4.8.2009 | 20:41
Reykás í öðru veldi.
Nú sló Steingrímur öllu við í viðleitni sinni að beygja álit Háskólans undir sinn vilja og þörf Samfylkingar til að fá að greiða aðgang að ESB.
Nú er Steingrímur grímulaust að ganga erinda Samfó í viðleitni sinni að setja hér allt í strand og okkur í´rælaband ESB og sem ánauðuga Bretum og Hollendingum.
Þetta eru stórfurðulegir tímar og að það skuli enn vera til menn sem vilja ganga erinda erlendra ríkja og fjárglæframanna í að eignast hér allt sem slátur er í, hvert sem gjaldið er, sem komandi kynslóðir munu þurfa að greiða.
Í mínum flokk eru þar til menn sem enn ilja ganga beina þeirra afla svo sem Villi Egils, sem segir óaflátlega að við verðum að gefa erlendum kröfuhöfum bankana okkar og Sigfússon sem farin er afvelli eftir Sjóvár málin.
Svo er ekkert talað um, af hverju ,,viðsemjendur (fulltrúar kröfuhafa) hlupu á dyr og firrtust við, þa´nokkrir menn í skilanefndunum fengu pokann sinn.
Hverju reiddust þeir svo illa? VAr það að þurfa að eignast nýja ,,vini" í nefndinni?
Eða hvað annað sem manni dettur í hug en vill ekki setja á þrykk, þar sem manni má ekki fljúga svoleiðis í hug, til þess þarf maður að ætla öðrum verri gerðir enn hugsanlegar eru þjóðhollum mönnum.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Staðfestir heildarmyndina um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig dirfast menn að vilja fela þessar upplýsingar fyrir venjulegu fólki??
Ætla þessir ofurlauna menn að ganga erinda þeirra sem handlögðu fé það sem Seðlabankinn lánaði bankanum til að laga sína eiginfjárstöðu og gjaldeyriseign en notuðu þá til að bjarga stórgrósserum um aura til að fela í útlöndum.
Það ætti að varða við lög að vera svona bíræfinn, að ætla að ganga áfram erinda þeirra sem tóku féð sem við erum nú að greiða með sköttum okkar og jöfnuðu þeim milli skrímslana.
Krafan er
+IGRJÓTIÐ ÞEÐ ÞETTA LIÐ ALLT SAMAN OG HENDA LYKLUNUM!!
Mibbó
verulega misboðið
![]() |
Segja trúnað gilda um upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.8.2009 | 17:26
Nú vita menn hvert milljarðarnir fóru
Sem lánaðir voru út eftir að SÍ lánaði Kaupþing peninga til að bjarga sér EN EKKI HINUM FINGRALÖNGU EIGENDUM OG VINUM ÞEIRRA.
Í grjótið með alla stjórnendur Kaupþings í hvelli.
Mibbó
![]() |
Kaupþing fer fram á lögbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er nú orðið afar brjóstumkennanlegt hjá heilagri Jóku.
Davíð rekinn en höfundar Verðbólgumarkmiða stjórnun ráðnir í staðin.
Sömu menn sem töluðuð um, að allt færi í gírinn BARA EF VIÐ SÆKTUM UM ESB fara nú undan í flæmingi.
Þetta lið getur ekki stoppað upp í smá göt, ekki tekið í ,,kríulöpp" í neti umhverfis gengi okkar.
Ekkert gert nema halda fund um síðasta fund
Svo eru þessir ratar að setja DAG B EGGERTSSON yfir framtíðarnefnd hvorki meira né minna.
Ekki verður mjög rótt í sinni þeirra sem muna ögn aftur.
Mibbó.
hlær vitfirrtum hlátri því hlátur á ekki hér við en hvað er annað hægt að gera?
![]() |
Evran aldrei dýrari á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2009 | 14:03
Voru samnigamenn dauðadrukknir eða bar ólæsir á ensku??
Nú er svo, að eftir því sem fleiri upplýsingar koma fram, svo sem að Fjármálaeftirlit Íslands og Bretlands hafi gert með sér ,,samkomulag" um opnun isave reikningana og að þar hafi komið afar skýrt fram að RÍKISÁBYRGÐ VÆRI EKKI á reikningunum eða frekari ábyrgð en tryggingasjóðurinn veitti.
Auk en heldur að ,,sérfræðingar okkar*" hafi afsalað sér þeim rétti, að allar eigni þrotabúum LÍ erlendis og dótturfélaga þeirra komi til skipta hingað!!
Nú kóróna þeir þetta með því að BJÓÐAST TIL AÐ GREIÐA ALLA REIKNINGA SEM ERLENDUM LÖFFUM DETTUR Í HUG AÐ LEGGJA FRAM!!!
Þetta lið er undirmáls svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Svo er furðulegt, að LYGIN í bæði Össuri, Jóhönnu, Björgvini G(reyinu) og nú Steingrími um, að undir hafi verið skrifað við Hollendingana að (látið liggja að)frumkvæði Geirs, Daívðs og Árna Matt ----hafi ekki verið rekin þveröfug niður í kok þeirra. Nú liggur fyrir að það var gert að KRÖFU og undir hótunum frá ISG og Össurs. Heybrókin Geir kvað hafa orðið við þessu vegna þess, að hann var óviss um stöðu sína og ærður af hræðslu.
Hverskonar dómadags lyddur, skræfur og dusilmenni eru hér á ferð og væri nú ekki ráð fyrir nafna minn Ben að fara að vakna og bíta frá sér af krafti og einurð?
Ef fulltrúar Íhaldsins ekki fara að hysja upp um sig og berja á Hrímþursunum á Alþingi og hætta að hylma yfir vælukjóunum sem vilja allt gefa eftir til útlendinga bara til að ,,EIGNAST VINI" sem ég nefni réttnefni og kalla ,,HÚSBÆNDUR OG ÞRÆLAHALDARA ---NÝLENDUHERRA, þurfum við óbreytir íhaldsmenn að reka þá af höndum okkar og velja nýtt fólk með þor og getu á hið háa Alþingi.
Mér er gersamlega nóg boðið með svona undirlægjuhátt, undirgefni, þýlyndi og algera siðblindu hvað varðar aðstöðu afkomenda okkar til auðlinda og framfæris.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Borga tvo milljarða fyrir Breta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2009 | 09:31
Kækur frá tímum Nýlendukúgunar.
Svo vilja okkar ráðamenn fara skíthræddir með vota brók til svona pótentáta og ,,SEMJA" við þá.
Lítið á Eyjuna hvar sagt er frá grein um kúgun Breta á okkur og þann skilning sem kemur þar fram um aðstæður okkar.
Lafhræddir stjórnendur ættu að láta af stjórn og fela hana öðrum sem ekki eru þjakaðir af óvissu og kvíða, því mjög er sá maður illa farinn sem þjáist af slíku og ekki til stórræðanna.
Allt hefur það komið vel fram á síðustu mánuðum, þegar menn gerðu hverja vitleysuna af annarri og nú síðast að senda menn, sem bera óttablandna virðingu fyrir útlendum viðsemjendum sínum, þar gildir þrælsótti en ekki klárt höfuð og eindrægni.
Svo er til þess að líta, að það skíthrædda fólk sem nú ætlar að eiga ,,samninga" við Evrópusambandið er SAMA fólkið og hefur marg lýst því yfir að ef EKKI ESB það viti þau ekki hvað við taki og kunni ekki önnur ráð!!!!!!
Hverskonar upplag er það í ,,SAMNINGAVIÐRÆÐUR? viðsemjendur haf ÖLL ráð þeirra í hendi sér, því að vitanlega eru til þýðendur af ræðum og blaðagreinum eftir ráðamenn okkar og sífrið í Jóhönnu um, að ef EKKI ESB ÞÁ LIGGI EKKERT FYRIR NEMA GRÖFIN KÖLD.
Takk Verkamanna flokkur Hollands. Nú liggur allt klárt og kvitt fyrir.
Mibbó
![]() |
Vilja ganga lengra en Verhagen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2009 | 09:01
Bragð er að Þegar barnið finnur.
Þetta er á Eyjunni.
Hér kveður við tón, sem máður skilur og sýnir að hræðsla ráðamanna við, að alþjóðakerfið skilji ekki aðstæður okkar er gersamlega fráleit og algerlega óþörf.
Lími þetta hingað inn, svo menn geti lesið skoðanir í fjármálageiranum, sem Össur og félagar (líka Geir Haarde) hefðu betur skilið og skynjað fyrr.
Financial Times: Bretar kjöldraga Íslendinga í krafti stærðar sinnar
Bretar fóru illa með Íslendinga og hefur stærðarmunur milli ríkja aldrei verið jafn sláandi. Íslenskir skattgreiðendur þurfa að taka á sig hundruð milljarða vegna gáleysislegra sparifjáreigenda í Bretlandi.
Þetta segir í leiðara breksa dagblaðsins Financial Times 16. júlí, en tilefni leiðarans er ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu sama dag. Að mati leiðarahöfundar geta Íslendingar ekki ætlast til að fá hraðferð inn í sambandið og ætti varla að verða fullgildur aðili fyrr en árið 2012.
Bretar knésetja Íslendinga í krafti stærðarinnar
Leiðarinn er undir fyrirsögninni A cod peace, eða Þorskafriður, sem kallast á við þorskastríð landanna á árum áður. Í upphafi leiðarans er rifjað upp að Ísland hafi verið hið fullkomna dæmi hnattvæðingarinnar á meðan allt lék í lyndi, þar sem áhætta var lofsverð, hið smáa var glæsilegt.
Þegar allt hrundi á einni nóttu drukknaði eyjan í skuldum og hafði engan björgunarbát. Við svo búið hafi Íslendingar orðið að betlurum, hvort heldur sem í Washington, Moskvu eða London.
Bretland, alveg sérstaklega, hefur afhjúpað sig sem ótraustur vinur og þvingaði Ísland í liðinni viku til að samþykkja ósanngjarnan samning, þar sem íslenskir skattgreiðendur munu taka á sig að endurgreiða 3,8 milljarða dollara til gáleysislegra breskra sparifjáreigenda. Ávinningur stærðarmunar milli þjóða hefur aldrei verið jafn sláandi.
Hraðferð í ESB ekki raunhæf en ástæðulaust að bíða of lengi með aðild
Sem fyrr segir fjallar leiðarinn þó aðallega um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. Greint er frá ágreiningi um fiskveiðar og bent er á að áhugi Íslendinga á öruggri höfn í Brussel og upptöku evru gæti minnkað ef efnahagslífið kemst á skrið á ný.
Þá telur leiðarahöfundur allt tal um hraðferð Íslands inn í ESB á villigötum. Stækkunarferli sambandsins hafi verið fyrst eftir inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu árið 2007 og þá hafa Frakkar og Þjóðverjar sagt að fyrst verði að afgreiða Lissabon sáttmálann áður en fleiri ríki komast að.
Ísland geti því orðið fórnarlamb hins skrifræðislega og pólitíska flöskuháls sem ríkir á öðrum sviðum. Þannig geti Ísland varla farið fram fyrir Króatíu, en málefni þess er í hnút vegna landamæradeilu við Slóveníu. Í besta falli gætum við séð íslenskan framkvæmdastjóra í Brussel árið 2012, en Ísland ætti ekki að þurfa að bíða lengur.(...) ESB ætti ekki að draga lappirnar í málinu.
Lesið og skiljið þið skíthræddu Kratar og önnur snefilmenni.
Mibbó
21.7.2009 | 09:56
Er mönnum fyrirmunað að segja satt??
Sumir segja að nafntogaðir erlendir bankar muni ,,eignast" bankana eftir að ríkið hefur greitt fúlgur fjár í hítina.
Smat er vitað um, að skuldabréfin, sem liggja til grundvallar hafa gegnið kaupum og sölum, --einkum til ,,fagfjárfesta" (lesist-- Vogunarsjóða) í BNA á um 5% af nafnvirði.
SAMT segja ráðamenn hérlendir, að verið sé að koma bönkunum í hendur virtra banka erlendra.
Skilanefndirnar fá ekki að vita hverjir eiga bankana SAMT ráðskast þær með bankana og nánast gefa þá andlitslausum ,,fagfjárfestum" og fjármálalegum hrægömmum.
Hvernig í dauðanum getur stjórnmálamaður sem er með snefil af sjálfsvirðingu gefið það út, að það sé ánægjulegt að erlendir ,,kröfuhafar" eignist VEÐ í AUÐLINDUM landsins??
Förum að tilmælum Davíðs Oddssonar og segjum líkt og BNA stjórnin þegar þeirra bnakar falla. SORRY ÞIÐ TÓKUÐ SÉNSINN. VIÐ BORGUM EKKI CENT!!!!!
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Í faðm erlendra bankarisa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2009 | 10:20
STOPP!!!! HINGAÐ OG EKKI FETI LENGRA!!!!
Setti þetta inn á blogg sem svar.
![]() |
Glitnir eignast Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2009 | 09:45
Sorgleg meðferð á góðum fyrirtækjum
Las þetta á AMX.
Skelfilegt hvernig menn geta farið með fyrirtæki sem byggð voru upp af natni og heiðarleik, jafnvel menn sem nutu virðingar meðal almennings, þar sem af feðrum þeirra fór gott orð.
Svo var í þessu tilfelli forstjórinn sonur afar heiðarlegs og vinsæls manns.
Skömm þeirra sem stóðu að þessu er mikil.
Á árunum 2006 til 2008 greiddu eigendur Sjóvár sér 19,4 milljarða króna í arð. Félagið komst í þrot fyrir nokkru og varð ríkið að leggja félaginu til 16 milljarða króna, í gegnum skilanefnd Glitnis sem hefur endurreist tryggingafélagið á nýjum grunni.
Milestone eignaðist stóran hlut í Sjóvá árið 2005 og eignaðist félagið að fullu 2006. Síðar rann Sjóvá inn í sænska fjármálafyrirtækið Moderna, sem var í eigu Milestone. Aðaleigendur Milestone voru Karl og Steingrímur Wernerssynir.
Starfsemi Sjóvár er nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara sem hefur m.a. gert húsleit hjá tryggingafélaginu, hjá helstu eigendum og fyrrverandi forstjóra. Grunur er um brot á hlutafélagalögum, lögum um vátryggingastarfsemi og umboðssvik.
Gríðarlegar arðgreiðslur
Eiginfjárstaða Sjóvár í lok síðasta árs var neikvæð um 15,3 milljarða króna en auk þess var félagið í ábyrgð fyrir 8,4 milljörðum vegna erlendra fjárfestingarverkefna, eða alls 23,7 milljarðar króna.
Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að fyrir árin 2005 og 2006 hafi eigendur Sjóvár greitt sér 12,1 milljarð króna í arð. Á síðasta ári greiddi Sjóvá síðan út 7,3 milljarða í arð. Heildararðgreiðslur félagsins á þessum þremur árum nema því alls 19,4 milljörðum króna, eða um 3,4 milljörðum króna hærri fjárhæð en nú hefur verið lagt inn í tryggingafélagið til að það uppfylli skilyrði laga um vátryggingastarfsemi. Langstærsti hluti þessara arðgreiðslna rann til Milestone.
Nýtt félag hefur verið stofnað um vátryggingastarfsemi Sjóvár með 16 milljarða króna eiginfjárframlagi og þannig hefur verið skilið á milli eiginlegra starfsemi og fjárfestingastarfsemi sem reyndist banabiti félagsins.
Svo er annar vínkill að þessu.
Til að geta greitt þessa fjármuni út voru innheimtuaðferðir hertar og viðskipta ,,Vinir" félagsins kreistir mjög.
Sama kvað vera uppi á teningunum hjá BYR sparisjóði, fyrirtæki sem áður naut virðingar í sínum heimahögum og trú íbúana.
Nú eru að koma hvert svindlið af öðru upp og nú nýverið er talað um tap, vegna fasteignaspekúleringa í Lettlandi.
He´r virðist vera enn ein Lögmanna hringekjan á ferðinni.
Lögmaðurinn Karl Georg Sigurbjörnsson var sýknaður í héraðsdómi fyrir að hafa gefið stofnfjáreigendum ranga hugmynd um verðmæti stofnfjárbréfa. Kristinn Magnússon.
Lögmennirnir Björn Þorri Viktorsson og Karl Georg Sigurbjörnsson fengu árið 2006 400 milljóna króna lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar til að kaupa fasteign í Lettlandi. Verðmæti hennar var 40 sinnum lægra. Viðskiptafélagi þeirra í Lettlandi er frægur verjandi mafíuforingja. Áætlað er að Byr þurfi að afskrifa hátt í milljarð króna vegna lánsins. Lögmennirnir hafa fengið yfir 20 milljónir króna frá einstaklingum sem vilja taka þátt í hópmálsókn hjá þeim þó ekki sé hægt að fara í hópmálsókn á Íslandi.
Í tilfelli viðskipta Björns Þorra og Karls Georgs í Lettlandi er talið að Byr þurfi að afskrifa hátt í einn milljarð króna. Áætlað er að þessar afskriftir muni koma fram í uppgjöri Byrs sem birt verður í ágúst. Eins og kunnugt er voru Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður vélstjóra sameinaðir í lok árs 2006. Þegar lánið var veitt um mitt ár 2006 var Magnús Ægir Magnússon sparissjóðsstjóri SPH. Í samtali við DV segist hann ekki muna eftir því að þetta lán hafi verið veitt.
Hvar er Lögmannafélagið og hvar eru kröfur þeirra um ,,Eðlileg og viðurkvæmileg vinnubrögð" félagsmanna þess??
Hér þarf að grípa til mjög svo hertrar löggjafar, löggjafar sem verndar bæði viðskipta,,vini" sem þjóðfélagið í heild, gegn svona spekúlöntum.
Miðbæjaríhaldið
Þegar stjórnmálamennirnir og sumir ,,talsmenn vinnumarkaðsins" tala um nauðsyn þess, að erlendir kröfuhafar eignist bankana okkar er eins og þeir séu að tala um að Heimilishjálpin, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnanir kirkna standi á bak við þessar ,,kröfur" á bankana en ekki vogunarsjóðir sem hafa keypt ónýtar kröfur á slikk af alvöru bönkunum sem búnir eru fyrir langa löngu að afskrifa þessar ,,kröfur" í sínum bókum.
Þetta er bara skelfilegt að fíflin ætli nú að gefa vulture ,,fjárfestum" bankana með Verðtryggðum skuldum landsmanna og VEÐUM í skipum, Kvóta , löndum, húsum og allskonar auðlindum.
Þetta eru þjófar og þjóðníðingar sem svona haga sér.
Mibbó
Ekki bara að Vogunarsjóðirnir eru í raun hrægamma fjárfestar, heldur eru þeir stórhættulegir.
Hvernig ætla menn nú að afnema Verðtrygginguna með útlendinga sem ,,Eigendur"?
Gæti það ekki skapað einhverja bótaskyldu?
Mér virðist allir sem eru útlendir geti fengið hvað sem er úr höndum þessara veifaskjatta sem eru í samninganefndum fyrir okkar hönd.
Hvernig fóru Bandarísk yfirvöld með sína banka sem fóru á hausinn??
Hví geta ísl stjórnvöld gert hið sama??
Undirlægjuháttur ísl ,,samningamanna" er ótrúleg.
Ganga að afarkostum og eru hvattir áfram af liði sem er viti sínu fjær af hræðslu um að missa spón úr sínum aski, svo sem liðið í SA og víðar.
Okkur bráðvantar menn með þor og kjark.
Hvar eru menn á borð við hetjurnar sem sömdu um 200 mílurnar??
Fyrrum voru okkar menn harðir í horn að taka nú eru þetta lyddur sem lyppast niður við fyrstu mótmæli viðsemjenda sinna.
Stórbrotið getuleysi og undirlægjuháttur við útlendinga.
Hvers á framtíðin að gjalda, að haf svona menn í samningastörfum.
Miðbæjaríhaldið
með böggum Hildar um framtíð sinna barna og barnabarna.