26.9.2007 | 10:17
Furðulegt hvað allt er flókið þegar kemur að Rvík.
Furðulegt er, hvað Héðinsfjarðar-Möllerinn þarf mikið að hugsa og láta plana, umhverfis þetta og hitt, þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumálum Rvíkinga og nærsveitamanna.
Ekki þótti honum mikið að því, að hraða mjög göngum í gegnum tvö fjöll sínu hvoru megin við Héðinsfjörðinn og veglagningu um þann fjörð. Þá þurfti ekkert að vera að móa neitt eða spekulera, bara láta vaða.
Suðurlandsvegur, hver tekur hverja mannfórnina af annarri og aðal umferðaræðar út úr borginni, þurfa hinnsvegar miklar þælingar og mikið humm og mumm.
Þetta sýnir enn og aftur, hve nauðsynlegt er fyrir höfuðborgina og í arun alla landsmenn, að fá þingmenn Rvíkur til að takast á við Samgönguráðuneytið.
ÞEtta er ekki bara þreytandi, heldur gersamlega óþolandi með öllu. Allar afsakanir eru fram dregnar til þess eins, að tefja og nánast að koma í veg fyrir framkvæmdir, sem eru mjög svo arðbærar. Ekki þarf að kunna mikið í reikningi, til að finna út, hve mikið daglegar tafir í umferðinni kosta þjóðabúið mikið, hvað þá ótímabær dauðsföll og örkuml, vegna ófullnægjandi samgöngumannvirkja á helstu álagssvæðunum.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Óljóst hvort Faxaflóahafnir fái verkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2007 | 11:23
Samherjamenn sitja fundi ERLENDIS
Hinir, sem starfa í þeirra fyrirtækjum missa lífsviðurværi sitt eða þurfa að sæta því, að vra ekið milli byggðalaga sem nokkurskonar ,,farandverkafólk".
Hér er verið að auka enn á pólitískan þrýsting frá almenningi úti á landi um, að stjórnvöld ,,hjálpi" fundamönnum um aura til þess, að geta áfram rekið sína starfsemi hjá lítilmagnanum.
Skyldi verða haldinn fundur um síðasta fund með skemmtiatriðum eftir fundinn. Maður með gleraugu leikur af fingrum fram á píanó. Óli í Samskipum er hættur að brúka hann í bili.
Mðbæjaríhaldið
![]() |
Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2007 | 11:17
En hvað með bensínstöð??????
Furðulegt hvernig vinnubrögðin voru við úthlutun á tveimur lóðum undir bensínstöðvar, báðar á nokkurskonar vatnsverndarsvæðum, annað við Suðurlandsveg, na´nast við Rauðavatn og hin nánast við Tjarnarendann, hvar andavarp, hefur verið ha´lfgert andvarp núna í sumar.
ÞEssi niðri við Tjörnina, er opin allan sólarhringinn og ekki bara bensínstöð, heldur veitingastaður í leiðinni, með tilheyrandi óþef af brasi allskonar og ónýtri djúpsteikingarfeiti.
Voru Borgaryfirvöld steinsofandi, þegar leyfi var veitt fyrir þessu öllu saman??
Bensínstöðinni á Geithálsi var lokað á forsendum vatnsverndar. Hvað hefur breystst??
Eru sumir jafnari en aðrir?
Miðbæjaríhaldið
minnir á, að R-listinn veitti góðfúslega þessi bæði leyfi í sínum pólitísku andaslitrum.
![]() |
Óþarfa áhætta á heiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2007 | 15:30
Í.T.R. fyrstir með nýjungarnar, að vanda.
Flott framtak hjá þessu listafólki og auðvitað er ljúfmannlega tekið í þetta hjá Í.T.R. Þar leggja menn sig fram um, að greiða götu svona viðburða.
Til fyrirmyndar hjá þeim og tilbreyting fyrir borgarbúa.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Ókindin sýnd í Laugardalslaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2007 | 15:24
Eitthvað er þetta nú málum blandið.
Mér finnst hér vera nokkuð létt skautað yfir tilurð og framleiðslu á Etanoli.
Ekki svo að skilja, að ég sé eitthvað á móti nýjungum í orkunotkun og minnkun mengunar vegna bílaumferðar.
Hvernig verður Etanolið til?
Hvaða orkugjafar eru notaðir til að eima gumsið og úr hverskonar hráefni er unnið úr?
Er gróður notaður í framleiðsluna, sem að öðrum kosti væri í uppnámi á kolsýru?
Eru orkugjafarnir, sem koma að myndun efnaorkunnar vistvænir og þa´hvernig?
ÞEgar þessum spurningum hefur verið svarað er hugsanlega hægt að skoða hversu vistvænir þessir bílar í raun eru.
Miðbæjaríhaldið
Efahyggjumaður
![]() |
Hægt væri að minnka bensínnotkun um 5% í einu vetfangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2007 | 14:28
Enn um svonefndann Miðbæjarvanda.
Var á umræddum fundi og fylgdist vel með framsöguerindum. Því miður varð ekki um auglýstar pallborðsumræður en samt var betur farið en heima setið.
Aðalinntak þess, sem þau höfðu fram að færa, sem til máls tóku eftir að Borgarstjóri og Lögreglustjóri höfðu reyfað sín mál, var nánast það sama.
Öll nálguðust þau málið frá ólíkum hliðum en niðurstaðan varð giska áþekk. Semsagt, að hér væri um val að ræða. Val á milli tvennskonar þróun. Annarsvegar áframhaldandi hnignum og ótndi fyrir íbúa Rvíkur og nágrennis alla og hinnsvegar endurheimt og endurlífgun þessa svæðis, sem allir kváðu vera sammála um, að ætti að vera svona í þokkalegu lagi.
Fríða Björk Ingvarsdóttir agði frá ferðum sínum um nokkrar borgir, hvar hún hitti mannaval mikið. Allir þekktu til Rvíkur og landsins sem væri orðlagt fyrir náttúrufegurð og sérstæða menningu. Viðmælendur hennar í LA vildu aftur á móti ekki koma hingað, þar sem borgin við sundin hefði miður góða rikt af sér og væri kynnt sem partíborg, hvar Víkingar kneyfuðu ölið fram á rauðan morgun í skammdeginu og drykkju full hvers annars sumarlangar nætur. Konurnar kváðu vera mjög svio lausgirtar og karlarnir djarftækir til kvenna. SVona lifnaður hentaði þessum efnuðu mönnum ekki, heldur vildu þeri heimsækja lönd, hvar menningin væri öðruvísi og ekki svona drukkmiðuð.
Sama sagan var í Loundúnum, hvar hún hitti viðskiptamenn,sem merkilegt nokk, þurftu nokkuð hingað að sækja og voru því alltíðir gestir hér. ÞEir skilduu bara ekki, hvernig okkur dytti í hug, að leyfa svona lifnað í Miðborg Höfuðstaðra landsins, rétt við Þinghúið og einmitt á þeim stöðum, sem ættu að vera sérlega vernduð fyrir einmitt svona lifnaði. Tóku sérstaklega fram, að bretar myndu ekki líða svona lagað í sinni mMiðborg og þar væru allir samstíga, Borgaryfirvöld, þjóðþingið og íbúar. Sömu viðmælendur hennar töldu að auglýsingarherferð Flugleiða um ,,dirty weekend" hefði unnið afar mikil spjöll á orðspori borgarinnar og voru þess vissir, að mjög langan tíma tæki að snúa þeirri ímynd við í hugum væntanlegra ferðamenna.
Svo kom að mínu mati rúsínan í pylsuendanum. Allir luku upp einum munni um, að þeir skyldu allsekki af hverju við SELDUM LANDIÐ SVONA ÓDÝRT!!!!
