Ég lít svo á, sem erkiíhald, að menn eigi ekki að hvika í baráttu sinni fyrir því sem satt er og rétt.
Ég hef haldið fast við þá skoðun mína, að Bretar og Hollendingar hafi alls ekki ætlað sér sjálfum, að greiða ERLENDUM sparifjáreigendum og fjárfestum, tap sem orðið hefði getað vegna hruns bankakerfis þeirra.
Þetta staðfestist í leiðara FT í Englandi í morgun.
af Mbl.is úr grein í FT.
Þá hafi breskir og hollenskir bankar einnig hagnast verulega á Evrópureglunum. Hefðu þeir hrunið eins og þeir íslensku hefðu viðkomandi stjórnvöld aldrei tekið á sig hundruð milljarða punda skuldir til að bjarga erlendum innistæðueigendum og því sé andstyggilegt að neyða veikburða nágranna til slíks.
Svo einnig af Eyjunni haft eftir Evu Joly:
Eva Joly segist hafa fengið það staðfest hjá höfundum Evrópureglugerðarinnar um innstæðutryggingar, sem liggur til grundvallar Icesave-deilunni, að reglugerðinni hafi aldrei verið ætlað að takast á við hrun bankakerfis heillar þjóðar.
Joly segir að verið sé að fjalla um samkomulag sem eigi að gilda til 2024 svo að tíminn til að semja sé nægur. Það sé settur alltof mikill þrýstingur á íslensk stjórnvöld. Hún telur að menn verði að fara á byrjunarreit með málið.
Nauðsynlegt sé að minnast þess að meingölluð Evrópureglugerð frá 1994 um tryggingasjóð innstæðueigenda hafi valdið þessum vanda.
Mikið er mér þungt í sinni, að sjá flótta foringja míns Flokks undan sínum fyrri orðum, það er ekki sæmandi mönnum í slíkri stöðu og hefði ekki orðið hjá mönnum líkt og Geir Hallgrímssyni og Matta mínum Bjarna.
Ég bloggaði um þetta stuttlega hvar ég sagði, að djörfung og þor ykju virðing hjá andstæðingum en undirlægjuháttur skapaði forakt, líkt og Qusling fann á sínu skinni meðal stoltra hermanna beggja vegna víglínunnar.
Niðurstaðan er þó sú, að hræðsla og þýlyndi núverandii og fyrrverandi stjórnvalda, sem bæði skulfu og hruku undan erlendu valdi, gerði Brown og ójafnaðarmönnum hans, leik sinn léttan.
Leik sem nú er að verða mönnum ljós á meginlandinu og um gervalt Bretland.
Megi hugrekki og þor verða í brjósti okkar forvistumanna.
Miðbæjaríhaldið
Við þetta er því að bæta, að mjög ríður á,a ð þeim sem nú fara með stjórn mála verði komið frá hið fyrsta og þjóðhollir menn taki við og gerbylti þessu sem gert hefur verið fram að þessu í ,,endurreisn" landsins.
Hver stórbommertan á fætur annarri dynur nú á hrygglengju venjulegra brauðstritara en kúlulánaþegum er raðað á jötur, hvar gnægð er fóðurs, sevoa í þakklætissyni fyrir fyrri afrek.
Miðbæjaríhaldið
Krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um ÖLL stór málefni þjóðar sinnar.