5.3.2008 | 14:35
Eru reglur í Noregi strangari en hér?
AÐ þessu skoðuðu, er jafnvel réttt að álykta, sð í Noregi gildi strangari og neytendavænni reglur uminnheimtu en hér.
Afskaplega væri gott, að þar um fróður maður bloggaði um málið.
ÞEtta fyrirtæki er afar sterkt hér á markaði og mjög hafa menn sumir hverjir kvartað undan harðfylgi þeirra við innheimtustörf.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Intrum Justitia berst fyrir starfsleyfi sínu í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2008 | 15:30
VAr hann Siggi ekki að segjast ekki þurfa péníng??
ÞAð eru ekki svo margir dagar síðan að hann Siggi Einars var að segja Geir Haardee að hann þyfrfti ekkert péníng og þeir gætu bara verið með álagið í hæstu hæðum, hann vantaði ekkert aur.
Er ekkert að marka fréttaflutninginn EÐA Sigga Einars????
Miðbæjaríhaldið
getur ekki litið á það sem jákvætt, að menn vanti fyrr fé en yfirlýsingar þeirra við Forsætisráðherra gefa tilefni til.
![]() |
Kaupþing selur skuldabréf fyrir 1.675 milljónir dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2008 | 15:25
Loksns þorir einhver að benda á það augljósa
Ef skoðað er, hvað sagt er í þessari grein og tilmælum OECD ættu menn virkilega ða hrökkva við.
Gæti verið, að einokun í kennslu sé ekkert nema vandræði og að aurarnir nýttust betur ef samkeppni gæti verið um ,,góða" kennara??
Tilmæli um, að KÍ lati af miðstýringu og gæslu lægsta samnefnarans.
Miðbæjaríhaldið
telur oft verlega góðum kennurum misboðið með útþynningarstefnu, bæði í námsárangri, sem og kjörum þeirra.
![]() |
Niðurstöður PISA vonbrigði að mati OECD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2008 | 11:16
Grein um bullið eftir fagmann!!!!!!!!!!!
Bendi bloggurum að kíkja í Mogga gamla í dag.
Þar er ekki bara áhugaverð grein eftir fagmann í bankaviðskiptum, heldur afar skörp og skorinorð lýsing manns sem er frjáls og öllum óháður, NEMA SINNI SAMVISKU.
Hvet alla til að lesa með athygli og hyggja að, hvað í raun stendur á blaðsíðunni.
Skýrgreining á Fjárfestum og bröskurum/gamblerum, er sérlega to the point.
Miðbæjaríhaldið
gersamlega bit
28.2.2008 | 11:58
Gæti hafa gerst í Rvík
Svona lagað getur hæglega gerst við Rvíkurflugvöll.
Flugför fara af ,,trakki" sínu mjög oft og láta flugmenn vélar sínar svona,,líða" í sveig í fullu klifri langt út af leyfðri ,,braut" Mér hefur, sem einkaflugmanni og íbúa þarna í námundamun, að flugmenn vera afar kræfa, að hengja rellurnar á mótorinn og lát þær svona líða yfir Skólavörðuholtið og raunar víðar.
Ef menn missa mótor í klifri yfir Holtunum, er ekkert að gera annað en að vonast til að hitta götu vel og lenda EKKI á bíl eða gangandi vegfaranda.
Miðbæjaríhaldið
Hlakkar til að flugvallarómyndin fari úr mýrinni.
![]() |
Þrír létu lífið í flugslysi í íbúðarhverfi í Los Angeles. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.2.2008 | 10:18
Hættið nú að grafa!!!!!!
Það kemur ekki til nokkurra mála, að hrófla við eða herða að rekstrarskilyrðum Íbúðalánasjóðs.
Það kemur ekki til nokkurra mála, að Lífeyrissjóðir okkar verði notaðir til þess, eins, að gera örfáum ,,stjórnendum" -------sem voru á því er þeir kölluðu ,,alþjóðleg markaðslaun" bankastjóra til að réttlæta ofurlaun og græðgi. En eru auðvitað nú, að fá niðurstöður úr MATI ERLENDRA VINNUVEITENDA á þeirra eigin getu, sem er í þá veru, að sömu erlendu hugsanlegu vinnuveitendur íslensku snillingana, setja þá á par og borð við bankastjóra lítilla ítalskra sveitabanka og enskra ,,byggung" firma.------- kleyft, að mjólka enn frekar unga fólkið okkar til langrar framtíðar og elta okkur hin niður í kistuna okkar sex fet niður!!!!!
