5.6.2007 | 10:11
Þorskar hér, þorskhausar þar
Þeir sem ekki læra af reynslunni verða seint taldir spakvirtir menn hérlendis. Því er mér allt annað en ljúft, að horfa á sama hópinn, segja sama hlutinn æ oní æ, -nánast árvisst.
Kæksbundið virðist vera hjá sumum, að hníflast í Íbúðalánasjóð, kenna honum um allar vammir og skammir í fjármálaheiminum. Sá sjóður miðar við miklu miklu lægri veðbandahámark en bankarnir, (brunabótamat hjá þeim en ,,markaðsverð" hjá bönkum) svo ætlast þessir menn, að einhverjir taki mark á bullinu í þeim.
Kvótakóngar lýsa yfir sorg yfir tillögum Fiskifræðinga en vitandi, að eins dauði er annars brauð og minni útgerðir þola síst samdrátt, meina þeir auðvitað afar lítið með þessu sorgarvæli og alvarlegu augun, fara þeim ekki, þar sem glittir á glottandi fésin bakvið grímurnar, sem upp eru settar í fjölmiðlunum.
Við sem höfum haft uppi efasemdir um, að Kvóti næði að verja lífríki sjávar nægjanlega til þess, að viðgangur fiskistofna í hafinu væri nægjanlegur, virðumst hafa haft nokkuð til okkar máls. Kvótakerfi miðast við afla uppveginn úr sjó. Mannlegu eindirnar eru ætíð til staðar og þar sem enginn sér til, er svo afskaplega erfitt, að láta ekki undan freistingum. Svo er, að ef bæði vigtun og útflutningur, að ég tali nú ekki um, kaup á erlendri grundu líka eru á sömu hendi, eykst stórum freistingin. Ekki svo að skilja, að allir séu að svíkja undan en svo virðist, að nægjanlega sé samt gert af því og þrálátar sögur eru um einmitt það.
Reglubundið koma alvarlegir menn á skjái landsmanna og berja sér á brjóst og spyrja sömu spurningarinnar. ,,Trúa menn því, að VIÐ séum að stela frá okkur sjálfum"? ,,Við vöndum okkur, þar sem VIÐ eigum fiskinn í sjónum og okkar hagur er, að viðgangur hans sé góður og mikill". Allt satt og rétt en það eru alltaf ,,Hinir" sem eru að stela eða svíkja.
Við stóðum í stríði til þess, að koma ,,Ryksuguskipunum" út úr landhelginni, færðum fórnir til að svo mætti verða. En nú þegar við höfum alger yfirráð yfir okkar miðum og stærstum hluta landgrunnsins, dettur engum í hug, að vísa OKKAR ryksugum út fyrir grunnlínur. Þarna ber að benda á, að veiðarfæri útlendu Ryksuguskipana, eru sem vasaklútar í samanburði við þau sem okkar stóru skip draga um allan sjó. Brotkraftur þeirra er margfaldur á við þau veiðarfæri sem notuð voru og togkraftur okkar stóru togara er margfaldur á við útlendu skipana, sem hér stunduðu hinar skelfilega hættulegu veiðar við okkar strendur.
Sv ætlast menn til, að almenningur trúi einhverju sem þetta lið er að segja.
Mér dettur ekki í hug, að trúa einu einasta orði.
Svo til að enda þessi rigningarskrif.
Ef bankarnir græða svona ofsa mikið. Hverjir GREIÐA FYRIR GRÓÐANN? Ekki verður hann bara til sísona?
Miðbæjaríhaldið
Þjóðlegur að vanda
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 11:04
Hvað gera menn með kerfi sem virka ekki?
Enn ein ,,Svört skýrsla", menn kippa sér svosem ekkert mikið upp vegna þessa. Eru orðnir vanir því og business eins og venjulega ,-fljótlega.
MEnn virðast vera nokkuð ónæmir fyrir þeim vísbendingum, sem fram koma reglulega frá lífkeðjunni. Yppa öxlum og halda fast í KERFIÐ. Menn láta sig hafa það, að mæra kerfið útum allt og flytja hjartnæmar ræður, því til mæringar á hverjum fundinum af öðrum, sem haldnir eru á erlendri grundu og fundamenn hafa ekki aðstæður til að skoða, hvað raunverulega liggur að baki og hvað fer vaxandi.
Augljóst er af ráðgjöf Hafró, að innistæðan í lífríkinu fer hratt minnkandi. Samt gerast sjóðir sumra enn digrari og ákveðni LÍÚ um yfirráð eða ,,samráð við hagsmunaaðila" yfir lífríki sjávar í kringum landið verði viðurkennd verslunarvara hverjum ,,handhafa" til frjálsrar notkunar. Næsta skref verður auðvitað, að þeir krefjsit þess, að markaðstorg þeirra verði útvíkkað og öll Evrópa verði undir, líkt og með fyrirtæki á markaði.
Það þýðir á Íslensku, að yfirráð þjóðarinnar verður einskisnýtur pappír og raunverulegt val yfir auðlindinni farin um aldur og ævi til útlendra manna. Svo má aldrei verða.
Semsagt, hvað gera menn við kerfi, sem ekki virkar? Menn eiga mis mikið langlundargeð og nú er ljóst, að stjórnvöld hafa haft geð í sér, að láta reka á reiðanum um 23 ára skeið í þeirri veiku von, að eitthvað hressist í lífríkinu, þrátt fyrir, að útlitið og svona meðal skynsemi, segi mönnum, að útgangspunkturinn er vitlaus, forsendur eru kolrangar og það sem skiptir máli, tekið út fyrir sviga.
Kvóti getur aldrei notast til að stjórna þáttum lífríkis, ef veiðarfærin eru tekin út fyrir sviga og græðgi mannsins líka. Kerfin verða að vera smíðuð þannig, að allt sé inni og uppmældur afli verði ekki til grundvallar veiðum. Það ber einfaldlega dauðann í sér, sem dæmin síðastliðin ár bera með sér og reynslan hér er ólygnust í þeim efnum.
Nú er bjargfuglastofninn í hættu og Sílamáfar (Veiðibjöllur) upp um allar sveitir, að berjjast um æti og voma yfir yngum mófugla. Hef séð flekki af fuglum í flögum, sem verið er að velta undir sáningu. Þar éta þeir maðk og allt sem gogg á festir. Síðan berja menn hausnum við steininn og halda því fram, að allt sé í hinmalagi í lífkeðjunni og eina sem beri að gera, sé að banna Lundaveiðar.
Hvenær ætla menn að játa fyrir sjálfum sér, að kerfið er liðónýtt. ÞEtta minnir á Alkana, þeir verða fyrst að viðrukenna vandann, svo afla sér aðstoðar til að losna undan dópinu, í þessu tilfelli kvótakerfinu.
Miðbæjaríhaldið
31.5.2007 | 12:13
Hrafnkell fallinn frá. Harmafregn.
Hann er allur hann Hrafnkell A Jónsson hörkunagli að Austan.
ÉG kynntist honum á vegum Sjálfstæðisflokksins, hvar hann var áberandi málafylgjumaður. Fastur fyrir og einarður.
Menn vissu hvar hann var og hvernig hann artaði. Hann var heill í þeim siðum.
Við sem teljumst af ,,gamla skólanum" í pólitíkinni, fæddir um og eftir miðja síðustu öld, höldum drenglyndi í hávegum og þar var ekki komið að tómum kofanum hjá Hrafnkatli.
Við áttumst við, vorum ekki ætíð sammála en ég að vestan og hann að austan, skildum svosem hvað á okkar fólki brann. Hrafnkell vildi ekkert miðjumoð í baráttunni fyrir sitt fólk og kunni málamiðlunum svona hæfilega vel.
Ég kveð fallinn vin með virðingu, söknuði og að sið þeirra sem vita, að síðar mun launum lífshlaups hvers og eins úthlutað í þeim verðmætum sem sælust eru.
Bjarni Kjartansson
núverandi Miðbæjaríhald, áður Vestfjarðaíhald
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 15:35
Sko st´rákana hans Friðriks.
Það yljar manni mjög, þegar Valsararnir vinna KRingana í kappleikjum.
Vel að verki staðið piltar. Meira af slíku.
2-1 er svosem ekkert burst en næst vonandi stærra.
Ég fylgist ekkert með fótbolta, nema þegar mínir menn af Hlíðarenda eiga hlut að máli.
Miðbæjaríhaldið
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 09:57
Sáttmáli um hvað?
ÞEgar er haldið af stað í ferð, eru menn oftar en ekki tiltölulega bjartsýnir. Er svo um nýja stjón og almenningur varpar öndinni léttar og horfir fram í Vorið og er í sálinni þakklátt fyrir, að nú muni ,,Þessir karlar" sjá um málið og ekkert um að hugsa fyrir nema að pakka nægjanlegu af sólarvörn niður í töskuna, í fríið.
Las Stefnuyfirlýsinguna með athygli en viti menn, EKKI EINN STAFUR UM LÍFRÍKI SJÓVAR. Mikið blek um jarðrask, skógrækt, mat á (peningalegu)verðmati lands og svæða, friðlönd á hálendinu og hvaðeina tltekið af mikilli smásmyglu.
Eitt stakk mig þó. Ætlaðar friðlendur eru nánast allar við eða í nágrenni við virkar eldstöðvar. Hérfetir mun hún Hekla mín og þær eldstöðvar sem liggja að Langasjó, Þjórsárverum og víðar, að fara fyrst í uhverfismat, áður en þeim dettur í hug, að ræskja sig.
Vonandi les Almættið þessar friðanaáætlanir.
Miðin umhverfis landið eru léttvæg fundin og ekkert hugað að þeirri umhverfisvá sem þar er og áfram eiga stórvirkar vinnuvélar (Trollin) að fá að eyða skógum Kóralla, brjóta og mylja raunin og í fáum orðum sagt, HAFA SÍNA HENTISEMI.
Þessi siður manna, að fara fögrum stofnanafrösum um nánast allt lesefni, sem kemur frá fundum er hvimleið. Ekkert kemur út úr svona ,,égvildibaraaðþettaværisvona" ályktunum. Síðan verður haldinn fundur um síðasta fund, hvar niðurstöður hans verða rýndar og brotið til mergjar, miðað við upplifanir og kynjabundin viðhorf, til alls samþættingaferilstengds árangursmats.
Svo er ekkert annað að gera en kalla menn til ráðstefnu um árangursmiðaðar samþættingar kynjafræðilegrar úttektar á mannauðsmiðuðum aðferðum og teymislægum breytum í atferli fugla.
Semsagt
allir ánægðir með Stjórnarsáttmálann.
Miðbæjaríhaldið
23.5.2007 | 10:31
Jumm og já, altso misjafnt hafast þau að Geir og Ingibjörg.
Ingibjörg fór vítt um lista til ða búa til ,,fléttulista" í ráðherraliði sínu. Setti kriteríur um kyn og búsetu. Náði lendingu í málinu en afar margir fúlir, sérstaklega varaformaður hennar. Hann kom auðvitað ekki til greina, býr í Rvík, er karlkyns. Vinkona ehnnar úr Kraganum fékk stól, þó svo kynsystir hennar hafi haft meiri stuðning í sínu kjördæmi. Þá vita UNGAR KONUR hvert álit er á þeim.
Jóhanna var auðvitað sjálfsögð í stól Félagsmálaráðherra (nú ráðherra velferðamála) þar er hún öllum hnútum kunnug og veit hvar eldarnir brenna sárast.
Össur fer með stóriðjuna og annann Iðnað, líklega auðvelt verk fyrir hann. SVo kom karlmaður sem bjó á ,,réttum stað" í Samgönguráðuneytið. Möllerinn mun að líkum heimta að fá göng undir Vaðlaheiði, ef heiði mætti kalla, gjaldfrjálsa auðvitað. Mikið er ég feginn því, að svona réðst, að Ingibjörg skipaði hann þarna, nú reitist fylgið hratt af Samfó í Rvík og nágrenni, þegar Möllerinn fer að stjórna samgöngunum, heyrðist ekki annað en hann færi strax að draga í land hvað varðar tvöföldun austur á Selfoss og benti á óljósar tillögur í Samgönguáætlun.
Síðan er algerlega bráðfyndið, að Björgvin hafi verið tekinn framfyrir varaformann flokksins, ekki er hann vanur og lítið hefur hann til mála að leggja annað en sífellt sífur um EB aðild. Fátt spakviturlegt sem þaðan kemur, né frumlegt.
Íhaldið mitt er passandi íhaldsamt og fór allt fram með fyrirsjáanlegum hætti. Vanir menn á öllum póstum, nema Gulli en hann hefur til að bera hita hugsjónaeldsins og dugnað sem duga mun honum vel í baráttunni við þetta KerfisMonster, sem Sjúkrahúsa,,mafían" er orðin. Þarna fer drengur sem mun verulega láta til sín taka og þekki ég hann illa, ef hann er ekki nú þegar farin að bretta upp ermarnar og skoða hvað fyrir liggur í þessu skelfilega þunglamalega kerfi.
vonandi gengur þetta vel en menn verða að vera á arðbergi og skima um holt og hæðir, til að gá að, hvort einhvað ljótt steðji að.
Miðbæjaríhaldið
22.5.2007 | 14:01
Ný stjórn. Hver verða úrlausnarefnin?
Nú kvað ný stjórn vera að taka við og ber að óska henni alls hins besta. Það er gamall og góður siður, sumir gerðu það í bundnu máli líkt og Leirulækja Fúsi.
Það er alveg mergjaður andskoti, hvað úrlasunarefnin eru lík hjá nýjum stjórnum allt frá Lýðveldisstofnun.
Atvinnuvá hjá sumum, verðbólga - dýrtíð, þensla hjá sumum, ofát hjá öðrum.
Flateyri er nú í fókus, gæti svosem verið hvaða fiskiþorp sem væri, víðsvegar við strendur okkar fagra lands.
Kerfið er sagt gott en það er verra með afraksturinn eða þannig. Minnkandi veiðstofn, bjargfugladauði, þar sem þeir fá ekki í gogginn. Aflabrestur á fyrrum gjöfulum miðum, síminnkandi einstaklingar í stofninum og hrun í Rækju.
Samt er engu breytt, því að ,,menn verða að vita að hverju þeir ganga í skipulagningu sinna fyrirtækja" eins og það heitir núna.
Jæja, nú eru menn að ,,hagræða" Hjálmi út úr greininni, fiskvinnslustöð, sem liggur nánast við hliðina á einhverri bestu fiskimiðum Evrópu, þó lengra væri leitað.
Lífríkið er stórskemmt á mjög stórum svæðum ,,landflæmi" á botninum er auðnin ein og Kólrallar, sem áður veittur smásærri átu (aðal fæðu síla og seiða eftir að kviðpokastigi sleppir) nauðsynlegt skjól til vaxtar og viðgangs. Fæðukeðjan er brostin á stórum landsvæðum hafbotnsins en ENGUM NÁTTÚRUVERNDARMÖNNUM dettur í hug, að hrópa-------þetta sést nefnilega ekki berum augum ofan af landi.
Frá mínum sjónarhól er aleitt verkefni fyrir nýja stjórn en það er aðkallandi.
GEIRNEGLA FULLVELDISRÉTT ÞJÓÐARINNAR Á ÖLLUM AUÐLINDM OKKAR FAGRA OG GJÖFULA LANDS.
Allt annað væri ekki einungis óhappaverk, heldur algert feigðarflan.
Sumum lesendum, þykir líklega þessi pistill, sem rám rödd úr fortíðinni en því get ég lofað viðkomandi, að ENN RÁMARI VERÐUR HRYGLAN ÚR BÖRKUM AFKOMENDA OKKAR verði fullveldiseign þjóðarinnar ekki kristalklár í framtíðinnni.
Græðgin er góð sem hvati til sjálfsbjargar en hlutverk stjórnvalda er, að stemma hana þannig að ekki verði frelsi eins, helsi annars.
Græðgin elur af sér Lygina, sem er í flokki með Höfuðsyndunum Sjö.
Mér dettur ekki í hug,a ð leggja mikla trú á lofræður eins Gróðapungs um heilindi annars í hlýðni við Kvótakerfið, til þess þekki ég of vel til einda mannsins.
Svo svona til að hugleiða enn frekar Fæðukeðjuna.
Hvar er Stóra Skata á Vestfjarðamiðum?
Hvar eru allar Sprökurnar sem áttu óðöl sín útifyrir og inni í Breiðafirði, Patreksflóa og fram í Röst?
Gætu þessi dýr hafa misst sín Pétursskip í trollin, sem urðu stærri og öflugri með Skuttogaravæðingunni? Og enn hafa þessi veiðarfæri stækkað og togafl skipa aukist mjög.
Hvernig er jafnað með heilögum Kvóta, á móti þeim stórfiski, sem kemur í Flottrollin, við veiðar á Síld, Kolmunna og Loðnu? Vita menn ekki, ða þar fara stóru hrygninga,,Beljurnar" og Aulafiskurinn, sem vantar í stofninn? Svo eru menn að mikla fyrir sér og hneykslast á Snurpuveiðum á hrygningafiskinum hér í eina tíð. Tvískinungsháttur.
Miðbæjaríhaldið
15.5.2007 | 20:01
Nú er tími Nýsköpunar.
Jón virðist eitthvað hikandi í framgöngu sinni.
Sá er virkilega illa á sig kominn, sem er óviss og efast.
Því ætti Geir að fara að snú a sér að Nýsköpunarstjórn. Treysti Steingrími og Ögmundi afaar vel til að hugsa fyrst og fremst um þjóðarhag og halda aftur af helstu öfgamönnum í sínum röðum.
Affarasælt fyrir þjóðlegu öflin í mínum elskaða Flokki.
Ekkert munu menn í slíkri stjórn fara óvarlega um Fullveldisrétt okkar, með daðri við erlendar blokkir.
Miðbæjaríhaldið
11.5.2007 | 15:56
Göngum til verka á morgun, með þökk og lotningu.
Á morgun mun okkur gefast tækifæri til, að heiðra minningu allra áa okkar, sem lögðu mikið á sig til að þessi réttur, sem kosningarétturinn er, sé okkar.
Munum hvað mikið gekk á, til þess eins, að evrópskar hugmyndir um atkvæðisréttin var afnumin og konur fengu að ganga að kjörborðinu. Minnust þess einnig, að það voru einmitt menn (karlar og konur) sem áttu rætur í hinni fornu hefð íslensku, að til væru menn annaðhvort kven eða karl.
Að vísu voru skilgreiningarnar nákvæmari fyrir vestan, því einungis voru nefndir menn, þeir sem voru ekki latir og lygnir, þeir töldust voru amlóðar og eimingjar, algerlega óbundið við kyn.
Það sem hefur skemmt fyrir mér í aðdraganda þessara kosninga er hversu gersamlega sumir eru lausir við samvisku og geta gengið um ljúgandi, með hálfsannleik að vopni og öngvir leiðrétta, síst þeir sem fara með ,,Fjórða valdið".
Umfjöllunin um biðlista og húsnæðisvanda hinna ýmsu hópa hefur riðið röftum og ekki nokkrum manni í ranni ,,Fjórða valdsins" hugkvæmst að grennslast fyrir um, hverju sætti og hvað væri sannast í málflutninginum. Dæmi: BUGL er að fá nýja viðbót við húsakost sinn og hefur nú þegar verið tekin gruunnur að þeirri viðbót.
Annað dæmi: Komið hefur fram hjá forsvarsmönnum allmargra ,,dvalarheimila" að lóðaskortur í tíð R-listans hafi verið hvað mest afgerandi þáttur hvað hamlaði frekari uppbyggingu dvalarrýma. Því er það afar ódýr málflutningur, að setja stjórnvöld upp sem blóraböggul í þeim efnum.
Sama: Fjórða valdið hvurgi nærri í rannsóknarblaðamennsku sinni.
HVER DÆMI SJÁLFAN SIG OG LÁTI SAMVISKU SÍNA RÁÐA.
Gleðilegan kjördag.
Miðbæjaríhaldið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 12:28
Of værukærir,- mínir menn.
Ég hef verið að velta því fyrir mér, af hverju ,,mínir menn" í Sjálfstæðisflokknum hafi verið svona rólegir og í raun værukærir í aðdraganda þessara kosninga.
Samfylkingarmönnum hefur liðist, óátalið, að ljúga banalt framan í alþjóð um svonefnda biðlista. Fólk á þeirra vegum, hefur diktað upp og affært tölur um svonefnda biðlista. Svo er algerlega ótrúlegt, að fréttamenn, sem krefjast ætíð virðingar um sín störf og hlaupa uppá nef sér, í hvert sinn sem eitthvað er imprað á hálfsannleik og hreinum lygum þeirra, sem oftast er hægt að afsaka með ,,tímaleysi og álagi".
Einhverntíma hefðu menn krafist þess, af heiðarlegum fréttamönnum, að þeir hefðu nú kynnt sér stóru fréttirnar sem básúnað er yfir landslýð um viðkvæm mál, svo sem greiningar barna með geðraskanir. Skoplétt hefði nú verið fyrir þá, að til að mynda fara á vetvang og berja augum og linsum, framkvæmdir við grunn stækkunar húsnæðisins fyrir BUGL. Nei það hefði komið sér illa fyrir frambjóðendur Samfó vina þeirra.
Einnig hefði verið við hæfi, að láta þess getið, að þú mæta kona á Landsanum, sem hvað mest hafði sig í frammi um biðlistamálin þar, er einnig á framboðslista Samfylkingarinnar.
Ekkert af þessu er gert og ættu menn að skamma sín fyrir að atla um hlutleysi í fréttaflutningi.
DV er svo allt annað mál og auðvitað er eigendum þess heimilt að fella grímu hvenær sem er en að nefna blaðið óháð er bara lélegur brandari.
Mínir menn verða að gera sér grein fyrir því, að myndmál linsunnar er miklu sterkara en að Geir komi fram og lýsi því yfir, að verulega aukið fé hafi verið.....................................bla bla. Engin áhrif, þar sem fólkið trúir myndum en er orðið leitt á talnarunum og yfirlýsingum ráðamanna.
Félagar nú er löngu kominn tími til , að bretta upp ermarnar og leggjast á árarnar, lendingin er eftir.
Miðbæjaríhaldið