24.7.2007 | 09:18
Svo er nú það
Eitt sinn var sagt ,,Það kemur fram í seinna verkinu, sem gert er í því fyrra"
Svona er nú frægðin. Á sínar sætu og súru stundir.
Miðbæ´jaríhaldið
![]() |
Hrædd um að Doherty selji myndbandsupptökur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2007 | 11:11
Indverjarnir eiga ekki allir fyrir fóstureyðingu.
Þessar fréttir koma alltaf illa við mann.
Svo koma helv. spurningarnar upp í kollinn á manni.
Hvenær er fóstureyðing fóstureyðing?
Spurningar eru leiðinlegar.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Fjöldi barnslíka finnast á Indlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2007 | 10:45
Svo ætla menn í alvörunni að hefja millilandaflug frá Rvíkurvelli.
Við Hringbraut, eina fjölförnustu götu Rvíkur er flugvöllur og við brautarendann er bensínstöð og ekki nóg með það, hldur er þar veitingastaður og öll starfsemi leyfð þarna allan sólarhringinn.
Nú liggur fyrir umsókn um, að Rvíkurflugvöllur verði miðstöð millilandaflugs eins flugfélags hið minnsta. Mjög bratt aðflug er frá Suðri, þar sem Kópavogsháls er nokkurskonar þröskuldur vegna hæðar sinnar og aðflugshorns að N/ S brautinni.
Svo eru aðstæður hérlendis þannig, að ísing getur hæglega myndast snögglega og án vitundar flugturns. Það er rauna með eindæmum, hvernig allair samningar sem gerðir eru vegna þessa blessaða flugvallar eru lítið virtir.
EÞgar nýlagning flugvallar í Vatnsmýrinni var samþykkt, var gerður samningur milli borgaryfirvalda um umferð um völlinn. Þar er skýrt tekið fram, að flugtak er ekki leyfilegt eftir kl 22 00 og lendingar eftir miðnætti með öllu óheimilar, nema í algerum undantekningartilfellum og í neyð.
Síðan er u reglugerðir um flugför og lendingarleyfi frá erlendri flughöfn. Þar er skýrt tekið fram, að tollskoðun skuli fara fram á komuvelli og ef tollskoðunarþjónusta er ekki fyrir hendi, skuli beina flugfarinu að næsta opna millilandaflugvelli. ÞEtta er vísvitandi þverbrotið dag hvern.
Ég bý við brautarendann á Sóleyjargötunni og verð alloft var við lendingar lögnu eftir miðnætti, oft um miðjar nætur. Ef tollarar eru ekki á vakt þarna á þessum tíma, eru því flugumferðastjórarnir brotlegir Í HVERT OG EINASTA SKIPTI???
Nei hér þurfa menn eitthvað að skoða málin betur. Slysahætta er augljós, sérstaklega eftir þetta stórslys og síðan er ámælisvert, svo ekki sé meira sagt, hvernig samningar við Borgaryfirvöld eru haldnir, að ekki sé nú talað frjálslegan umgang um reglugerðir, sem mönnum er gert að fara eftir.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Að minnsta kosti fimmtán vegfarendur létust í Brasilíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.7.2007 | 14:57
Þeir vita sem get hafa.
Hef verið að velta nokkrum þáttum mannlegrar náttúru fyrir mér.
Er ekki neinn spekingur,-frekar grunnur ef eitthvað er en hef átt djúpvitra samferðamenn og átt við þá spjall.
Mér finnst það orðin plagsiður hérlendis, að menn þora ekki að stuða nokkurn mann, eða segja nokkuð, sem hugsast gæti að yrði ofur rétttrúnaðarmönnum að yrkisefni í fjölmiðlum.
Ungt fólk sem er að ,,klifra" vilja vera allra viðhlæjendur, sérstaklega hinna efnameiri. Skiljanleg afstaða en jafn aumkunarverð.
Menn geta ekki lýst skoðun sinni á mönnum og málefnum, af einskærum ótta við, að verða úthrópaðir sem ójafnaðarmenn, fasistar, eða þaðan af verra.
Ef einhver lýsir sinni skoðun á einhverju málefni og sú skoðun ekki alveg í samræmi við viðteknar skoðanir eða ,,leyfðar skoðanir" getur viðkomandi átt á hættu að lenda fyrir dómara og verða dæmdur nánast til Brimarhólmsvistar. Ríkir menn nota þá aðferð, að láta vakta umfjöllun um sína persónu og hóta málaferlum, nokkru sem er ekki á færi sléttra brauðstritara að standa undir, sakir þess, að Lögmenn eru kaupdýrir nokkuð. Að vísu eru alltaf til aumingjagóðir Lögfræðingar, sem ganga ekki milli bols og höfuðs á fjárhagi manna, þó svo þeir verji þá.
Svo erum við að gera grín að Rannsóknarréttinum og skoðanayfirvaldinu í Vadikaninu og segjum börnum okkar, nánast klökk af meðvirkni, söguna um Kópernikus og að hann hafi sagt, ,,hún snýst nú samt" á leið útúr réttarsalnum,hvar hann gerði það sér til höfuðlausnar, að viðurkenna opinberlega skoðanir sína sem villutrú.
Nú er það sett í lög, að sumar skoðanir séu óferjandi og óalandi. Ef hugsast getur, að einhver móðgist af trúar, uppruna, útlits eða annarskonar viðurkenndum ástæðum.
Svo erum við að gera grín að N-Kóreumönnum vegna skoðunarkúgunar og fangelsunar manna vegna trúar eða stjórnmálaástæðum.
Sáyðar sem syndlaus er, kastið fyrsta steininum.
Í Mannheimi er mikil hræsni, þrælsótti og uppgerðarvirðing fyrir handhöfum auðsins.
Ég hef auðvitað gert mig sekan um ákveðna tegund af þrælsótta, vegna aðstandenda og framfærslu þeirra en ég skammast mín fyrir það og hyggst láta af þeirri firru.
Enda þessa færslu með því að segja satt um, að menntasnobbið er enn ein birtingarmynd minnimáttarkenndar.
Þetta eru mínar skoðanir á ofanrituðu en alsekki öruggt, að þær séu neitt sannari en Rétttrúnaðar-skoðanir þeirra sem ég tel þykjast hafa þær.
En eins og fyrirsögnin segir. Engin veit betur en sá er gerði.
Miðbæjaríhaldið
16.7.2007 | 09:23
Enar Oddur Kristjánsson, Drengur.
Um fáa menn er hægt að segja með algerri vissu, að beri sæmdarheitið Drengur.
Einar Oddur var einn þeirra. Harmafregnin barst mér í sumarbústaðinn fljótlega eftir lát hans. Það varð allt í einu ekki eins gott að njóta Sólarinnar, mér fannst dimma og kólna.
Við kynntumst fyrir Vestan, þegar ég var Tálknafjarðaríhald og hann mætti fyrir Flateyringana á fundi Sjálfstæðisflokksins í héraði. Sá strax, að þarna fór heilsteyptur maður og horskur. Hann fylgdi sínum vinum fast og vann að framgangi þeirra sem hann mátti. Þorvaldur Garðar var þá í öðru sæti fyrir okkur í Vestfjarðakjördæmi og engan átti hann öflugri stuðningsmann en Einar Odd. Við flokksmenn sáum hvern mann Einar hafði að geyma og vildum hann í forystu en hann tók því fjarri, það væri svo margt annað að gera.
Hans hreina og beina framganga í samvinnu við Verkalýðsfélögin og samtök þeirra segja svo margt um Einar. Erkiíhald eins og hann, átti sér auðvitað trygga vini í Verkalýðshreyfingunni, hvað annað? Honum var treystandi og hann var vakinn og sofinn í baráttu sinni fyrir bættum hag ALLRA en til þess, að svo mætti verða, þurftu menn að gera rétt og kljúfa ekki friðinn.
Ég veit ekki hvernig við þessir íhaldsmenn af gamla skólanum getum nú litið. Það verður langt þangað til, annar viðlíka kemur.
Einar heilsaði mér og kvaddi með sinni einstöku næmni og þekkingu á mannsandanum, á hverjar eindir við minntum hvern annan reglulega, með orðinu ljúfur eða ljúflurinn.
Því kveð ég hann nú, þar sem tunga hans er nú til trés metin, farðu í friði,- LJÚFUR,- uppskeran bíður eftir trúfast dagsverk.
Með miklum og sárum söknuði.
Miðbæjaríhaldið
13.7.2007 | 12:23
Nú verða mínir menn að vanda sig.
Sem Sjálfstæðismaður til áratuga, verð ég að segja frómt frá um áhyggjur mínar á ofurríkum gróðapungum, eins og hann Matti minn Bjarna nefndi það.
Svo ber við, að nú ásælast ,,einkaaðilar" mjög fyrirtæki almennings í orkugeiranum. Allt er það í góðu lagi með einu GRUNDVALLAR ATRIÐI VIRTU.
Alsekki má það gerast, að EIGNARHALD Á AUÐLINDUM ÞJÓÐARINNAR verði að verslunarvöru á alþjóðlegum markaði.
Þetta segi ég vegna þeirra áforma Geysis Green að eignast Norðurorku. Það félag á félag sem er þeim þung byrgði svonefnt Fallorka. Norðurorka á aftur á móti virkjunarrétt á Þeystarreykjum, hvar menn hafa sett í nokkra fjármuni almennings í rannsóknir á mögulegum virkjunum.
Það er nefnilega svo, að almenningur hefur ljúflega afsalað sér ýmsum réttindum til fyrirtækja í ÞEIRRA eigu, vitandi, að þessi fyrirtæki yrðu til léttis afkomendum þeirra og inn í framtíðina væri sjálfsagt, að almenningur nyti þeirra kosta sem í þessu felst.
Gersamlega er ég klár á því, að mönnum hefðu ekki verið auðlindirnar svona lausar í hendi, hefðu menn talið einhverja möguleika á, að þessar rötuðu í hendur útlendinga og að þeir gætu sett afkomendum þeirra stólinn fyrir dyrnar, með kaup á orku og haft sjálfdæmi með rukkun og upphæðir.
Mér er létt í rúmi, hverjir eiga túrbínurnar sem framleiða rafmagnið, það má alltaf skrúfa þær í burtu og koma öðrum fyrir til framleiðslu orkunnar.
ÞAÐ ERU AUÐLINDIRNAR SEM MENN VERÐA AÐ KOMA UNDIR ÓAFMÁANLEGA EIGN OG YFIRRÁÐ ÞJÓÐARINNAR.
Lagasetning um FULLKOMINN FULLVELDISRÉTT OG EIGN ÞJÓÐARINNAR Á ÖLLUM AUÐLINDUM HENNAR ER BRÝN.
Óvandaðir menn gætu svo auðveldlega komið því þannig fyrir, að fyrirtæki sem ,,eiga" í eða alveg,-orkufyrirtæki landsmanna, færu á alþjóðlegan markað og þá yrði nú þröngt fyrir durum smælingjanna hér á landi. Það eru ekki allir sem eiga þess kost, að geta farið hvert í heim sem er, hlaðnir Gulli.
Hyggið að Sjálfstæðismenn. Okkar þjóðlegi og farsæli flokkur var ekki til þess stofnaður, að mylja undir örfáa. Ef þið haldið svo, eruð þið á villigötum og getið auðvitað komist að því, að við sem stutt höfum hann dyggilega, með öllum ráðum, getum eins snúið við honum bakinu og þá skilja menn, hugsanlega, að hvert atkvæði í kosningum er bundið við persónu en ekki grammafjölda Gulls í sjóðum.
Miðbæjaríhaldið
Með böggum Hildar yfir ásælni Geysis Green á Norðurorku, til að nota sem skiptimynt í ,,samlegðar" kapli við Hitaveitu Suðurnesja.
13.7.2007 | 10:35
Orwell, taka tvö.
Inn í fyrra innlegg mitt vantaði umræðu um annað Orwell kerfi.
Þannig er, að ég bý við enda flugbrautar 01 og verð mjög var við flugumferð, sérstaklega þegar slík umferð á ekki að vera, samkvæmt samningi borgaryfirvalda annarsvegar og Samgönguráðherra ásamt og með flugmálayfirvöldum.
Þegar komið er framyfir háttatíma, á flug hreyfingar ekki að vera á Rvíkurvelli, heldur var ætlan manna, að beina þeirri flugumferð annað, svo sem Keflavíkur. Þetta samkomulag er þverbrotið og lenda margar einkaþotur löngu eftir venjulegan háttatíma brauðstritara, enda mikið að gera hjá þeim sem í slíkum samgöngutækjum ferðast og tíminn vel brúkaður.
Einu hef ég þó tekið eftir í sambandi við þessa umferð, að ekki eingöngu er þetta áðurnefnda samkomulag brotið, heldur eru reglugerðir um flugför sem koma erlendis frá einnig lítið notaðar.
Það er nefnilega svo, að ef flugfar á leið til landsins, kemur inn á svið Flugumsjónar, skal þeim beint að næstu TOLLHÖFN. Tollhöfn er flugvöllur með tollafgreiðslu vakt. Svo er EKKI með Rvíkurvöll eftir venjulegan vinnutíma, að því er ég best veit. Hver ætli tollskoði farþega og vélar, sem koma á þeim tímum, sem tollvakt er ekki á Rvíkurvelli, tæpast bíða menn þarna úti á velli, allt þar til Tollararnir mæta á morgunvaktina sína?
Það er einnig svo, að flug frá Færeyjum og Grænlandi koma oft til lendingar á Rvíkurvelli en þá eru tollarar á vakt og allt skoðað eins og lög standa til. Enda eru þá á ferðinni réttir og sléttir ferðamenn, sem gætu átt það til, að lauma sitthverju með í töskum sínum, eins og skutlum og þessháttar bannvöru frá Grænlandi og það er ótækt með öllu, að það komist inn í landið.
Flugumferðastjórum BER að vísa flugumferð á Tollhafnir, hvar Tollgæsla er VIRK.
Þetta er ámælisvert, ef satt reynist.
Mikið væri nú gaman að þar til bærir menn skoðuðu þetta og bættu úr ef með þarf. Það er auðvitað gersamlega ólíðandi, að lögin gildi bara um suma en ekki á sem mikið eiga undir sér eða eiga digra sjóði.
Gjör rétt þol ei órétt.
Miðbæjaríhaldið
13.7.2007 | 10:19
OrWell í fullu fjöri hér á ,,Landinu Bláa"
Sumir eru jafnari en aðrir sögðu svínin í sögu Orwells.
Nú hafa menn hérlendis komist að því hverjir eru svínin.
,,Við" og ,,hinir" hugsunarhátturinn er svosem þekktur og allfastur í hugum okkar hér í Mannheimum.
Nú blöskrar almúganum, þegar farþegar á viðskiptafarrými flugfélagana fá forgang og þurfa ekki að bíða í neinni helv. biðröð eftir að fara í gegnum vopnaskoðun við brottför af landinu. Semsagt, kaupa sig frá því, að þurfa að bíða í biðröðum með illaþefjandi puttaferðalöngum og öðrum sléttum pupli.
Þetta er svosem broslegt ef ekki væri annað undirliggjandi, sem ollið gæti spurningum. Spurningum um hvort LÖGIN og REGLUR sem um almenning fjalla, tolleftirlit, öryggiseftirlit og þessháttar gildi ekki jafnt um alla. Það og aðeins það á að gilda. Því eins og einusinni var sagt, að ef við rífum lögin milli manna, rífum við friðinn. Þetta á að vera öllum morgunljóst.
Þýlyndi er ekki ríkt í okkur ennþá, þökk sé uppeldi og hingað til einsleitni þjóðarinnar.
Miðbæjaríhaldið
10.7.2007 | 11:07
Hvað er kvóti í sjávarútvegi?-- Munu þeir njóta sem nú missa?
Menn eru afar fastir í tonnaumræðunni, þegar kemur að Kvótaumræðu. Kvótaúthlutun er EKKI Í TONNAVÍS heldur er úthlutað miðað við HLUTDEILD, það er HUNDRAÐSHLUTA AF HEILDARTONNAFJÖLDA SEM ÚTHLUTAÐ ER.
Þetta þýðir með öðrum orðum, að nú, þegar hundraðshlutinn í Þorski gefur færri tonn, verður brestur hjá afar mörgum útgerðum. Þá er lag fyrir lánastofnanir, að setja nú sem mestan kostað á skuldir, með veði í skipunum (og einnig hlutdeildinni) Safna svona frameftir og segjast vera að fara að tilmælum Geirs H Hardee. Allt slétt og fellt, þar til að nægjanlegt er að gert og draslið boði upp. Auðvitað verða fáir til að bjóða á móti og bankastofnanirnar eignast andlagið.
Síðan er farið þess á leit, að reglan um lágmarksafla (enn í %) veiddum, verði ekki látin gilda, þar sem verið sé að leita að kaupendum að uppboðsandlaginu. Þetta verður greiðlega veitt, þar sem ekki er að búast við, að reglur um eign banka á fasteignum og svona nokkurskonar fastafjármunum gildi eitthvað stífar um skip, frekar en íbúðir og aðrar fasteignir. (lánastofnunum ku óheimilt að eiga eða reka fasteignafélög, hvar fasteignir, sem þessi fyrirtæki eignast eru leigð út eða með öðrum hætti fénýtt, nema til stutts tíma)
Síðan er draslið selt með reiknuðu tapi, allur kostnaðurinn, sem féll til og skrifaður var á kröfurnar, fæst afskrifaður og kostnaður við innheimtu, verður að hluta til frádráttarbær (innskattur af áður greiddum virðisaukaskatti af innheimtukostnaði) og það sem eftir stendur að fullu færanlegt sem tapaðar kröfur. Semsé, lækkun á gróða sem aftur lækkar skattgreiðslur.
Hverjir ætli verði til að kaupa? Skyldi það verða einhver fátæk sveitafélög eða útgerðir í litlu þorpunum víðsvegar við strendur landsins? --Tæplega.
Kaupendurnir verða auðvitað þeir, sem mest eiga og þannig með bestu kaupgetuna. Svo þarf auðvitað ekkert að gefa upp söluverðið, þar sem það verður bara lítill hluti viðskipta hverrar lánastofnunar.
Ekki svo að skilja, að svona gerist kaupin á Eyrinni en --þau gætu alveg eins orðið svona.
Það er svo ofboðslega freistandi að eignast HLUTDEILD Í AUÐLINDINNI á spottprís, sérstaklega þegar forsætisráðherra hefur lofað því, að þeir sem ,,misstu" fái að uppskera ríkulega.
Hængurinn er bara sá, að menn missa akkúrat ekki kvint af HLUTDEILDINNI og að þeir EINIR MUNU UPPSKERA sem eru með STARFSEMI, ÞEGAR KEMUR AÐ UPPSKERUNNI.
Þetta klórar mér svona pínu í skinni og þegar svo er, er ekki óalgengt, að það verði.
Miðbæjaríhaldið
klæjar nokk í bakinu
10.7.2007 | 09:57
Vaknið umhverrfissinnar, umhverfismatið upp, Hekla rumskar!!
Var að lesa í einu dagblaðana, að hún Hekla gamla sé orðin ,,heit" og svitinn perli af hennar brá. Snjórinn bráðinn af kolli hennar og allt getur gerst, hún semsagt til í tuskið.
Nú verða menn að bregðast fljótt við. Krefjast verður þess, að Hekla fari í umhverfismat með áætlað gos. Menn vita vel, að mengun frá eldfjöllum er mikil, já, það mætti segja, að varla er til á Jörðu hér, meiri umhverfissóðar.
Hekla ætlar sumsé, að gjósa upp ógrynni af Gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið og á ekki einusinni kvóta fyrir þessu.
Hekla ætlar að spú ösku og eimyrju upp svo að nánast myrkri á miðjum degi. Allt svifryk á landi voru, er sem hjóm við hliðina á því skýi sem gæti upp komið.
Hekla ætlar að valda óafturkræfum breytingum á umhverfi sínu, með því að frá henni getur runnið hraun, --yfir FRIÐAÐ hraun. Hraun, sem bænum hefur verið bannað að mylja undir sig í undirlag vega og dreningar frá húsum sínum.
Hekla ætlar semsagt að fara fram með algerlega óábyrgum hætti, án tillits til, né samráðs við hagsmunaaðila.
Hekla hótar mínum trjátítlum öllu illu, að mér fornspurðum, gæti orðið svo, að uppgræðsluvinna okkar hjóna verði að engu á stuttu augabragði, líkt og um blómgunina í sálmi okkar kæra Sálmaskálds.
Hér með krefst ég, sem hagsmunaaðili, - að algert bann verði lagt við gosi úr Heklu og öðrum þeim eldfjöllum, sem eru á mínu hagsmunasvæði, bæði í nágrenni við Rvík, hvar við hjónin búum og einnig í umhverfi Hellu á Rangárvöllum, hvar við hjónakornin höfum verið að pota niður trjáplöntum.
Umhverfissóðar á borð við Heklu verða að hlýta þeim úrskurði sem kæmi útúr umhverfismati og grenndarkynningu.
Ég fyrir mitt leiti mun auðvitað algerlega mótmæla öllum gosum. Ég er umhverfissinni, sko--altso--þegar það hentar mér og mínum.
Svo ætti að banna hverum, að gjósa, það er svo mikill fnykur af buslinu í þeim og ekki örgrannt um, að þar séu brennisteinssambönd yfir viðmiðunarmörkum.
Miðbæjaríhaldið
e.s.
Sama á auðvitað við um flugumferð í Miðborginni, þar er hávaði VERULEGA yfir viðmiðunarmörkum, bæði við flugtak og lendingar í mínu ástsæla 101