Senda menn með krómuð armbönd á þetta Kaupþingslið, bæði nýja og gamla.

 

Hvernig dirfast menn að vilja fela þessar upplýsingar fyrir venjulegu fólki??

Ætla þessir ofurlauna menn að ganga erinda þeirra sem handlögðu fé það sem Seðlabankinn lánaði bankanum til að laga sína eiginfjárstöðu og gjaldeyriseign en notuðu þá til að bjarga stórgrósserum um aura til að fela í útlöndum.

 

Það ætti að varða við lög að vera svona bíræfinn, að ætla að ganga áfram erinda þeirra sem tóku féð sem við erum nú að greiða með sköttum okkar og jöfnuðu þeim milli skrímslana.

 

Krafan er

 

+IGRJÓTIÐ ÞEÐ ÞETTA LIÐ ALLT SAMAN OG HENDA LYKLUNUM!!

Mibbó

 

verulega misboðið


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Bjarni, æfinlega !

Líkast til; þætti slík meðferð, full væg, hjá bræðrum mínum, Rússum og Kínverjum, til dæmis að taka.

Þyrfti að lumbra mun hressilegar, á þessum mannskap, spjallvinur kær !

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég get ekki séð að þessar upplýsingar eða aðrar upplýsingar um starfshætti Dólganna varði við lög um bankaleynd. Þeir höguðu sér eins og enginn væri morgundagurinn.

Skuldir afskrifaðar sem námu hundruðum milljarða og öllu tiltæku fjármagni stolið áður en bankarnir voru teknir yfir.  Meira að segja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans stolið fyrir framan nefið á Dabba Kóng. Bankaleynd hvað?????  Gjaldþrot Enron bliknar í samanburði við þessar gjörðir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.8.2009 kl. 18:41

3 identicon

Þetta er til skammar fyrir þá lögmenn, sem að þessum gjörningi standa. Ekki til þess fallið, að auka á virðingu íslensku lögfræðingastéttarinnar.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:39

4 identicon

er ekki bankaleyndin farin að snúast um að hilma yfir afglöp í starfi stjórnenda og lögmanna bankanna ???

zappa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 01:39

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Brellan í umfjöllun um bankaleynd hefur jafnan verið sú að þetta hljómaði eins og allir fengju að líta ofan í vasann á næsta manni. Bankaleyndin er nefnilega meira en það. Rannsóknaraðilar hafa þurft að sækja fram með dómsvaldi hvern viðskiptavin.

Nú væri vert að létta þessari leynd umsvifalaust fyrir alla rannsóknaraðila og í ofanálag að létta hulunni, gagnvart fjölmiðlum (þar með almenningi) af öllum viðskiptum og lánum allra þeirra sem áttu meira en 1% í bönkum eða tryggingarfélögum. Jafnframt mætti bæta í þann hóp öllum stjórnendum.

Ekki væri síðan verra að það sama gilti um stjórnarmenn og stjórnendur Lífeyrissjóða.

Haraldur Baldursson, 2.8.2009 kl. 15:20

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvernig væri að skipta um viðskiptabanka?

Sigurður Þórðarson, 3.8.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband