Gæti hafa gerst í Rvík

Svona lagað getur hæglega gerst við Rvíkurflugvöll.

Flugför fara af ,,trakki" sínu mjög oft og láta flugmenn vélar sínar svona,,líða" í sveig í fullu klifri langt út af leyfðri ,,braut"  Mér hefur, sem einkaflugmanni og íbúa þarna í námundamun, að flugmenn vera afar kræfa, að hengja rellurnar á mótorinn og lát þær svona líða yfir Skólavörðuholtið og raunar víðar.

Ef menn missa mótor í klifri yfir Holtunum, er ekkert að gera annað en að vonast til að hitta götu vel og lenda EKKI á bíl eða gangandi vegfaranda.

 

Miðbæjaríhaldið

Hlakkar til að flugvallarómyndin fari úr mýrinni.


mbl.is Þrír létu lífið í flugslysi í íbúðarhverfi í Los Angeles.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Stefánsson

Bjarni.

Ég er nú aktívur einkaflugmaður, én ég hef aldrei séð flugmenn hengja rellurnar á mótirinn í flugtaki og get nú ekki sagt annað en að þú farir með rangt mál þar. 

Ef völlurinn fer þá er alveg á hreinu að umferðin um þjóðvegina í kringum höfuðborgina eykst verulega með tilheyrandi aukningu á alvarlegum umferðarslysum. 

Ein smá spurning til þín Bjarni.  Hefur þú engar áhyggjur af þeim 400 störfum sem eru í Vatnsmýrinni í dag?  Eða er það bara enn einn fornarkostnaðurinn?

En eitt er satt sem þú segir að flugvöllurinn er "ómynd" það er vegna þess að ekkert hefur mátt gera þarna undanfarin ár.  Nú held ég að það eigi að taka þá afstöðu að byggja upp myndarlegt flugvallarstæði í Vatnsmýrinni sem yrði Reykjavík til sóma sem höfuðborg landsins. 

Hafðu ánægjulegan dag.

vs

Valur Stefánsson, 28.2.2008 kl. 12:49

2 identicon

Hvernig eru menn hálf kræfir ?

Ég hef ferðast með mörgum einkaflugmönnum og í mörgum minni vélum (frá Cessnu yfir í rússneska jaka), Það er nú bara þannig, að menn taka enga sjénsa í flugtaki og eru ekkert "hálf kræfir"

- Benni

Benedikt Sveinsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Benedikt, og Valur.

Þegar flugmenn hengja rellurnar á mótorinn, þýðir það, eins og þið vitið, að menn eru í mesta klifri mörulegu með eins mikið pet á mínútu og mögulegt er, með tiltölulega litlu framskriði í loftmassa.  ÞEtta er hættulegur leikur þar sem þar eru menn að treysta full mikið á að ekki myndist carbísing og þar fara menn EKKI að reglum um flug í vallarsviði.

ég horfi mjög oft á menn, bæði á JAK og annarskonar vélum, allt niður í Cesnur og Piper (sem eru afar vélarvana) fara AF TILSKYLDU TRAKKI sem liggur frá flugbrautinni og nánast beint út yfir Höfnina.  ÞEir er í sýndri hæð um 200 til 600 fet þegar komið yfir Smáragötuna og eða Fjólugötuna, hvað þá Sóleyjargötuna (hvar ég bý). 

 Þessir guttar eru sko ekkert að spekulera í því, að Holtið er giska bratt og klifurgeta 150u er nú ekki til að hrópa húrra fyrir.  og ef þeir fá hikst hóst eða eitthvað slíkt í mótor, eru þeir ekki í færum til að slátra hæð til að fá framskrrið og þá er stoll á næsta leyti.

ég er með nægjanlega mörg hundruð flugtíma til að þekkja þetta.  Svo get ég svosem tekið myndir af þessu, þegar næst verður gott veður til flugs.

 Flugvöllurinner Ómynd, vegna þess, að hann var nánast settur þarna niður á sínum tíma ÁN allra veðurathugana en völlurinn sem Agnar Kofood Hansen og vinir hans úr Luftwaffe höfðu teiknað og konstrúerað á Álftanesi var sko miklu miklu betri, bæði hvað varðar stað OG undirlag, að ekki sé nú talað um veðurfarsiginlegika.