Nei ungu menn, hyggið frekar að því, af hverju þetta lið er nú í þessum kröggum og innið eftir því, hvort ekki hafi veri farið eitthvað á skjön við reglur þá bankarnir voru seldir í hendur þessara fjárglæframanna, sem þeir virðast vera í augum ykkar, þar sem þið teljið ljóst, að þeim þurfi að hjálpa uppúr þeirri holu, sem við blasir nú.
Við eldri Sjálfstæðismenn, sem höfum talið eðlilegt, að standa vörð um hag unga fólksins og þeirra sem aðstoð þurfa vegna sérstakra aðstæðna, viljum koma því til ykkar, að ekkert réttlætir það, að Ríkið hlaupi undir bagga með sjálftökuliðinu, sem haldið hefur vöxtum meir en fimmföldum á við Evrópu til okkar minnstu bræðra og systra, til þess eins að þeir fái mýkra í ból sín.
Ekkert réttlætir eftirgjöf eða mjúklega meðferð á þeim sem flogið hafa að hætti Íkarusar og talað um leið afar niðrandi um þa´menn í okkar forystu, sem hvöttu til varkárni og hófstillingar í öllum bokkaskap.
Ég man vel hvernig þeir sem á undan ykkur komu og í forystu míns ástsæla Flokks voru, ypptu ÆTÍÐ og ÆVINLEGA Litla Jóni og konu hans Litlu Gunnu.
Bjarni Ben lagði mikið á sig í varnarbaráttu fyrir meðal-Jóninn í íslensku umhverfi. Frelsi eins mátti aldrei verða helsi annars og aulahátt stórbokka átti EKKI að taka út á skinni venjulegs brauðstritara. Þetta marg marg heyrði ég hann segja (eða eitthvað í þa´veru) á mörgum fundum og einnig heima hjá foreldrum mínum. Einar Oddur, Matti Bjarna, Davíð Oddson Geir Hallgrímsson og listinn væri langur, --vildu temja mönnum hófsemi, lítillæti og vara menn við DRAMBI.
Sumir fengu illyrmislega að finna fyrir því, að viðhlæjendur stórbokka eru í hlutfalli við auraráðin og því sýndu menn þeim fylgilag, þó ekki opinberlega, sem fóru gegn foringjum okkar. Því er nú svo, að miðin eru að eyðast, venjulegt fólk að sligast undan VAXTAOKRI og síðasta haldreipi þess fólks er, að segjast vilja fara í Evrópusambandið, hvar ekki eru slíkar álögur og afarkostir. Tilbúnir til að afsala sér auðlindunum, sem eru hvort sem er ónýtar úr höndum braskara.
Nei ungu menn, þetta er þvert á þá SJÁLFSTÆÐISSTEFNU, SEM ÉG NAM UNGUR.
Gamalt vestfirskt máltæki sagði; Þá verður að svíða sem undir míga" svo mun, ef undirmigan er af eigin tilverkaði en ekki á sett af okrurum, líkt og stundum er raunin hér á landi voru og löffaklíkan margfaldi höfuðstóla með sjálftöku og síðar aðstoð dómstóla.
með kærri Flokkskveðju
Miðbæjaríhaldið
hnuggið yfir greinarskrifum þeirra ungu manna, sem það hafði nokkra trú á, að gætu verið merkisberar Flokksins.
![]() |
Brýnt að grípa strax til aðgerða vegna bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 11:12
Líta auðvitað til sveitahéraða Ítalíu.
Ef marka má Ruv, þá er allt lok og læs hveð varðar lán til ísl. banka.
Sumsé, ekkert þarf að banka.
Þrátt fyrir gott mat á greiðslugetu og þan þoli okkar banka, eru þeir flestir settir á par við sveitabanka á Ítalú og svona Byggjung" félög í Bretlandi.
Þetta er nú svo, altso,--er þa´komin viðmiðun á launum útrásarmanna og stjórnenda okkar banka og fyrirtækja, út í hinum stóra Markaðs-heimi?????????????????????????
Sumsé, þarna er komið viðmið í greiðslum til ofurkláru verðbréfaguttana og löffagengisins í kringum þetta allt saman.
Hvar skyldi vera hægt að fá að vita, hvernig launakjör stjórnenda litlu sveitabnakana á Ítalú er háttað???????
Miðbæjaríhaldið
bara spyr svona og veltir fyrir se´r.
Altso þannig
![]() |
Uppsagnir hafnar í bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2008 | 11:38
Hér eru engin Hornsíli á ferðinni.
Ekki eru nú bílarnir stórir sem gögnin eru borin út í, ekkert miðað við okkar stórsvindlmál.
Þetta virðist því vera einhver hálfgerður smákrimmi.
Iss Eftirlitið okkar hefði nú í það minnsta notað fjóra stóra Sprintera í flutninga og svona heila sveit vaskra Sérsveitamnna.
Geiri og Grani hefðu nú ekkert verið að tvínóna við þetta, heldur fært svo mikið af pappír down town, að ekki væri tími til að lesa öll gögnin, fyrr en öll málaferli og hugsanleg málaferli væru örugglega fyrnd.
Þetta eru smámunir. Frændur okkar eru líka að finna sína smá
Þetta lið gerir sér enga grein fyrir því, að við erum flottust og best.
The survival of the flottest
![]() |
Grunaður um skattsvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 10:54
Það vorar hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Nú er sá tími sem er hvorki né, hvorki algert skammdegi, né beinlínis Vor í lofti.
Ögn bjartara þegar venjulegum vinnudegi lýkur, fyrr bjart útivið.
Pólitíkin er jafn furðuleg og lengi hefur verið, spinndoktorar spinna og snældur þeirra humma.
Nú er mikið notast við fréttir af einhverju sem ekki er enn orðið. Fall Krónunnar, frost á fasteignamarkaðinum, gjaldþroti tiltekinna fyrirtækja og allskonar dagslát önnur.
Ef að sé og ef að mundi
átta skott á einum hundi??
Spinnararnir vilja spinna mönnum úr og í embætti, virðingastöðum og svo grípur ljósvakinn þetta allt og tekin eru viðtöl við allskonar ,,fræðinga" sem hafa hitt og þetta ,,á hreinu" ----í það minnsta ef tekið er mið af því, hversu oft er talað við viðkomandi.
Jú hitt og þetta bendir nú til,,altso, sjáðu til, EF þetta gerist og hann fer ekki að ráðum MÍNUM um lúkningu málsins, ÞÁ....................
Og svo verður talað við annan ,,Sérfræðing" á morgun eða bara eftir hádegi, það er svo ofsalega mikið að gerast, ----,,í þessum töluðu orðum".
Svo er boðað til Blaðamannafundar og blaðamenn beðnir að yfirgefa væðið, Áður en fundarefnið er mætt og fljótlega eftir að hópurinn var nærri allur farinn í burtu.
Þetta eru ,,menntaðir menn í Stjórnmálafræðum" og ,,Fjölmiðlafræðum" sér eru nú hver ,,vísindin" á þeim bæjunum.
Þeir ætla að hækka áburðinn mjög mikið og fara þannig gegn Vorinu.
Þetta þýðir að við verðum að bera skarna á tún okkar og harka af okkur lyktina.
Þarf endilega að vera skítalykt af stjórnmálum?
Við höfum verið best í heimi svo lengi, að Þorskurinn er bara að verða útdauður og einungis hræætur á borð við Ýsu lifa af á miðunum okkar, hver við höfum ,,varðveitt" og stundað umsjón og ábyrgðarfulla umsýslu með ,,sjálfbærum " miðum okkar. --betur en nokkur önnur þjóð í heimi og Hannes talar sig eldrauðan í framan um efnið á erlendri grund. --Líklega vegna þess, að ef hann færi nú að básúna þessi fræði sín og trúboð, hérlendis, hitti hann líklega fyrir einn og einn sjómann, sem hefði verið á umræddum miðum hér áður og fyrrmeir, þegar ,,kerfið" var ekki til.
Guð sér um, að líklega dagar að nýju og fuglarnir fái sitt--- en Spinndoktorarnir munu þagna, líkt og svo margt annað sem við mennirnir erum uppteknir við, þá og þa´stundina.
Ég hlakka Vorsins, þegar ég fæ aftur tækifæri til, að ergja mig yfir mýflugunum sem ætla aldrei að láta mig í friði.
Guðslaun
Miðbæjaríhaldið
9.2.2008 | 01:37
Sjálfstætt fólk á sunnudag
ÞAð er alldeilis ákafinn í að stimpla suma inn hjá fólki sem ,,góða liðið" versus Villi sem man ekkert og er að klúðra hlutunum!!!!!
Þetta er orðið einum of áberandi fyrir minn smekk.
Og svo eru menn að tala um aðkomu FLgrúppunnar, hvað um 365 miðla??????????? Halló!!!! er einhver í sambandi?????
:etta er að fara að verða meir farsi en *Þjófar Lík Og Falar Konur# sem leikið var að list í Iðnó í denn.
Hver dæmi sjálfan sig --og láti samviskuna ráða.
Miðbæjaríhaldið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)