglu. Og strákarnir yrðu dæmdir í dómkerfi landsins. Milljarðar hurfu á grunsamlegan hátt úr landinu og enginn hefur stöðu sakborngings, hvað þá dóm á bakinu. Hvað er að lögum og dómkerfi landsins? Er landið örugglega þróaðra en Simbabve?
EE elle (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.