EF völlur hefði verið lagður þar, væri ekkert verið að rífast um Vatnsmýrina og þar nú komin blósmstrandi byggð í stað þess, voru íbúar þar fluttir hreppaflutningum í Laugarnsdið.

Miðbæjaríhaldið

ann flugi

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 28.2.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nú, erum við að tala saman.

Hvað ef litlu chessnurnar fá ekki lendingarleyfi fyrr en í þriðju atrennu, er víst að allir þyldu það, og ég tala nú ekki um ef slæpt ungmenni væru í vélinni, jafnvel hangandi yfir flugmanninum.  Ég segi nú bara sí svona.

Við viljum flugvöllinn burt, við sem höfum búið í lendingarlínunni.

Fyrrverandi

Miðbæjaróbermið

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.2.2008 kl. 15:21

5 identicon

Allt tal um að færa flugvöllin er ekkert annað enn kjánaskapur, hvert ætti hann að fara?? það vita það allir sem hafa einkaflugmann eða meira að flugvöllur á hólmsheiði er MJÖG ólíklegur kostur, vegna námundan við fjöll og annara veðuraðstæðna þar, (mjög lágskýjað) við skulum líka ekki gleyma þeim sem að hafa keypt sér hús í norðlingaholtinu og þar nálægt, hvers eiga þeir að gjalda, því að fólkið í miðbænum vildi ekki hafa aðflugið yfir kollinum á sér, þá á að senda það þangað, það kaupir sér enginn hús í skerjafirðinum án þess að vita að það er fallegur ómur af flugvélum frá því klukkan 08:00-19:00 á daginn. Hefur engum dottið í hug hvað gerist við það að byggja 20.000 manna hverfi í Vatnsmýrinni? við hliðina á nýja hátækni-sjúkrahúsinu Okkar? hvernig væri að komast úr vesturbænum eithvað austur milli klukkan 8:00-9:00 og svo aftur á milli 16:00-17:00, nægjanlega erfitt er það núna. Hver seigir að landið þarna sé eithvað dýrmætara heldur enn upp á hólmsheiði, hvernig er með að setja vatnslangnir þangað, þarf ekki þá líka að endurnýja og breyta stofnveitukerfi vatnsveiturnar til að standa straum að slíku hverfi.

Ég er sjálfur flugmaður og veit hættuna af því að missa mótor í flugtaki á Reykjavíkur flugvelli, og fer yfir það í kollinum á mér fyrir hvert flugtak hvernig ég myndi haga mér ef að slíkt myndi gerast, undir 700ft á 3-1 beint áfram og lenda við ægissíðuna yfir 700ft snúa við og reyna lendingu á braut.  Á braur 01 undir 700ft er það hljómskálagarðurinn yfir 700ft, reyna að snúa við og lenda á vellinum, sem dæmi...

 Vonandi að fólk sjái hvað það er ofsalega langsótt að færa Reykjavíkur flugvöll eithvað annað

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:43

6 identicon

Sú aðferð sem þú lýstir Bjarni, að klifra með mestu mögulegu hækkun per mínútu og minnsta framskriði er hraði sem kallaður er Vx og er besta mögulega klifurhorn.  Þetta þýðir það að þú nærð mestri mögulegri hæð á gefinni vegalengd.  Nú er tiltölulega stutt í holtin eins og þú segir sjálfur.

Þar með er sú aðferð að beita besta klifurhorni í frumklifri besta mögulega aðferðin til að forða slysi í þingholtunum ef eitthvað gerist.  Af hverju?  Jú, af því að flugvélin er komin í hæstu mögulegu hæð áður en hún kemst að þingholtunum og þ.a.l. meiri líkur á að hún nái inn til baka á flugvöllinn ef eitthvað gerist.  Ef þú vilt vera á meiri hraða, t.d. Vy sem er besti klifurhraði, þá fer flugvélin lengra áfram per hvert fet sem unnið er í hæð sem þýðir að vélin er lægra yfir Þingholtunum og þá aukast líkurnar á því að ekki sé hægt að snúa við.

Svona í lokin,  Þá verður hraði sem framleiðandi segir að sé besta klifurhorn Vx, seint kallað að hengja vél á mótorinn og ekki hættulegur leikur, enda er þetta hraðinn til að komast sem sem hæst yfir hindrun í gefinni fjarlægð.

Höfundur er flugkennari 

Einar Júlíusson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 16:21

7 identicon

"Hvað ef litlu chessnurnar fá ekki lendingarleyfi fyrr en í þriðju atrennu, er víst að allir þyldu það, og ég tala nú ekki um ef slæpt ungmenni væru í vélinni, jafnvel hangandi yfir flugmanninum. Ég segi nú bara sí svona."

Ingibjörg... Ég hef nú lesið eitt og annað þegar kemur að einkennilegum fullyrðingum varðandi flug og flugvelli, en þetta innlegg þitt er með því allra skrýtnasta sem ég hef nokkru sinni lesið og lýsir algjöru þekkingarleysi þínu á því sem þú ert að tala um. Ef svo ólíklega vildi til að flugvél fengi ekki lendingarheimild fyrr en í þriðju atrennu þá eru meiri líkur á því að þú lentir í bílslysi við það að keyra þrisvar sinnum niður í miðbæ og til baka. Ég hreinlega veit ekki að hverju þú ert að ýja með "slæptu ungmenni hangandi yfir flugmanninum" og kýs því að skipta mér ekki af því.

Afhverju fluttir þú í aðflugslínu flugvallarins? Völlurinn var þarna þegar þú gerðir það og því afar hæpin rök fyrir því að vilja völlinn burt. Þú ert með tvo fætur eins og flestir geri ég ráð fyrir. Flyttu bara úr aðflugslínunni og það ætti að leysa öll þín vandamál varðandi Reykjavíkurflugvöll.

Bjarni: "eins mikið pet á mínútu og mögulegt er".... Hérna geri ég ráð fyrir því að þú meinir "eins mörg fet á mínutu og mögulegt er". Sá hraði nefnist Vy (best rate of climb) og er ekki það sama og Vx (best angle of climb). Vy er sá hraði sem gefur hámarksklifur á gefna tímaeiningu en Vx er hraðinn sem gefur hámarksklifur á gefna vegalengd. Ég geri ráð fyrir því að þú sért samt að tala um Vx í þessu tilfelli þar sem þú lýsir honum síðar í máli þínu. Vx er langt frá því að hengja flugvél upp á mótorinn eins og þú fullyrðir, en Einar lýsti því ágætlega hér að ofan.

Það að flugmenn séu að "sveigja" út af gefinni flugleið er eitthvað sem ég á afar bágt með að trúa að gerist nema í undantekningatilfellum. Td. þá er regla um að beygja strax á 240° eftir flugtak til suðurs til þess að forðast að fljúga yfir iðnaðarhverfin í Kópavogi. Gleymi menn að taka þessa beygju fær maður fljótlega að heyra það frá flugturni.

Höfundur er flugmaður 

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:31

8 Smámynd: Magnús Jónsson

Bjarni: hvers vegna er ekki talað um að flytja flugvöllinn á Bessastaðanes, það er leit að betri staðsetningu fyrir flugvöll, vegatengingu við Borginna má leysa með stuttum jarðgöngum að væntanlegum spítala eða samgöngumiðstöð, hvers vegna er Bessastaðanes ekki í umræðinni?, í samanburði er flugvöllur á  Hólmsheiði fáránlegur, hvað veldur varla er ég sá eini sem sér þetta eða hvað.?   

Magnús Jónsson, 28.2.2008 kl. 20:28

9 Smámynd: Valur Stefánsson

Bjarni.

Ég veit það bara að ef ég beygi of fljótt út af flugtaksstefnu þá er turninn búinn að kalla um leið þannig að ég á eins og fleiri, mjög bátt með að trúa þessu.

Valur Stefánsson, 28.2.2008 kl. 21:09

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Kemst nokkur í gegnum lífið án áhættu ? Ertu ekki hræddur að verða fyrir bíl þegar þú ert á leið inní sundlaugar Bjarni minn ? Eða fá loftstein í hausinn. ? Færðu martraðir á nóttunni um að flugvél detti ofan á þig á Smáragötunni ? Frekar en annarsstaðar ?

Það er flugbraut uppi á Hveravölum þar sem hvað minnstar  líkur eru á að einhver verði fyrir þegar flugvélar detta ofanúr himninum. Það er líka nokkuð klárt suður á Patterson ef menn vilja fara þangað. Og eitthvað verður að gera. Þessi dauðastjarfi sem ríkir á Reykjavíkurflugvelli er hálflíf. Ástandið heldur allri framþróun niðri til stórtjóns fyrir efnahagslífið. 

Flugstoðir gera svo það sem á vantar til að drepa allt einkaflug niður með síþyngjandi álögum og reglugerðarfrumskógi, sem þeir sækja í hestburðum til Evrópusambandsins. Fyrirtækið ætti að heita Flughaugur  fremur en Flugstoðir. Fyrirtækið  ætlar að verða orpinn haugur yfir grasrótarstarfseminni í flugi á Íslandi. Bráðum verður enginn einkaflugvél skráð á Íslandi nema "experimental" vegna regluverksofsóknanna og rukkan. Fer það saman við reynsluna frá Svíþjóð.

Líði þér ávallt sem best Bjarni minn, þú ert ekkert "Miðbæjaríhald "  í flugmálum. Afturhald lýsir skoðunum þínum mun betur. Sem er mér hulin ráðgáta þar sem þú ert svo ágætur að öllu öðru leyti.

Halldór Jónsson, 28.2.2008 kl. 22:22

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sé það í hendi mér, að ég verð að setja batteríin í gömlu talstöðina mína til að heyra í Flugturni allar þær rellur upp, sem eru að sveigja af trakki þegar þær eru að taka af til norðurs.

Það verður huggulegt og vona ég auðvitað að heyra sem oftast í þeim, ég bý nfnilega svo vel, að þegar ég sit á veröndinni hjá mér, get ég nánast horft eftir braut, væri ekki tré fyrir og nú olíustöðin eða öllu heldur mönin meðfram henni.

Þeir í turninum eru nú nægjanlega fljótir að senda Sérsveit Lögreglunnar á barnabörnin mín og foreldra þeirra, þegar þau fara út í Hljómskálagarð að leika sér með flugdreka og svoleiðis nokk.

Halldór minn, það þarf fleirri menn eins og þig, til að sparka í hin þungu grónu kerfisrassgöt þarna hjá Flug,,stoðum" hvar gæludýrin ganga laus og alt á kosnað einkaflugmanna.

ÞAð virðist svo vera, að þetta lið geti bara vinsað úr það sem hentar þeim í regluverkinu og skilið hitt eftir.  Allt sem er í þyngjandi er tekið og allt semhugsanlega er hægt að rukka fyrir er tekið en hitt sem setur smur á þræðina er látið liggja kjurrt.

Ég þekki þetta nokkuð vel, þar sem vinir mínir tveir búa suður í Evrópu, og eru Einkaflugmenn eins og ég, tóku prófið á svipuðum tíma.  Þeir endurnýja eins og ekkert er, fá uppáskrift löglegs kennara og Læknisvottorð, stimplað og alles ekkert mál og ALLSEKKI DÝRT en hér er allskonar ,,þú þarft þetta og hitt og það er of langt síðan .. þannig að maður nennir ekki að bulla í þeim.  Hinir, sem búa i Lux eða Þýskalandi geta stundað flug sér til hugarhægðar og skemmtunar fyrir ekki svo mikið fé.

Þetta endar auðvitað með, að grasrótin visnar og gömlu jaxlarnir heltast úr lestinni og þeir sem yngri eru, nenna ekki að standa í þessu bulli og því verður lítið um búlka til að ná í góða flugmenn fyrir okkar flota og við endum með Pólverjum í cockpittinu á okkar útvistuðu flugvélum.

Miðbæjaríhaldið

Vildi svo gjarnan að menn næðu saman um Patterson airfield

Bjarni Kjartansson, 29.2.2008 kl. 11:06

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Talandi um áhættu. Hvað með áhættu af því að hafa varaflugvöll í veðravíti og vindrassi eins og Hólmsheiðin er. Hver er skoðun flugmanna á því.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 14:48

13 identicon

Heill og sæll, Bjarni og aðrir skrifarar !

Hygg; að málamiðlunin gæti orðið Sandskeiðið. Ekki nokkur vegur, fyrir Eyfirðinginn - Dalamanninn, né Skaftfellinginn, að fara að rorra, á 90km hámarkshraða, suður á Miðnesheiði, eða þaðan, þá þeir sinntu erindum ýmsum, hér á Suð- vesturlandi, að kalla, sem lengra út í frá.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband