Ljóslega um ,,akademískt vændi" að ræða.

 

Fullyrðingar dr Ragnars eru gersamlega út í hött.

Umgengni um miðin verða EKKI betri, svo mikið er klárt.  Fullorðnir aflamenn sem þekktu miðin sín betur en húsin sín,  þekkja ekki hólana, dalina og hraunin lengur þar sem þessi fyrirbæri eru farin, mölvuð undir veiðarfæri stóru togarana og lífkeðjan rofin miskunnarlaust, ef veiði er von, því menn eru ekki að huga að framtíð sinni, heldur skyndigróða.

Gambl með að kaupa og selja skip, sem sett höfðu verið í önnur félög, til að geta hækkað ,,óefnisleg verðmæti" svo sem Kvóta og annað sem flokkað var undir Goodwill en er nú lítils virði , nema í bókunum.

 Kvótakerfi er afar vont kerfi sem tekur ekkert mark á lífkeðjunni, vistkerfunum né öðru því sem liggur til grundvallar um afkomu veiðidýrana.

Manni flökrar að lesa svona romsu eftir doktor í fiskhagfræði.  Á hvaða vegferð er slík ,,fræði" ef kennararnir eru svona blindir á allt annað en er komið í land og viktað eftir að búið er að laga svona pínu til.  Þetta innslag hefði jafnt getað verið eftir formann LÍjúgarana.

Meir og meir er nú talað um akademískt vændi, eftir að hagkerfi margra þjóða hrundi vegna upploginna kerfa og gæja sem yppt voru af miklum móð einmitt af allskonar ,,prófessorum, doktorum og fræðingum" og ég veit ekki hvað.  Nú er verið að skoða hvað sumir sögðu vera gott og eðlilegt, bæði í fjármálaheiminum, dómskerfinu, atvinnustarfsemi og hvaðeina sem nú orkar mjög svo tvímælis svo ekki sé nú tekið dýpra í árinni.

Með tilhlýðilegri virðingu fyrir svona akademikkerum.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Almennt góð reynsla af kvótakerfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svona svona hér hefur veiðiþolið á fiskistofnunum rokið upp úr öllu,er nánast orðið óþolandi,enda á sjálfsagt liu klíkan eftir að flagga þessari sögufölsun á næstunni,maðurinn ætti að hafa vit á að halda kjafti ég tel mig hafa meira vit á þessu eftir 30 ár til sjós en hann eftir nokkur ár í skóla.....brottkastið,braskið og sukkið toppar sjálft sig ár eftir ár.

zappa (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Kvótakerfið er blóðskömm og sifjaspell Ragnars Árnasonar og Háskólans gegn íslenzkri þjóð !

Níels A. Ársælsson., 1.9.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gúterum færzluna & athugazemdir með blóði & zwita..

Steingrímur Helgason, 2.9.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Sævar Helgason

Tek undir þetta hjá þér Bjarni. 

Menn geta búið til allskonar reiknilíkön uppi í Háskóla sem eru steingeld gagnvart náttúrunni og þeirri meðferð sem hún hefur fengið á sjávarbotninum á Íslandsmiðum sl 100 árin með þessum dregnu veiðarfærum- sem tóku stökkbreytingu til hins verra með tilkomu skuttogaranna .

Á meðan gömlu síðutogaranir voru með hlera um 3000 kg að þyngd og afl litlar vélar eru þessi nýjustu með 15000 kg toghlera og öll stærðarhlutföll trollsins til samræmis. Þetta eru klárar jarðýtur á botninum árin út og árin inn.

Nú dugar ekkert annað en uppstokkun á öllu okkar fiskveiðistjórnunarkerfi frá A-Ö. Vistvænveiðarfæri í öndvegi (minni orka- betri  nýting afla) og að allar byggðir landsins verði virkjaðar að nýju- aflaheimildum dreift og greinin opnuð fyrir sjómönnum . 

Seðlabanki Evrópu er með 1/3 af kvótanum sem veð frá fallit ísl bönkum- náum þeim þaðan-annað er yfirveðsett af þessum græðgispúngum sem komnir eru í hrun...

Nú er lag ... 

Sævar Helgason, 10.9.2009 kl. 20:01

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fang hluti kerfisins er etv. nýtanlegur, þó þyrfti að stilla hann til. Það þarf að tryggja að ALLUR afli komi að landi, lifur og hausar líka. Smáfiskur þarf að skila sér, enda ekki líklegt að unnt verði að tryggja raunhæft eftirlit án þess. Fái útgerðin skertan enn viðsættanlegan hluta alls afla, sem annars yrði fleygt, má vænta betri niðurstöðu.

Síðan þarf að skattleggja auðlindina...en ekki með beinum sköttum heldur með því að nýta sér tillögur Péturs Blöndal um að allir landsmenn fái ávísun á ca. 1/300.000 hlut kvótans. Með því að hver selji sinn hlut á markaði, má tryggja ríkinu tekjuskatt (eða fjármagnstekjuskatt) af þeirri sölu. Þannig má líka undirstrika eign þjóðarinnar á auðlindinni.

Haraldur Baldursson, 13.9.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband