Ekki eru það lög þó Björn Valur mæli

Mér finnst vera afar illt í efni fyrir þjóð, sem þarf að reiða sig á svona kalibera í lagasetningu og varðstöðu fyrir þjóðina um fullveldisrétt yfir auðlindum hennar.

 

Einnig er það meiðandi fyrir svona venjulegt fólk, að horfa uppá, að ráðherrar og embættismenn ýmsir telji það í sínum verkahring og að þeim yfirleitt leyfist, að hóta dómskerfinu og ,,leiðbeina" því um úrlausnir álitaefna.  Ég sæi í anda, upplitið á þingheimi í einhverju Evrópulandinu, svo sem Þýskalandi, ef forsætisráðherra þess lands Angela myndi taka sig til og gefa út álit á dómum, eða líkt og he´r er iðkað, gefa nánast fyrirmæli um innihald dómsorða.  Allir, bæði stjórn og stjórnarandstaða færu fram á tafarlausa brottför hennar úr embætti, því þar líðst ekki, að menn séu að skipa dómum fyrir um niðurstöður.

Það er grunnforsenda allrar lagasetningar um eignarhald erlendra manna á auðlindum okkar, að þar sé gætt fullveldisréttar á auðlindinni, það þýðir í knöppu máli, að ekki sé hægt að verða við óskum um, að erlendir menn eignist auðlindir okkar eða einkarétt á nýtingu þeirra eða hluta þeirra.

LÍjúgararnir eru að verða að augabragði allra sem hugsa.

Vilja ekki fara í ESB vegna fiskveiðistefnunnar og kröfu um aðgang að okkar auðlindum en láta hluta af ,,sínum" veiðiheimildum lausar, óðar og eftir því er leitað af útlendingum, bara ef þeir sjálfir hafa hag af því.

Líkt er með umræðu um Evru, sumir heimta að fá að gera upp í Evru en vilja ekki hugsa þá hugsun til enda, að Krónan fari, því þeir telja sig hafa HAG af því, að geta fellt gegni hennar, líkt og bankarnir gerðu og þannig hafa heimild til, að fara lóðbeint niður í vasa ALLRA landa sinna, með þeim hætti.   Því vissulega er það veruleg kjaraskerðing og eignaupptaka, að fella gegni gjaldmiðilsins.

Sama er uppi á teningunum, þegar gefa átti rækjuveiði frjálsa á úthafinu,  urðu þeir snaróðir af illsku, þar sem þeir gátu ekki lengur braskað með kvótann, án þess að veiða eina rækju.

Þjóðin er farin að sjá í gegnum málflutning þessara manna og fækkar mjög þeim mönnum sem bera blak af okkar útgerðamönnum innan LÍÚ. 

Það er vond staða fyrir þjóðina, að bera ekki eða geta ekki borið virðingu fyrir útgerðinni, einni undirstöðuatvinnugreininni.

 Það er algerlega óþarft fyrir Blöndal, að hafa áhyggjur af Magma Energy.

Þeim bera engar skaðabætur þar sem gerðin var ólögleg, það er málatilbúnaður þeirra stenst ekki skoðun, að bestu manna yfirsýn.

Bendi Pétri frekar á, að fjölskyldur unga fólksins er nú að bugast undan drápsklyfjum, sem sett haf verið á axlir þeirra með svikamyllu Verðtryggingar, ar sem annar aðilinn, (bankarnir og sjóðirnir) hafa sjálfdæmi um breytingar á öllum forsendum EFTIR að búið er að skrifa undir.

Þetta kerfi ver hann með kjafti og klóm.

Okkur Sjálfstæðismenn vantar EKKI fleiri slíka alþingismenn.

Miðbæjaríhaldið

 


mbl.is Sérstakar yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Burt með Pétur!

Halldór Egill Guðnason, 27.7.2010 kl. 04:03

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Björn Valur sér sjálfur um að eyða sér...

Halldór Egill Guðnason, 27.7.2010 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband