Í ánauð til 20ára.

Hvernig í ósköpunum má það vera, að fullfrískum mönnum detti í hug, að afsala eigendum OR ÖLLUM ÞEKKINGARAUÐ Orkuveitunnar í nútíð og til næstu 20ára, ------Aldarfimmtung-----hvorki meira né minna.

Nú er svo komið, að þar til bærir menn opinberir, ættu að rannsaka ofan í kjölinn, valdsvið og heimildir þeirra sem að þessu gerningum stóðu.

Svo er algerlega ótrúlegt, að menn geti samið um einkarétt til handa einkaaðila og eða fyrirtækja, sem ekki eru órjúfanlega eign þeirra sveitafélaga sem stofnuðu þau, á FRAMTÍÐARSAMBÖNDUM og ALLRI ÞEKKINGU  nú þegar fengni og einnig þeirri þekkingu sem hugsast gæti að skapaðist á næsta ALDARFIMMTUNG.

Annað sem ég tel í bága við vilja löggjafans í setningu laga um opinbera starfsmenn, fyrirtæki opinber og almenna stjórnsýslu, að mönnum líðist, að nánast setja í pant eigur ANNARRA sveitafélaga, líkt og gert var í tilfelli afsals HUGSANLEGS EIGNAHLUTA í HS.  Eignahluta sem er klárlega EKKI til orðinn.

Síðan tel ég ekki bara ámælisvert, heldur vítavert, að menn skuli afsala sér ,,eignarhlut" í eigum annarra íbúa sveitafélags, sem treysti OR til að VARÐVEITA, sem almenningseigur, hluti í HS.  Þetta er hugsanlega ekki ólöglegt,--ætti að vera það,- en klárlega siðlaust með öllu.

 

Svo virðist að hér hafi verið gengið erinda örfárra auðmanna og svo kyrfilega gengið til verks, að allar eigur OR til fyrirsjáanlegrar framtíðar verði þeirra eign og þeirra einna.  Það' er svosem í takt við að sumir fengu að kaupa í nafni fyrirtækis í þeirra eigu en hinir máttu kaupa á sinni kennitölu.

 

Þetta hefðu mínir menn átt að skoða, ekki bara núna, heldur áður en að samrunaferlinu kom.

 

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Bjarni.

Það er ekki oft sem ég sé Miðbæjaríhaldið vera undrandi yfir málefnum Orkuveitu Reykjavíkur ég er sammála þér fyrir utan ég á ekki orð yfir þessu og hvernig fór.

Það má líka segja hvers vegna liggja fundagerðir ekki uppi til þess að staðreyndir liggi fyrir. Ég tel það góða stjórnsýslu í fyrirtækjum eftir fundi að gerðabækur liggi uppi

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 13.10.2007 kl. 10:26

2 Smámynd: Brynjar Svansson

Sæll, ég er orðlaus yfir þessu öllu og get ekki bloggað um þetta því þetta mál er allt svo skelfilegt. Ritað í athvarfi Ingólfs

Brynjar Svansson, 13.10.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: haraldurhar

Sæll Bjarni.   Tek undir all sem þú segir um Or. og Rei, það sem mér er að öllu óskiljanlegt er hvernig kjörnir fulltúar geta tekið sér það vald að selja almenningseign án undangengis verðmats, utanaðkomandi sérfræðinga, og án þess að fari fram allment útboð á þeim hlutum sem verið er að selja.   Mitt mat er að allir þessir gerningar standist ekki gildandi stjórnsýslu og lög. og séu þar af leiðandi ólöglegir, og verði afturkallaðir.

   Þegar þú talar um mína menn hverja áttu þá við?

kv. h.

haraldurhar, 13.10.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband