10.6.2009 | 15:29
Er Eva farin að finna svipaða lykt og ransóknarlöggan þýska fann af Geirfinns og Klúbbmálunum hér í denn?
Það er furðulegt og algerlega ótækt, að við notum ekki starfskrafta Evu í þessum efnum.
Ef við ætlum að losna við spillingarstimpilinn, er ekkert annað í stöðunni en að segja þessar nefndir frá bönkunum og leysa upp það kerfi sem nú þegar er verið að hvísla um manna á milli að séu jafnvel enn spilltari en forverar þeirra í gömlu bönkunum og að skilanefndirnar láti eins og þær eigi skuldlaust allt góssið, sem þeir fari með sem sína séreign.
Eva finnur efalaust lyktina af Framsóknar forkólfunum í Kaupþingi og félögum þeirra í Glitni. Vafalaust eru eftirhreytur sumra í Landsanum farnir að lykta öðruvísi og því skiljanlegt að Eva vilji EKKI skemma orðspor sitt með því að tengjast rannsókn sem er ekki nein rannsókn að hennar mati og félaga hennar í Evrópu og víðar.
Allt upp á borðið og lúsleitið allt bókhald bankana, jafnt fallina sem þeirra sem enn hjara, svo sem Sparisjóðina, bæði þa´sem það eru að nafninu einu og hinna sem eru það lögmætt.
Miðbæjaríhaldið
vill alvöru skoðun á því sem TALIÐ er að aflaga hafi farið.
Eva Joly íhugar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
mikið er ég sammála þér Bjarni,auðvitað átti að innsigla bankana strax og hefja alvöru rannsókn,annars er ég hræddur um að yfirvöld geti farið að vígbúast fljótlega gegn eigin þjóð...það er nú ekki einsog hér séu einhver viðskipti í gangi....
zappa (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:37
Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið nái fram að ganga. Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.
Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:44
Afturámóti er hún fagmanneskja sem kann á kerfiskalla eins og eru hér. Hún nýtir sér almenning til að þvinga í gegn því sem hún þarf. Hún hefur talað sérstaklega um þýðingu þess að hafa almenningsálitið með sér til að hafa áhrif á stjórnvöld, og með því að leka málum eins og þessu er hún einfaldlega að leika sinn leik. Hún benti sérstaklega á að þetta var aðferð Baugsmanna í Baugsmálinu sem ákæruvaldið gætti ekki að sér með að svara að hörku. Svo fór sem fór, og hún ætlar örugglega ekki falla á því bragði.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 20:22
Einnig allt bókhald stjórnmálamanna.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.6.2009 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.