Hverju svarið þið samvisku ykkar?

Var að velta því fyrir mér, að við sem höfum sterkar skoðanir á hlutunum, stöndum frammi fyrir samviskunni, í formi barna okkar, barnabarna eða annars eftir atvikum og viðkomandi spyr mann í einlægni, hvort það sem við segjum vera skoðun okkar, geti staðist skoðun og hvort líkur seú á, að upptaka þeirra í praxís, væri líklegt til árangurs.

Tökum dæmi:

Unglingur spyr foreldra sína sem eiga böns af Kvóta, hvort þetta sé réttlátt kerfi, hvar afinn vátti fyrirtækið, sem átti bátinn í þorpinu og fólkið, sem reri á bátunum og verkuðu fiskinn fengu engan kvóta?

Hverju svara freldrarnir og eru þeir s´ttir við sjálfa sig í svarinu?

Hvað með rödd samviskunar?

Þegar líbreal foreldarar eru spurðir af sínum börnum, hvort alltir séu í raun jafnir og fjölþjóðlegt samfélag geti þrifist hér, eitthvað frekar en annarstaðar í áfunni?  Svarið er auðvitað eitthvað svona  ,,Auðvitað barnið gott, við verðum að vera opin og leyfa straumum annarstaðar frá að leika um þjóðfélag okkar".

Meina þau það virkilega eða er þetta lærð viðbrögð?

Hvað með samviskuna, þegar horft er til þjóðfélaga á borð við Svíþjóð og Danmörkiu, hvað ljúfustu þjóðir sem þekkjast á jarðkringlunni en eru að heikjast á fjölþjóðlega draumnum.

Mamma, hvar eru alþjóðahúsin hérna? spurði Drengurinn móður sína í heimsborginni París.

Hvernig er samviska verðbréfamiðlara, þegar hann hefur ,,reddað" kunningja sínum um, að losa hann við, hluti sem hann þurfti að losna við og síðar koma íljós, að viðkomandi var í færum til að vita, að bréfið væru of hátt metin?

 

Hver dæmi sjálfan sig -----og láti samviskuna ráða.

Ekki er til gleggri dómari og óvægnari, þeim sem eru búnir slíku og óslæfðu.

Miðbæjaríhaldið,

Býður góða nótt og óskar öllum góðra draumfara og að þeir leggi höfuð að kodda með hreina og fínpóleraða samvisku.


Hver sá er saklaus er, kasti.....

Núna er mikið gjörningaveður í pólitíkinni í henni Reykjavík.

Skýrsla er birt og í henni ekkert nýtt, nema nú þora menn að nefna FL grúppuna á nafn og þá sem voru hvatamenn ,,samrunaferlinu" og þeim böggum sem fylgja áttu skammrifum.

Settur var nokkurskonar ,,Rannsóknardómur" sem nú á ekki að dæma einstaklinga, bara benda á hverjir voru ekki þóknanlegir dómnum,--sorry,--stýrihópnum.

Allir benda núna á Vilhjálm og jafnvel Mogginn minn er að senda tóninn að honum, eða ræður Staksteinaritari sér ekki af hrifningu yfir Hönnu Birnu og hennar afrekum á hinum pólitíska vettvangi??? 

Hvernig stóð á því, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn þáðu boð um setu í þessu leikhúsi?  Hví varð niðurstaðan sú, að þau tvö, sem skrópuðu á Aðalfundi Varðar en komu á opna fundin, hönd í hönd, sem nýtrúlofað par, haldandi ,,leiðtogaræður" --létu espa sig í setu í þessari farsakenndu nefnd/stýrihóp/rannsóknardómi???

Allt er þetta afar gegnsætt og auðskilið.  Plott í pólitík og ekkert annað.  Ekki er fyrir að fara sérlegri ást á ..almannaeigu" í sumum tillögum Hönnu og félaga á öðrum stöðum í pólitíkinni.

Hlutur annarra forystumanna Flokksins er hinsvegar athygliverðari.  Hvernig má það vera, að sumir frammámenn Flokksins hafa svona lekið einu og öðru í menn, svona í forbifarten?

Nú er tími til að hætta og slá af allar hnífstungu pólitík.  Látum vinstra liðið sjá um þann part.  Menn á borð við Stefán Jón og fl. þekkja hvað ég meina.

Sýnum að við erum fylgjendur fornra gilda um höfðingsskap, einurð, drengsskap og sannleiksást.

Miðbæjaríhaldið

Þjóðernissinnaður íhaldsmaður


Margt líkt í áherslum okkar og VG

Ég er ekki efins um, að þokkalega myndi ganga að stjórna með VG.

Þeir eru ekki með neinar væntingar inn í ESB og því þjóðhollir með ágætum.

Orðheldnir eru í það minnsta forystumenn þeirra flestir og því ætti ekkert ða vera til fyrirstöðu að vinna með þeim.

Björn Bjarnason er það vésíraður í pólitíkkinni, að hann kann alveg inntríkurnar, bæði í VG og Samfó.

Það var auðvitað hárfínt skotið hjá honum, að segjast svosem geta unnið með fyrrum Allaböllum OG þeim sem nú eru í VG.

Hann er jú að starfa með fyrrum allaböllum í þessari stjórn, það tóku ekki allir eftir þessari pillu hjá honum.

Miðbæjaríhaldið

ekkert á móti Nýsköpunarstjórn.


mbl.is Hefur aldrei útilokað samstarf við Vinstri græna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvað langt ,,fangelsi" úrskurðaði hann stúlkurnar í?????

ÞEtta er með alldeilis ótrúlegum hætti.  Hér hljóta að vera einhverjar ástæður, sem mýkja dóma Svíana.

 

Helst gæti ég hugsað mér, að þarna sé blökkumaður á ferðinni og dómararnir íSvíþjóð ekki viljað líta rasistalega út.

 

Ef mannfýlan vissi um þá smithættu sem rekkjunautum hans var búinn, er hér ekkert annað en tilræði við líf viðkomandi að ræða og allgerlega er ég viss í minni sök, þegar ég tel, að öngvar kvennanna hefðu gengið til hvílu með honum, vissu þær af þeirri hættu sem þim var búin.

Vonandi skjátlast mér um dóminn en Kio Briggs og fl. dómar hræða.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að smita stúlkur af HIV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fóru Kommar að hafa vit á monneypeningum?

Hérna er Ingibjörg að apa upp eftir einhverjum sem hún telur vita eitthvað um péninga.

 

Sko, ef skipta á um mynt, er algerlega banöl heimska að taka upp mynt forpokaðs tollamúrabandalags.  Auðvitað að taka upp alþjóðlega viðurkennda mynnt sem er hvað stöðugust allra gjaldmeiðla, nefnilega Sviss franka.

 

Það er orðið stórkostlega hundleiðinlegt, að hlusta á Krata og Komma vilja endilega inn í beurokratíska stórríkið EB.  Þangað vilja öngvir frelsisunnandi menn, heldur einungis skriffinnar, sem telja sig fá nægt möppudýrafóður þar, sem sagt fra Brussel.

 

Miðbæjaríhaldið

gersamlega frjáls í huga og lund


mbl.is Krónan að verða viðskiptahindrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún mamma mín

Mamma hefði orðið 100 ára gömul í dag.  Fædd fyrir heilli öld.  Humm, það þýðir jú, að ég hlýt að fara verða nokkuð við aldur, þó svo ég hafi ekki í himinn komið fyrr en eftir miðja síðustu öld.

 Breytingarnar sem hún lifði frá 1908 og til dauðadags 1965 voru miklar en þó lifið pabbi nokkuð meiri breytingar frá 1912 til 1991.

 

Maður skilur ekki fyllilega, hversu stókostlegar breytingar hafa orðið frá bernsku foreldra minna á Ísafiðri þar til nú.  Fréttir, viðurgjörningur í mat og húsnæði og svo mætti lengi telja. 

Báar fæstir með vél, ekki um vélknúnar vinnuvélar að ræða, rafmagn ekki til almennignsbrúks og óteljandi atriði, sem gerðu nútímafólki, nánast ómöglegt ap heyja lífsbaráttuna.

Þetta voru aldamótakyndlóðin okkar, þau ruddu brautir okkur til farar að betra lífi.  Ekki var nú vol pæliði í því, mné víl í þeirra orðabók.

Þetta er fólkið sem byggði stærstu byggingarnar í Rvík, Akureyri, Ísafirði og víðar um land.  Háskólinn, Þjóðleikhúsið, Safnahúsið, Sundhöllin, ´Landaotskirkja, LAndakot, Landsspítalinn og aðrir spítalar útum land, Vífilstaðir og allt þetta á svipuðu árbili. 

Þjóðin varla komin í álnir en SAMT þótti þetta ekkert mikið og öngvum finnst mikið til.  Ekki voru úrtöluraddir vegna breyttra hátta, né vældu menn yfir því, þó einhverjir kofar lytu í gras fyrir svona stórbyggingum.  Tónlitsarhúsið er bara kofi, miðað við Háskólann ef tekið er tillit til tækni og annars.  Svo voru allar hinr byggingarnar LÍKA í smíðum.

 

Mér finnst við sem erum frá miðri öldinni hálfgerðir aukvisar ef tekið er mið af Aldamótakynslóðinni. 

    Pæliði í því, mamma var tvítug 1928, en þaðð eru til ofsalega flottar myndir af henni í tískufatnaði þess tíma , Great Gatsby ha hvað.

 Miiðbæjaríhaldið

 

Lútir höfði í virðingu fyrir foreldrum sínum og því fólki, sem voru á svipuðu reki.


Hvernig má það vera, að hann tali svona, fyrrverandi borgarstjóri.

 

Nú fellur mér allur ketill í eld.  Kann Dagur ekki neitt í Sveitastjórnarlögunum? 

Það er ótvíræð krafa lagana að kjörnir fulltrúar, stjórni sínu sveitafélagi hvað sem tautar og raular.

ÞAð er ekki neitt í lögunum, sem heimilar nýjar kosningar til sveitastjórna.

Er þetta bara áróður og skuspilleri, sem virðist vera sérlegt kennimark málflutnings þessa manns?

 

Fréttamenn ættu að skoða hversu ,,hæfur" Dagur er, til setu í Borgarstjórn, ef þetta er summa af hans þekkingu á Sveitastjórnarlögunum.

 

Auðvitað veit hann betur en hann var að tala til skrílsins á pöllunum á málfari, sem þau gætu skilið.

Aumkvunarvert og ekki til eftirbreytni.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Dagur: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó Ó það verður að leyfa sárreiðum að sefa sitt hugarangur einhverstaðar.

Mikið skelfing er þetta orðið þreytt hjá vinstra-liðinu.  Það virðist sem öngvir muni nokkurn skapaðan hlut af því sem þau gerðu og eða sögðu á sínum ferli.

Fáir virðast fara í kistu minningana eða ráðfæra sig við samvisku sína,-ef þau hafa einhvrja,-áður en þau úttala sig um ,,hina".

 

Þetta er leiður ávani og ekki til eftirbreytni yngri pólitíkkusum.

 

Á myndinni he´r með fréttinni er mynd af ,,Bríet" valtara einum miklum, á þeirra tíma mælikvarða.  Er ekki bráðsniðugt, að mála appíratið bleikt og hafa þann lit á í tilefni af aldarminningu þáttalila í borgarpólitíkkinni? 

 

Femmurnar væru svosem hrifnar af því eða hvað.  Viðurnefnið á valtaranum var ekki í virðingarskyni á sínum tíma, jafnvel ókurteist og banalt.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Sjálfstæðismenn gagnrýndir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona eiga sýslumenn að vera.

Mikið er gott að lesa einmitt svona nokkuð, ekki neitt ofbeldi, mannkærleikurinn og hjálpfýsi í fyrirrúmi.

Afskaplega ber þessi vegalausi maður lögreglunni hér góða söguna, þegar hann loks kemst til sinna heima og getur litð yfir farin veg með rósemi hugans.

 

Þetta minnir á þá góðu tíma þegar löggurnar okkar gengu um prúðbúnar (í gömlu góðu búningunum) en voru ekki með endursskinsborða í taflborðslíki utanum sig og jafnvel á kastskeytinu líka.

Ógeðslega ljótur búningur og hef ég heyrt í allmörgum vinum mínum, innan lögreglunnar, að þetta sem heita á endurbættur lögreglubúningur, se´ekkert annað en óklæðilegir lafrar með bresku ívafi.  Oyj barasta.

 

Prikin fara upp á Skaga.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Sat á ferðatösku við Akratorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef svo, þá er framtíðin ekki björt

Ef marka má orð Halldórs ásgrímssonar, er framtíð Framsóknarflokksins í Rvík, ekki par fín.

 

Bingi er að hanns mati ,,framtíð Framsóknarflokksins í Rvík"  Ekki eöfundast ég nú út í Framsóknarmenn hvorki í þátíð eða framtíð, sérlega eftir þessi ummæli fyrrum formanns þeirra.

 

Um stjórnmálamenn er ýmislegt hægt að segja hvað varðar heilindi við ,,samstarfsmenn" sína.

 

Ef það væri línulegt, væri Einar Oddur á öðrum endanum en Bingi á hinum.

Svona einfallt er þetta.

 

Gárungarnir segja, að faðmlag Alfredo og Binga hafi verið svona varkárt af hendi Binga, þar sem hann settti hendurnar svona á síður Alfredo.  Hann einfaldlega þorði ekki lengra inn á bak honum, þar sem mörg sár og djúp voru eftir allskonar bitvopn, illa gróin og sár.  Vildi með engu móti hrófla við þeim, þau gætu hafa opnast.

 

Miðbæjaríhaldið

ekkert sár vegna ,,framtíðar" Framsóknar


mbl.is Ómakleg framganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband