Færsluflokkur: Bloggar
29.4.2010 | 10:16
Sumir eru jafnar en aðrir.
Hér er auðsjáanlega ekki verið að fara að neinu öðru en reglum sem AÐILAR SJÓÐSINS SJÁLFIR SETTU SÉR.
Verkalýðshreyfingin og aðrir aðilar vinnumarkaðarins settu sér þessar reglur sjálfir, þar sem atkvæðaréttur er sumra en alls ekki allra.
Fulltrúalýðræði er þetta kalla og virkar afar vel til að hygla sumum á kostnað annarra.
Svo er viðkvæðið hjá mörgum stjórnendum svona kerfa, að almenningur ,,hafi ekki vit" á því sem gerist í flóknum ferlum og beri ekki skynbragð á gerðir stjórna í svona (fínum) skrifstofum.
Mikið skelfing eru menn gleymnir á Sósakerfið sem skóp þessa ómynd. Þessu er lýst mjög vel í Animal Farm þegar svínin urðu ,,aðal" og hinir bara jafnir en svínin jafnari.
Mikil er þörf þjóðarinnar á, að alvöru íhaldsmenn, með gömlu gildin að vopni komist til áhrifa og stjórnar. Þetta lögfræði og hagfræði lærða lið hefur gersamlega fyrirgert trausti þjóðar og ætti því að sjá sóma sinn í því, að víkja af vettvangi hljóðalaust.
Miðbæjaríhaldið
Menn eru stjörnuvitlausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.4.2010 | 10:04
Hver nýtur þessara sérkjara????
Nokkrar spurningar sem Morgunblaðinu er nánast skylt að upplýsa sé þess nokkur kostur.
1. Hvernig fékk kaupandi að vita, að jörðin væri föl, þar sem ekki var auglýst?
2. hver er kaupandinn og hver eru tengsl hans við stjórnendur þessa viðskiptabanka (nafngift sem vart er héreftir hægt að nota um svona svindlmaskínu)
3. Hverjir eru hinir raunverulegu gerendur á bak við þessa ,,sölu" og hvernig er skuldastaða viðkomandi ,,kaupenda" eftir söluna.
Þetta er sjálfsagt, að upplýsa svo almennignur viti hvernig ,,kaupin gerast á hinni nýju eyri" okkar þjóðar.
Þetta fólk virðist ekkert hafa lært og öngvu gleymt í snúningum og dílingum.
Nú má ljóst vera, að stjórnvöld okkar eru einskis nýt og bara til trafala venjulegu fólki.
Miðbæjaríhaldið
Jörðin seld án auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.3.2010 | 14:53
Auðvitað á að loka og það strax.
Menn geta ekki bara ´kveðið upp á sitt eindæmi, hvernig brunavörnum er háttað í svona viðkvæmum rekstri.
Það er BENSÍNSTÖÐ við enda á öryggissvæði vallarins og örfáum metrum þar frá eru íbúðahús í nokkuð þéttum röðum.
SVo er annað, það er ekki orð að marka hvað Flugstoðir skrifa undir.
Ekkert og ég endurtek ekkert er tekið tillit til undirritaðs samkomulags við Rvíkurborg vegna flugs á völlinn eftir háttatíma borgara og fyrir venjulegan fótaferðatíma.
Flogið er með þotum á öllum tímum sólarhringsins og ekkert að hafa nema hofmóð og virðingaleysi í svörum þessara manna, bæði hjá flugturninum og skrifstofu Flugstoða.
Borgaryfirvöld hefðu átt að vera svo löngu búin að loka þessu drasli vegna vanefnda samninga semgerðir voru fyrir lagningu nýs flugvallar þarna í Vatnsmýrinni á sínum tíma R-Listans.
Mikið er víst, að ef einkaaðilar ættu í hlut, væri löngu búið að loka þeirri forretningu.
Miðbæjaríahldið
Hótar að loka Reykjavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2010 | 15:02
Vællinn heldur áfram. Nú vilja þeir aurana semætti að setja í heimilin.
Framkvæmdastjóri LÍÚ: Vill afskriftir 100 milljarða af 600 milljarða skuldum sjávarútvegs
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geta ekki starfað eðlilega eða ráðið við skuldbindingar sínar að óbreyttu. Fer framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna fram á að bankarnir afskrifi 20 prósent skuldanna, um hundrað milljarða alls, til að svo geti orðið.
Kemur þetta fram í máli Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra, við Vísi í dag.
Fram hefur komið í fréttum að sjávarútvegurinn skuldar um 600 milljarða króna í heildina og þar af um 300 milljarða til þrotabúa gömlu bankanna. Stendur þessi skuldsetning greininni fyrir þrifum að mati Friðriks sem vill afskriftir á borð við þær sem aðrar greinar hafa fengið að undanförnu.
Telur Friðrik eðlilegt að 20 prósent allra skulda verði þannig afskrifaðar sem fyrst. Aðeins þannig nái sjávarútvegsfyrirtæki að sinna verkum sínum á eðlilegum grundvelli og ljóst sé einnig að verði það ekki gert munu einhver sjávarútvegsfyrirtæki sökkva enda ráði þau ekki við núverandi skuldabyrði sína. Sérstaklega eigi það við um útgerðir sem fjárfest hafa í óskyldum atvinnugreinum.
Látum þetta lið bara fara þá leið, sem þeir sjálfir lögðu út á og látum brjóta á lagasetningunni um, að kvótinn væri óaðskiljanleg eign þjóðarinnar og því ekki hægt að veðsetja hann sem slíkan.
Nú er að þora, því þessir sem stóðu á öskrinu við stjórnvöld sem reyndu að bjarga bankakerfinu. Þá kölluðu þeir stjórnvöld mestu bankaræningja í sögunni, nú vilja þeir meira afskrifað og líta ekki til þeirra sem bröskuðu, marg seldu bátana sína milli fyrirtækja í eigu sömu eða skyldra aðila og hækkuðu í sífellu svonefnda ,,óefnislega eign" sem er mismunur á bókfærðu verði og kaupverði fyrirtækja eða hluta þeirra.
Hvar er allur ARÐURINN sem þessir menn hafa tekið út úr ,,greininni" og hvernig var honum ráðstafað?
Svo ein spurning að lokum.
HVERSVEGNA ER ÞETTA EKKI Á MBL.IS??????
Miðbæjaríhaldið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2010 | 11:15
Góð grein eftir Sjálfstæðismann, sem stendur undir því nafni.
Stal þessu af BB (bæjarins besta)
ÞArna hljómar tónn, sem mér líkar að heyra frá Sjálfstæðismanni, manni sem man grunngildi Flokksins.
Gísli H. Halldórsson | 24.03.2010 | 10:11Blekkingarleikur í sjávarútvegi
Kvótahafar, með fulltingi annarra aðila, hafa nú blásið til fundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði miðvikudagskvöldið 24. mars klukkan 20:00. Tilefnið er að halda áfram þeim blekkingarleik sem settur hefur verið á svið, til að fólki um allt land verði talin trú um að ekki megi undir neinum kringumstæðum breyta kvótakerfinu. Ekki megi tefla hagsmunum kvótahafa í tvísýnu, því enginn nema núverandi fyrirtæki þeirra séu fær um að sækja þann afla sem er undirstaða byggðar á Íslandi.
Sagt er að kvótakerfið okkar, sem veldur því að byggðir víða um land hafa þurft að lepja dauðann úr skel, sé hið besta í heimi. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að kvótakerfið hefur kostað Ísafjarðarbæ og Bolungarvík mörg hundruð starfa á síðustu tuttugu árum. Þorir einhver að fullyrða að þeirri þróun sé nú lokið? Það þarf enginn að halda að kvótahafar, fyrirtæki þeirra og hagsmunasamtök, ætli að samþykkja nokkra þá breytingu sem máli skiptir á þessu kerfi. Til þess eru persónulegir hagsmunir of miklir.
Hægt er að fallast á að Ísafjarðarbær eigi aðkomu að boðun funda um sjávarútvegsmál. Þannig háttaði þegar fundur smábátaeigendafélagsins Eldingar um línuívilnun var haldinn í Íþróttahúsinu Torfnesi árið 2003. Allar raddir þurfa að fá að heyrast. Það er hinsvegar dæmigert fyrir þann blekkingarleik sem yfirstandandi fundaröð kvótahafa er, að látið skuli í veðri vaka að Ísafjarðarbær og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafi sameinast í andstöðu við fyrningarleiðina. BB hefur að minnsta kosti tekist að misskilja hlutina þannig í sinni frétt. Ekkert er þó fjarri sanni. Hvorki Ísafjarðarbær né Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa lýst andstöðu gegn fyrningaleið í sjávarútvegi.
Fyrningaleið er auðvitað bara ein leið til þess að milda áhrif nauðsynlegra breytinga á kvótakerfinu. Að sjálfsögðu mun smæsta breyting á kvótakerfinu hafa kostnaðaráhrif. Eina leiðin til þess að koma með öllu í veg fyrir kostnaðaráhrif, á borð við þau sem framkvæmdastjóri Deloitte hefur bent á, er að engin breyting verði gerð á kvótakerfinu og útgerðunum í raun gefinn sá kvóti sem þær hafa hingað til haft að láni frá þjóðinni.
Það er full ástæða til að vefengja allt sem haldið er fram í þessari áróðurskenndu fundaröð. Reynt er að láta líta út sem breið samstaða sé í sjávarbyggðum gegn því að hróflað sé við kvótakerfinu. Ég leyfi mér að efast um það. Allt tal um gjafakvóta er hjómið eitt hjá því sem nú er að gerast. Nú eru kvótahafar endanlega að reyna að slá eign sinni á þann afnotarétt sem þeir hafa hingað til haft að láni. Þetta reyna þeir í trássi við landslög. Það er hinsvegar grátlegt ef þessum aðilum tekst að fá í lið með sér fólk og byggðalög sem eiga um sárt að binda vegna hins misheppnaða kvótakerfis. Sjaldan launar kálfur ofeldið.
Spurning dagsins er auðvitað sú hvort við viljum halda okkur við það kerfi sem hefur átt stærsta þáttinn í að fækka Vestfirðingum um 20% á síðasta aldarfjórðungi. Eigum við að gera það og leggjast á bæn og treysta því að núverandi fyrirtæki í sjávarútvegi fari aldrei á hausinn eða flytjist á brott?
Kæru bæjarbúar, félagar í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og fleiri. Fundurinn í Edinborgarhúsinu er boðaður í ykkar nafni, en raunverulegur tilgangur hans er að halda verndarhendi yfir kvótakerfinu. Þessi fundaröð er aðför að landsbyggðinni. Ég hvet ykkur til að mæta á þennan fund og fylgjast með því hvaða tillögur að ályktunum í ykkar nafni verða lagðar fram.
Gísli H. Halldórsson.
Tek undir þetta allt og bæti við, að þetta LÍjúgara dót eru nú öngvir snillingar í rekstri, sjáið bara hvernig sterk fyrirtæki á borð við SH --nú Icelandic -- er eftir aðkomu Samherja og fl snillinga.
Sjávarútvegurinn er stórskuldugur og lygin um, að kvótinn hafi að mestu verið keyptur og seldur, fellur við það eitt, að skoða hverjir eru í útgerð og hverjir voru það fyrr. Þetta eru að mestu þeir sömu og félög í þeirra eigu hafa keypt og selt á milli sín skip og hlaðið yfirverði á þau, svo megi bókfæra kvótann,sem óefnislega eign, líkt og aðra viðskiptavild.
Endurskoðendur og löffar hafa verið í fullri vinnu við, að finna leiðir til að hækka (blása út) eigið fé svo taka mætti lán ú t á kvóta,,EGN" fyrirtækjanna, þó standi í lögunum greinilega og marg marg þinglýst (lýst í umræðum á ALþingi) að veiðirétturinn og úthlutanir séu eign þjóðarinnar og veiðiréttur sé TIL EINS ÁRS Í SENN.
Miðbæjaríhaldið
fastur í grunnkenningum Sjálfstæðisflokksins, kenningum sem kom þjóðinni vel en ekki illa eins og græðgisvæðingin gerði undir sviksamleum áróðri og blekkingum siðblindra gróðapunga sem sögðu sig frjálshyggjumenn en voru bara það sem eitt sinn var kallað -------þjófar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2010 | 15:40
Hættu að væla og snúðu þér að uppbyggjandi verkefnum Vilhjálmur
Nú er hann í hlutverki einhvers ,,Gosa eða annarskonar strengjabrúðu, sem stefnt er fram, jafnskjótt og eitthvað er hugað að eðlilegum breytingum á regluverki, sem er að mestu grunnforsendur hrunsins.Fyrst volaði hann, ásamt og með þáverandi formanns SA Þór Sigfússyni, um að afhenda ætti bankana ,,erlendum kröfuhöfum svo við gætum eignast ,,VINI í útlöndum.Nú rúmu ári síðan kemur í ljós, að menn vita ekki kvint um, hverjir eru á bak við kröfurnar og því einhverskonar eigendur, þessara gegnspilltu banka sem hygla ,,usual suspects en fara í hart við venjulega íslendinga sem tóku lán með upplognum kjörum stjórnenda bankana, kjör sem sömu stjórnendur réðust á til að skekkja og afflytja á allan máta.Nú vælir Vilhjálmur, vegna þess, að nú glittir í, að venjulegir útgerðakarlar geta nú farið og leigt kvóta af ríkinu, með eðlilegri verðmyndun en ekki okri LÍjúgarana.Þetta væri sem sagt í fyrsta sinn, síðan framsalið var samþykkt af þeim Jóhönnu þá félagsmálaráðherra og Steingrími, þáverandi Landbúnaðar og Samgöngu ráðherra, að venjulegir útgerðamenn svonefndra ,,punga geta komist hjá því, að greiða ,,Sjóðrík fyrir meðaflakvóta. (Kvóta sem útvega þarf til að geta komist hjá kærum vegna ,,kvótasvindls.
Vonandi hættir Villi minn að væla eftir pöntun, það fer honum afar illa.
Einnig væri ekki úr vegi, fyrir Ajálfstæðisflokkinn minn, blessaðann að rifja upp fyrir sér, hverjir voru andvígir setningu laga um Kvóta hér áður og fyrrmeir.Kvótalögin hafa ekkert gott gert fyrir þjóðina, heldur miklu frekar illt, sem við blasir þegar skoðuð er staða fyrirtækja sem fyrrum báru hitann og þungann af sölu og kynningu afurða sjávarútvegsins. Nú er SH orðið hokið af ofurskuldum og eftir sameiningu við fleiri fyrirtæki í útflutningi svo sem SÍF var hafist handa við að hola þau innan og skuldsetja svo illilega að ekki verður undir staðið.
Forstjóri þess fyrirtækis, sem nú er nefnt Íclandic er ekki betur að sér í útreikningi á gengi okkar góðu Krónu en að hann lét eftir sér hafa í viðtali í sjónvarpi, að hann hefði 30.000 Evrur, sem síðast þegar hann hefði reiknað laun sín væru liðlega 2 miljónir króna. (Evra er með námundun svona um 200 ískr. Því er 30.000*200= 6.000.000,00 ) Ekki nema von, að svona kappar væli þegar hjálegurnar og leiguliðarnir gætu farið að kaupa eða leigja kvóta ÁN þess að þeir fái að reikna út verðið að eigin geðþótta.
Miðbæjaríhaldið
Skilur ekkert í forystumönnum Sjálfstæðisflokksins að vera að verja þessa menn sem svona hafa komið grundvallar atvinnugrein okkar.
Vilja að skötuselslög verði afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 08:50
Sannleiksástin söm við sig
Í fréttum erlendis, er haft eftir þessum samningamönnum Breta og Hollendinga, að VIÐ (ísl samninganefndin) hafi gegnið út.
Samningafundurinn fór fram í ísl sendiráðinu!!!!!!!
Hverjir gengu út????
Skildu íslendingarnir Breta og Hollendinga EINA eftir í sendiráðinu??????
Sannleiksástin er enn sú sama og var í landhelgisdeilunni, þegar BBC sagði ísl HERSKIP skjóta á varnarlausa sjómenn breska.
Miðbæjaríhaldið
Furðar sig á, að enn sé talað við þessi lygaknýti
Ekki nógu gott fyrir Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2010 | 11:33
Vistaskipti liðléttings.
Mikill er fögnuður Ólafs að fá nú að vinna að blaðamennsku aftur.
Forsögnin er ströng og klár, yppa sakleysi og hreinleik Baugsmanna og allra viðskipta þeirra. Halda að þjóðinni hræðsluáróðri, líkt og samverkamenn hans á blaðinu hafa gert, með fyrrum formann Sjálfstæðisflokkins í fyrirúmi og róið stíft í bakrýmum að ESB ánauð fyrir land og þjóð.
Þetta er svosem ekki stór frétt, manninn vantaði vinnu og lyst hans er að starfa við eitthvað svona, er ekki við neinn að sakast nema samvisku viðkomandi.
Óska Ólafi alls hins besta sem boðið er uppá á nýjum vinnustað og verði honum að góðu, allt sem fóðra má drenginn.
Miðbæjaríhaldið
Ólafur Þ. Stephensen nýr ritstjóri Fréttablaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2010 | 11:35
Mjög svo verðskuldaður virðingavottur.
Ingibjörg er ekki bara til aðstoðar og sjúkraþjálfunar. Hún er nokkurskonar ,,mamma" strákana og í leiðini sálusorgari, huggari og hvatningsmaður þessara dugmiklu íþróttamanna.
Hún sér um búningana og allt sem kemur við liðinu. Margir sem hafa nootiið hennar aðstoðar, segja hana ekki bara nauðsynlega heldur BRÁÐ nauðsynlega.
TIl hamingju Ingibjörg og Landslið okkar í handbolta.
Kaka ársins 2010 valin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2010 | 11:25
Til þrautarvarar Ha, Hvað??
Minni á sönginn í Ólafi nokkrum Hagfræðikennara við HR og mikið notaðan sem álitsgjafa, eftir hrun af Baugsmiðlunum og fleirum.
Hann sagði svona nokkuð fast, að ef við hefðum haft Evru skjólið, hefðu Seðlabankar ESB ríkjanna greitt úr öllum okkar vandræðum.
Hvernig má þetta því vera, að Grikkjum sé sagt að éta það sem úti frýs,l fyrir utan Paradís, þar er bæði maðkur, mýs mannaskítur,flær og lýs. Eins og segir í þessum gamla húsgang.
Hvar eru þessir álitsgjafar nú og hvernig fá þeir þetta skýrt. Þeir þurfa ekkert að standa við þessi orð sín frekar en önnur, sem sögð eru út í etherinn í áróðurstríðinu um restina af eigum þjóðarinnar og moldrykinu uppþyrluðu til að gera skúrkunum auðveldara að komast undan greiðslum en halda jafnframt félögum sínum og eigum öðrum.
Hraksmánarleg framkoma fjölmiðlunga, að geta ekki grillað svona aula í beinni, öðrum til viðvörunar.
Mibbó
Evruríki skipa Grikkjum fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)