Sigmundur D. Gunnlaugssson doktorsnemi í borgarskipulagi og hagfræði hélt afar athyglisverða tölu um hvað skapaði borgum forskot í samkeppninni um ímynd og hvernig borgir geta glutrað möguleikum sínum gersamlega niður.
Hér voru samspil skipulagsmála, virðingar fyrir upprunanum og umgengni um borgarhlutana. Sammerkt var öllum þeim,s em best standa, að þar eru afar strangar reglur um þjónustutíma og umgengni, mikið framboð af menntun og menningartengdri afþreyingu. Og að UMFERÐAMANNVIRKI væru EKKI yfirgnæfandi í eða við Miðborgirnar. Hver var að tala um Flugvöllinn??
Við þetta er svo að bæta því, að þessi stóri hópur fólks, sem gaf sér tíma til, nánast á matmálstíma, að mæta á fundinn, íbúar Miðborgarinnar sem og aðrir íbúar Rvíkur og nágrennis (þekkti fólk þarna sem búa langt frá Miðborginni) virtust á einu máli um, ef marka má lófatak og undirtektir aðrar, að þjónustutímann bæri að stytta til muna og samræmis við erlendar borgir, hvar málin eru í góðu lagi.
Einnig vildi ég koma því svona að, í forbifarten, að ef OPINBERIR AÐILAR VIRÐA EKKI GERÐA SAMNINGA VIÐ BORGARYFIRVÖLD er ekki svosem ofætlan, að telja veitingamenn eitthvað léttari í taumi. Flugstoðir og Flugmálayfirvöld gerðu samning við borgaryfirvöld um flughreyfingar á Rvíkurflugvelli, EKKERT AF ÞVÍ SEM ÞAR ER RITAÐ ER VIRT, FREKAR EN HVERT ANNAÐ PRUMP Í HROSSI Á VORDEGI. Lendingar og flugtök eru að geðþótta þeirra sem telja sig geta ráðið hvenær flogið er og hvenær lent er, skítt með alla samninga og reglur um Tollskoðun.
Með kurteisri kveðju, ekki háværri
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Afgreiðslutími verði tekinn til umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2007 | 15:12
Svona svona, eru menn í fýlu?
Þessi frétt minnir mjög á lítil börn, sem ekki fá það sem hugurinn girnist það og það skiptið.
Af því að ég má ekki þetta þá bara.......
Auðvitað er hér um grófa tilraun til þess, að auka mjög pólitískan þrýting á þingmenn kjördæmisins, sem síðan eiga að spegla þeim þrýsting lóðbeint á borgarfulltrúa sinna flokka.
ÞEtta er allt þekkt og kunnuglegt ú r aðferðum í skylmingunum um péning.
ÞAr sem þeir ekki fengu að breyta notkunarskilyrðunum, urðu lóðirnar miklu mun verðminna og fúlgur fjár ,,glötuðust" í hugum stjórnenda Granda.
Það er bara einn hængur á þeirri röksemdafærslu.------Þessir skilmálar VORU í gildi og ERU í gildi, þannig að EKKERT TAPAÐIST, þar sem EKKKERT HAFÐI BREYSTST.
Þetta skilja ekki allir og er það mjög svo miður.
Tímasetnign tilkynningarinnar er einnig mjög svo vel valin. RÉTT EFTIR AÐ RÍKISSTJÓRNIN BIRTI ,,MÓTVÆGISTILLÖGUR " SÍNAR!!!!!
Þetta hrópar auðvitað á mann og sést hér, að þá sem langar mikið í aura, sem ,,verða til" við opinberar ákvarðanir, skirrast ekki við, að brúka óánægju í öðrum héruðum, sér til framdráttar.
Nú ríður á, að borgarfulltrúar, láti eki snúa sér.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Stjórn HB Granda hættir við byggingu nýs fiskiðjuvers á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2007 | 12:51
Eru Borgaryfirvöld veifaskjattar?
Þegar samið var um Flugvallarlagningu í Vatnsmýrinni, það er svonefnda ,,endurbyggingu", var samið um tiltekin mál, vellinum tengdum og umferð um hann. Allt var þetta gert til að íbúar í nágrenni hans væru frekar sáttir en sárir.
Helstu efnisatriði þessa samnings voru nokkuð ljós og forsendur leyfisins, nokkuð skýr.
Nú er svo og alþekkt, í samskiptum manna og félaga þeirra, að eftirfylgni með samningum er mál beggja og tilraunir til brota á svoleiðis nokkru, í réttu samhengi við virðingu fyrir mótaðilanum, hverju sinni. Sumsé, menn brjóta ekki samninga um leyfi, svo viðkvæmir sem þeir í eðli sínu eru, nema ef þeir telja sig komast upp með það. Virðing fyrir samningsaðilum er því lykilatriði.
Ef einhver telur sig eiga í fullu tré við einhvern og þurfi ekkert að óttast, eru minni líkur til, að farið sé að efnisatriðum samningsins.
Sumsé, ef veifaskjattar eru eftirlitsaðilar og samningsaðilar, eru líkurnar minni um uppfyllingu samningsatriða.
Samgönguráðherra og Flugmálayfirvöld skrifuðu undir samning um, að ekki skyldu leyfðar ,,flughreyfingar" eftir tiltekin tíma eða fyrir viðmiðunartíma, breytilegt eftir vikudögum þó, helgar nokkuð helgari en virkir.
Ekki skyldu leyfð flugtök eftir kl 22,00 og lendingar eftir 23,30, nema í algerum neyðartilfellum.
Ekki skyldi leyfðar æfingar í akróbatikk í lofti á ,,flugvallarsviði" .
Snertilendingar færðar annað.
Ekkert af ofangreindu er haldið.
Þotur taka af og lenda á öllum tímum sólarhringsins. Misháværar en fyrir íbúa er þetta gersamlega óþolandi. Ung börn vakna og ef foreldrarnir vakna ekki við hávaðann, vakna þau við grát barna sinna.
Síðan þegar eftir er gengið, hvað sé í gildi, fær maður ekkert nema hofmóð og útúrsnúninga.
Ég bý við Sóleyjargötu og hef búið þar með hléum, síðan 1963. Ég hef ekki í annan tíma orðið fyrir meiri ónæði af notkun flugvallarins. Þrátt fyrir, að nú fari nánast allt millilandaflug fram frá Keflavík. Hef jafnvel sett sérstaklega hljóðeinangrandi gler í alla glugga íbúðarinnar. Ekkert dugir, ónæðið er meira.
Svo er annar flötur á þessu.
Hvernig má það vera, að Flugumferðastjórar hjá Flugstoðum, veiti flugförum sem koma beint frá útlöndum, lendingarheimild, ÞÓ SVO AÐ EKKI SÉU TOLLÞJÓNAR Á VAKT? Það er ekki gert, ef farið væri að starfsreglum bæði um tollskoðun og flugumferðastjórn. í AIP reglum er það tekkið fram, að beina skuli ÖLLUM flugförum, sem koma utanlands frá, á næstu flughöfn, sem hafi tollafgreiðslu.
Ég spurðist fyrir um þetta en uppskar ekkert nema hroka og útúrsnúninga.
Því tók ég mig til og fékk vini mína í lið með mér og við fórum að Loftleiðahótelinu, strax eftir að þotur lentu tvær sumarbjartar nætur um helgar í sumar. Þar sem ég bý nánast við brautarendann, er kippkorn að hótelinu og greið leið, þegar ekki er mikil umferð um Hringbrautina. Við komum í ÖLLUM tilfellum að ,,ranmpnum" þar sem þessar þotur eru með aðstöðu við Loftleiðahótelið og byggingu, sem ætluð er til að Tollþjónar hafi aðstöðu í, nokkru áður en viðkomandi þotur ,,töxuðu" að rampnum.
Lengsti tími, frá að vélarnar stöðvuðust og þar til að farþegarnir voru komnir út í bílana þarna á stæðinu, voru um 10 mín. Ég get auðvitað ekkert fullyrt um skoðun farangurs eða véla en helvíti eru tollararnir handfljótir ef þetta er nægur tími.
Semsagt. Borgaryfirvöld eru ekki mikil ,,ógn" við Flugstoðir og eftirlitsaðilar um tollskoðun og þessháttar eru ekki mikið að spekúlera í reglum ef þetta má líðast til lengdar.
Svo annað.
Um tiltekna stærð af byggingu var samið en nú vilja menn stækka Samgöngumiðstöðina verulega og telja sjálfgefið, að verið verði við kröfum þar um.
NIÐURSTAÐA ALLS ÞESSA ER, AÐ MENN LÍTA Á BORGARYFIRVÖLD, SEM VEIFASKJATTA, SEM EKKERT TILLIT ÞURFI AÐ TAKA TIL.
SKRIFA UNDIR OG FAR SVO FRAM AÐ HENTUGLEIKUM OG VILD.
Svona gera menn ekki eða hvað?
Miðbæjaríhaldið
13.9.2007 | 12:08
Er með böggum Hildar.
Er ekki alveg búin að ná mér ennþá.
Var kallaður ,,vinstri maður" af einum ofurfrjálshyggjumanninum he´r á blogginu og svo, til að bæta gráu á svart, var einn kommentantinn, á bloggi Össurar Skarphéðins, svo óforskammaður, að kalla mig nánast,-------Framsóknarmann.
Allt þetta, vegna þess,a ð ég hef verið að yppa þeim bjargföstu og marg marg endurteknu stefnumiðum Sjálfstæðisflokkins, að þjóðin skuli hafa ævarandi yfirráð á auðlindum sínum, hverju nafni sem þær heita.
Ég sem var í hópi þeirra, sem kallaðir voru ,,stuttbuxnadrengir" í Heimdalli. Tók á mig margskonar svívirðingar,--af pólitískum andstæðingum Flokksins,--- en þarf nú að sæta ákúrum frá þeim, sem svona daglig dags, nefna sig Sjálfstæðismenn.
Hvað ætli Geir Hallgrímsson og fleirri fyrrum frammámenn Flokksins segi, þegar ég er nefndur ,,vinstrimaður" og ekki nóg með það, heldur Framsóknarmaður. Svarinn andstæðingur Samvinnufélaga, sem stálu eigum sinna ,,félagsmanna" og stundum með aðstoð löggjafans.
Semsagt, allt er í heiminum hverfullt.
Miðbæjaríhaldið
11.9.2007 | 15:37
Spurning um fullveldisrétt Íslands á sínum auðlindum.
Hér er á ferðinni hvortveggja, ánægjulegar fréttir, vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum fyritækjum en hinnsvegar einnig verulega varhugaverð þróun, þar sem ekki er lögfræðileg fullvissa um fullveldisrétt og þannig einskonar eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum okkar.
Þetta er ein meginástæða þess, að Kvótaeign hefur staðið í okkur hvað varðar inngöngu í Evrópusambandið. Hér er hliðstæð hætta á ferðinni.
Alþingi VERÐUR að afgreiða með hraði löggjöf, sem tekur af ÖLL TVÍMÆLI um, að þjóðin sé ,,eigandi" allra auðlinda landsins bæði til lands og sjóvar.
Ég treysti okkar fólki vel til að sammælast um svona grundvallar atriði. Hér liggur mikið við oghugsanlega framtíðar velferð afkomenda okkar, sem nú erum á dögum.
Það getur ekki verið eftirmæli sem við viljum, að verði höfð um okkar kynslóðir, að við hefðum forklúðrað þessum málum svo kyrfilega, að ekki verði aftur snúið og gróðapungar erlendir geti setið yfir hausamótum afkomenda okkar, sakir græðgi okkar í stundlegan gróða.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Goldman Sachs að kaupa hlut í Geysi Green? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |