Efnahagskerfi með eigið líf?

Geta einhverjir skýrir og innvígðir menn í peningaheiminn skýrt fyrir mér, af hverju það má gerast, að þegar dollarinn hríðfellur og kemst í nánast sögulegt lágmark miðað við lykil gjaldmeiðla heimsins í sjálfu heimalandi hins almáttka Dollars,--HÆKKAR sama mynt miðað við okar Krónu, sem styrkist verulega miðað við Evru?

 

ÉG veit, að ég er ekkert voðalega skýr en þetta gersamlega fer fyrir ofan garð og neðan hjá mér.

Svo er annað, hvernig má það vera, að allar þessar hallir, sem verið er að reisa í verslun og skrifstofu geiranum, allt undir merkjum HAGRÆÐINGAR, seljast og seljast, verðið stígur og stígur en fólksfjöldinn á bakvið hvern fermetra hefr ekki í annann tíma verið minni en enmitt nú?

 

Svo er þetta með íbúðarhúsnæðið.  Hverjir koma til með að búa í öllum þessum húsum, sem verið er að reisa hér um allt, heilu hverfið rísa með ógnarhraða og gluggarnir standa tómir í mjög mörgum þessara fjölbýlishúsa en VERÐ á íbúðarhúsnæði heldur samt áfram á STÍGA með ógnarhraða?

Vextir hækka og verðbólgan knúin áfram af verði húsnæðis hækkar enn vextina (Verðtryggingin).

Hverjir eru að kaupa?

Geta það verið fyrirtæki, sem eru í eigu bankana sjálfra?

Hvernig má það vera, að Hagkerfi okkar lúti ekki neinum lögmálum, sem þekkt eru ytra?

Svo er annað, hver fann upp á því, að vextir sem eru á löngu teknum lánum BREYTAST við vaxtaákvarðanir, löngu eftir að skrifað var undir?

Hverskyns hagstjórn er það, að menn viti sem er, að það skiptir ekki nokkru máli, hvenær lán er tekið, hvort það er gert þegar vextir eru hagfelldir eða allt í botni eins og núna?  ÞEtta slær lítið sem ekkert á eftirspurnina eftir lánsfé, þar sem menn vita, að þetta er allt saman breytilegt.

Eru þetta gjafir til lánastofnana?  Að hækka afgjöld af söluvöru þeirra löngu eftir að salan fór fram?

Semsagt, nú skil ég betur það sem kunningi minn einn sagði mér fyri rmargt löngu síðan.

,,Eftir því sem fleirri Hagfræðingar koma að lagasetningu, því vitlausari er hún og skelfilegri fyrir hag fólksins og afkomu þjóðarinnar."

 

Miðbæjaríhaldið

Skilur hvorki upp né niður í Hagkerfi okkar hér á Fróni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband