Sameiginlegar viðmiðanir eru nauðsynlegar.

 

Ef litið er til skólastarfs hér, virðist lítið vera rétt gert.  Samanburður á getu/kunnáttu skólabarna okkar hefur farið frekar lágt um þjóðfélagið. 

Pisa kannanir eru taldar ómarktækar af KHÍ og hagsmunasamtökum Kennara.  Jú niðurstöðurnar eru sífellt að verða skuggalegri og þar með afrakstur kennslunnar.

Það þýðir aftur á móti, að líkur eru til, að KENNSLAN hafi farið versnandi, þrátt fyrir verulega lengt skólaár og meiri fjármagn sem sett er í skólakerfið, sama hvaða mælikvarði er á settur, fjöldi nemenda, kennara, flatamáls skólabygginga eða hvers sem er.

Sem gerir þá kröfu til þeirra sem fara með fjárveitingavaldið, að þeir kíki eftir, hvað er gert rangt og hvernig mætti laga þessa augljósu sókn í verri  í afrakstri skólakerfisins. 

Geta nema er að meðaltali afar lík milli ára, það er, --gerð og upplag nýnema.

Þessi umræða hefur verið algert TABOO og ef einhver hefur haft orð á því, að Stúdentsprófin ættu að vera sambærileg milli skóla, rísa margir upp á afturfæturna og krefjast víðtækara námsmats og fá inn fleiri ,,breytur" og að mat á annarskonar ,,færni" ætti jafn vel við eins og kunnátta og leikni í námsefninu.

Hinsvegar virðast erlendir háskólar á allt öðru máli.  Nú er gegni Stúdentsprófs frá ísl framhaldsskólum eitthvað lægra en var t.d frá MR um 1970.

 

Það er ekki bara gengi ísKr sem fellur hratt.

 

Miðbæjaríhaldið. vill gagngera skoðun og í framhaldinu grundvallar uppstokkun Kerfinu til bóta og frekari færni nema, bæði á yngri og eldri stigfum skólakerfisins.


mbl.is Vilja aftur samræmd próf í 10. bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú má eki skrökva, Bjarni. KÍ &co er alls alls ekki á móti PISA könnunum. Í stysta lagi er verið að bera saman epli og appelsínur í námi og kennslu. Lestu fræðin. Þú ert það skynugur. Ertu bara ekki fúll út í Valhallargoðin?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 14:04

2 identicon

Ég er þeirra skoðunar að samræmd próf séu á margan hátt til vansa. Ekki af því að þau séu hættuleg fyrirbæri í sjálfu sér, það er ekkert að því að menntamálayfirvöld setji fram einhverjar kröfur um lágmarksárangur í einstaka fögum til að nemendur séu gjaldgengir í framhaldsnám. En það sem ég set spurningamerki við er að samræmdu prófin hafi verið notuð sem staðall til inntöku í menntaskóla, því að mínu mati eiga þeir nemendur sem hafa lokið námi með viðunandi einkunnum í unglingadeildum grunnskóla, að eiga rétt á að sækja menntaskóla. Vandræðin hefjast í elítismanum, þegar sumir skólar verða vinsælli en aðrir sökum sögu þeirra eða orðspors, og þeir vilja nota einhvern þægilegan mælikvaðra til að meta hvaða nemendur henta þeim best.

Hér í Japan er sorglegt hvernig samræmd próf í unglingadeildum til að komast í bestu menntaskólanna, og svo önnur samræmd próf til að komast í best háskólanna, hafa farið illa með nám og kennslu. Hér er mötunin og utanbókarlærdómurinn alger, og einungis lært fyrir þessi samræmdu próf. Samkeppnin og harkan er þvílík, að nemendur sækja aukaskóla eftir venjulegan skóladag til að eiga séns á að komast í betri háskóla. "Vinnudagur" (því hvað er nám annað en ólaunuð vinna) margra menntaskólanema hér er frá 8 á morgnanna til 8-10 á kvöldin.

Svo þegar nemendurnir komast í háskólanna (þeir sem á annað borð ná því) þá eru þeir úrvinda, og mjög furðuleg öfugþróun á sér stað. Fæstir læra nokkurn skapaðan hlut í BA námi í háskóla . . . Það er hreinlega orðið gert ráð fyrir því hér, að þegar nemendur hafa keyrt sig dauða í utanbókarherferðinni í menntaskóla, þá þýðir ekkert að bjóða upp á neitt nám að viti í háskólanum. Sérstaklega á þetta við um stærstan hluta nemendanna sem var neyddur áfram í samkeppninni af foreldrum sínum og almennum samfélagsþrýstingi, en komst svo ekki í einn af bestu háskólunum; þeir nemendur gera nákvæmlega ekki neitt þegar komið er í háskóla, og slíkir háskólar eru í staðin orðin einungis vettvangur til partýhalda, og einföld viðvera í tímum er nánast nóg til að fá BA/BS próf. Svo er einnig landlæg vöntun á gagnrýnni hugsun hjá nýnemum í háskóla, því þeir hafa í raun ekki lært að hugsa, hvað þá gagnrýnt. En hins vegar eru þeir með ofurminni, góða færni í að glósa, og mjög mikla próffærni.

Ofuráhersla á samræmd próf getur leitt til slíkrar dystópíu, þar sem áherslan er öll á mælanlega þekkingu, en ekkert er hugsað um hvort einstaklingurinn kunni að færa sér þekkinguna í nyt, heldur einungis hvort hann geti skilað henni frá sér á krossaprófi undir tímapressu.

Það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir framhaldsskóla að taka inn nemendur, rétt eins og það er ekkert vandamál fyrir nemendur að komast í grunnskóla eða unglingadeild. Vandamálið er ekki nemendurnir eða hvernig nám þeirra er metið, heldur það að sumir skólar eru vinsælli en aðrir og því skortur á plássi hjá þeim. Slíkir skólar verða að leysa þetta vandamál sjálfir, etv. með sjálfstæðum inntökuprófum (sem vonandi myndu reyna á meira en einbera Gettu Betur þekkingu), eða hreinlega stækka skólana með einhverjum leiðum.

Magnús Guðni Kuwahara Magnússon (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband