Nú er nauðsyn viðbragða í auðlindamálum.

Hef oft yppt þeirr skoðun minni, að mjög ríður á, að sett verði löggjöf, alþröng, um Fullveldisrétt þjóðarinnar á ÖLLUM auðlindum lands og sjóvar.

 

Hér dugir ekkert hálfkák, því mjög mun sótt að þessum auðlindum okkar í framtíðinni og nóg mun um menn, sem vilja fénýta þessi náttúruvé.

Mér liggur í léttu rúmi, hver virkjar auðlindirnar, eins lengi og eignarhald á uppsprettunum er óumdeilanlega í eigu þjóðarinnar.  Síðan er það úrvinnsluatriði, hvort afgjald sé tekið og þá hve hátt það skuli vera á hverjum tíma.

Ef félög eða einstaklingar geta eignsat auðlindirnar, er jafnvíst, að einhverntíma kemur upp sú staða, að útlendir vilji eignast og auðvitað mun  einhver ,,eigandi" ekki geta staðist þá freisstingu, sem aurinn er mörgum.

Óbornar kynslóðir íslendinga VERÐUR að eiga sinn fullveldisrétt hér og er það okkar heilög skylda að búa svo um hnúta, að ekki rakni í þessum efnum.

 

Íslandi allt

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Jákvæð niðurstaða úr borun á Þeistareykjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband