Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.4.2008 | 11:57
Verum þakklát Guði í þetta skiptið.
Enn verður slys, sem hefði hæglega verið mun skelfilegra. Bíll snýst í hálku /slabbi og fer að hluta yfir á rangan vegarhelming og á móti kemur bíll og ekki að spyrja að leikslokum, auðvitað skulluþeir saman. aðvífandi bíll reynir að beygja frá en við það veltur hann.
Þurfum við ekki endilega að grafa fleirri Héðinsfjarðagöng?
Endilega að grafa meira þar sem sem fæstir bílar fara um.
Núverandi samgönguráðherra ætti að heimsækja fólkið á spítalann og fylgjast með, hvernig endurhæfingin gengur. Svo er einnig með þau fórnarlömb umferðaslysa sem rekja má til seinkana á tvöföldun vegarins til Keflavíkur.
Er ekki kominn tími til, að þingmenn okkar hérna á suðurhorninu fari að gera kröfu um, að fá Samgönguráðuneitið?
Svona gegnur ekki lengur, ekkert afsakar svona bull.
Miðbæjaríhaldið
Lítil meiðsl í umferðarslysi á Suðurlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2008 | 11:46
Til hvers?
Nú er spurt, til hvers að tala við Rice?
Hvaða siði þarf að virða í þeirri heimsókn?
Ætlar Ingibjörg að taka slæðuna með sér, svona til vonar og vara?
Þarf Ingibjörg að hressa uppá lingóið og temja sér svona Homy slang? Jó man frigging ruling biatch!
Vill Rice nokkuð tala ið Ingibjörgu frekar en Geir?
ER eitthvað að marka loforð hennar núna frekar en þau sem gefin voru um hersetuna hér í eina?
Miðbæjaríhaldið
hefði sparað okkur þessa aura sem fer í ferðina þessa.
Ingibjörg Sólrún hittir Rice | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2008 | 20:01
Þerfaglegt væl.
Hafið þið tekið eftir því, hvað svona orð eru mikið notuð á fundum um síðasta fund?
Allskonar stofnanaorðaforði og nú nýjasta ,,mannauðs" hitt og þetta. Svo kemur alltaf, líkt og nótt fylgir degi, verulega vantar uppá, að nægu fjármagni sé varið í bla bla..........
Var ekki verið að sýna fram á með erlendum rannsóknum, að fjáraustur í heilbrigðiskerfið okkar er með því almesta sem þekkist á byggðu bóli?
Einnig kvað þetta vera í Menntakerfinu og afköst (námsárangur) við með hæstu fjárhæðirnar en ekki svo góðan árangur. Samt eru haldnir margir margir fundir um síðasta fund sem fjallaði um hvað obboðslega mikilvægt væri að taka ,,faglega" og svo ,,þverfaglega" í teymum á viðfangsefninu. ÞEtta þýddi auðfvitað, að auka þurfti verulega fjárframlög til faglerar rýni.
Muna menn ekkert eftir því, að við áttum einu sinni eitt best rekna sjúkrahús á Norðulöndum óg þót víðar væri leitað, nfnilega Landakot undir stjórn Bjarna Jónssonar.
Landsinn var ætíð með horn í síðu þess sjúkrahúss, vegna þess, að þeir stóðust öngvanveginn samanburð í rekstri og framlegð, hvað þá hversu mjög Landakot var vinsælla mmeðal sjúklinga og að aðgerðirnar heppnuðust yfirleitt mjög vel og fór af þessum litla spítala verulega gott rikt víað um heim.
Sagan segir, að hvergi á byggðu bóli voru fleirri hámenntaðri læknar (frá Mayo, Texas in og víðar um Bandaríkin og Evrópu) með víðtækari reynslu en einmitt þar og að læknar vildu gjarnan koma him og starfa þar.
Landsinn er enn miðlungs og með miðlungs allt. Jafnvel svo, að tækin, sem keypt haf verið dýrum dómum, svo sem Segulómunargræjurnar eru ekki notaðar nema lítin hluta sólarhringsins, sjúklingum bara boðið uppá biðlista að komast í þau, ef þau þa´ná því áður en um seinan er orðið.
Nei ég er löngu löngu hættur að hlusta á svona niðurstöður funda um eigin ágæti. Þeir eru yfirleitt mjög sjálfhverfir og fyrirsjáanlegir.
Miðbæjaríhaldið
fyrrum sjúklingur á Landakoti
Hafa áhyggjur af niðurskurði á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2008 | 19:13
Húsablús í Miðbæ.
Húsin hérna eru sum að biðja um, að fá að hætta að vera til. Þau voru í raun aldrei, voru byggð af vanefnum og mesta þægð væri af því, fyrir minningu þeirra sem þau byggðu og í raun húsin sjálf, að fá að hætta tilveru, sem var í raun aldrei annað en til bráðabyrgða.
Kofarnir margir eru skelfilega ljótir og illa gerðir í upphafi. Ekki nein eftirsjá í þeim, frekar bruðl að sólunda plássi undir þau við götur borgarinnar.
Aftur á móti eru hús allmörg, sem eru til prýði og yndisauka þar sem þau standa. Sumum mætti gera betur til, með nýrri klæðningu eða pensli. En grunnurinn er góður og því eftir einhverju að slægjast. Milli þessara sjónamiða verður að þora að ganga og fella ljótu trén, svo hin megi njóta sín.
Víða er svo, að frekar lagleg Katalóg-hús eru uppvið steinsteypt hús og fá ekki notið sín, þar sem allstaðar eru þau borin ofurliði af ,,kumböldunum" í kringum þau. Þessi hús ætti að færa á rýmri staði, hvar hús í þeirra stíl eru. Við kumbaldana ætti að reisa hús við hæfi og tengja saman í samræmi.
Ekkert af ofanrituðu fæst gert, á meðan ekki er tekið á með hörku, skemmdarverkum sprautubrúsamanna. Þá á verður að stemma að ósi. Hér duga ekki nein vettlingatök né heldur væl um að þetta fólk þurfi að tjá sig með úðabrúsum. Það er ekki hlutverk borgarinnar, að verða þeim út um ,,kanvas" það verða þeir sjálfir að gera.
Það er ekkert annað en hjákátlegt, að hlusta á Birnu Þórðar lýsa ábyrgð á ,,Slömmlordana" sem að hennar sögn eiga alla sök af þessu ástandi í Borginni. Hún man kannske ekki umræðu sem hún sjálf fór fyrir á sínum tíma um, að ,,götulistamenn" þurfi að fá einn og einn vegg fyrir sig. Reynslan varð sú, að ,,graffið" fór út um alla borgina útfrá veggjunum góðu.
Svo mætti líka tala um þá aðferð, að kaupa eina og eina íbúð fyrir undirmálsfólk um allan Miðbæinn og úthluta á vegum Féló. Það hefur gefist afar illa og komið illu til leiðar bæði innan húsfélagana og frá næstu húsum í nágrenninu.
Ef menn meina eitthvað með því að vilja taka til í Miðborginni verður að setja reglur um vínveitingar og tímalengd þjónustu. Það gera allar þjóðir í Evrópu og BNA. Það væri gaman að fá að vita, hvernig reglurnar eru í Höfuðborgum Evrópu og BNA um þjónustutíma búlla í næsta nágrenni Þinga og opinberra stjórnsýslumiðstöðva eru.
Hér duga ekki lengur yfirborðslegar yfirlýsingar um, að hreinsa verði og breyta hugsunarhætti. Það dugir bara ekki.
Miðbæjaríhaldið
finnst ekki góð lykt af þvagi eða brotnum bjórflöskum á víðavangi.
2.4.2008 | 15:32
Hingað og ekki spönn lengra takk!!!!!!
Ef marka má ERLENDAR fréttir, er forsætisráðherra og húskarlar hans, að véla um lán til ísl. lýðveldissins að upphæð helling og svo nokkuð í viðbót.
Ég leyfi mér að mótmæla verulega harkalega.
Ég vil EKKI að bönkunum verði bjargað á minn kostnað.
Ég kaus að halda kjafti, þegar skatturinn á mig lækkaði ekki, hækkaði frekar að tiltölu, á meðan skattar á mógúlana og félög þeirra voru lækkaðir verulega og undanskot frá sktti varð að viðurkenndri listgrein að því er virðist (sama hvað rannsakendur setja fram um undanskot, þá eru þeir sem eru hvað stærstir í því ætíð sýknaðir en KLEINUSTEIKINGAKERLINGARNAR NAPPAÐAR)
ÞAR SEM MÉR VAR SAGT, AÐ VERIÐ VÆRI AÐ BÚA Í HAGINN FYRIR BÖRNIN MÍN og greiða niður allar erledar skuldir hratt og örugglega.
Þetta sagði hann Davíð minn mér og ekki sagði hann Kjartan Gunnarsson mér annað.
Þetta var líka satt. ég sá að skuldir ríkissjóðs lækkuðu með hverju árinu sem leið, ÞRÁTT FYRIR VERLEGT BRUÐL Í BÆÐI HEILSUGEIRANUM OG VÍÐAR, margföldun á framlögum þangað og til menntunar framtíðarkynslóðana. HÉLT AFGERANDI KJAFTI OG VANN BARA.
Nú er komið annað hljóð í strokkinn, nú skal fara í lántökur sem nema allt að því mun HÆRRI UPPHÆÐUM en allar skuldir Ríkissjóðs voru þegar Davíð minn byrjaði niðurgreiðslu skulda, studdur af mínum elskaða vini og tryggðartrölli EINARI ODDI. Mikið hevíti sakna ég hans, hann segði manni altént satt.
Ef satt er, að Siggi Einars og félagar hafi verið að lána einhverjum ætluðum ,,fjárfestum" í Englandi, fúlgur fjár og ætlað að brúka til þess aura fra´ísl LÍFEYRISSJÓÐAKERFINU að hluta. fer manni nú að velgja mjög.
Verðtryggingin hefur stolið óhemju af minni kynslóð og hefur farið afar illa með síðari kynslóðir.
Nú ætla þessir guttar að krefjast skuldsetningar nýju ALDAMÓTAKYNSLÓÐARINNAR og allt með verðtryggðum anúetetsvöxtum breytilegum líklega.
Hér segi ég STOPP.
Skörin er farin að færast illyrmislega upp í bekkinn, hvar mitt fólk ætti að eiga sæti ef staðið hefði verið við loforðin sem mér og fólki á svipuðu reki voru gefin þá greiddar voru skuldir fyrri kynslóða.
Hingað og ekki fet lengra.
Miðbæjaríhaldið
Snar-band-brjálaður af illsku
1.4.2008 | 15:47
Ekki bregður mér mikið í brún.
Við akkurat þsvona meldingum var að búast frá Möllernum.
Svo ætlar hann EKKI að la´ta hanna tvöföldunina frá Rauðavatni að ,,Aleigunni" KAffiskúrnum við Sandskeið.
Svo ætlar hann að bíða eins lengi og unnt er, þar til vegalagnsuður að Keflavík verður kláruð.
Gerum kröfu til Samgönguráðuneytisins nú þegar hingað á ,,Mölina"
Miðbæjaríhaldið
Ólíklegt að Sundabraut fari í útboð í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2008 | 13:17
Mín péníngaspá, ekki spakvituglegri en aðra spákarla-afurðir.
Mér segir svo hugur um, að nú fljótlega eftir helgi, munu menn fara að kaupa Krónuna í gríð og erg.
Þar verða á ferðinni bankar og lífeyrissjóðir, sem geta innleyst verulegan hagnað á að kaupa Krónur í lægstu lægðum.
Eftir helgi verður búið að reikna Verðbótaþáttinn á alla HÖFUÐSTÓLA SKULDA LANDSMANNA SEM ERU Í GILDI MEÐ VERÐTRYGGINGARÁKVÆÐUM.
Þá munu stabbarnir bólgna vel og forðamenn bankana geta sýnt inn í hlöðurnar og gortað af góðum stöbbum skuldbindinga landsmanna. ALLT FRAMREIKNAÐ OG FÍNT
Þetta er þekkt og hefur verið gert áður. Svo kemur kúppið.
Í næsta mánuði mun veðtryggðir vextir (vaxtagjöldin) koma að FULLU INN Í NÆSTU VERÐBÓLGUÚTREIKNINGA og HÆKKA ENN stabbann.
Þetta er auðvitað ekkert annað en vistarband nútímans.
Miðbæjaríhaldið
alveg bit á pólitíkusunum í Flokki allra landsmanna.
27.3.2008 | 12:10
Blessaður Miðbærinn.
Er Miðbæjaríhald og ann því Miðbænum mjög.
Hef verið að nöldra um hnignun Miðbæjarins lengi, lengi. Ekki fengið miklar undirtektir og ef mér hefur dottið í hug að nefna Slömm hefur mér verið bent á, misjafnlega pent, --að tjáningarþörf nýrra tíma sé í formi úðabrúsa. Hneykslaðir ,,heimsborgarar, með yfirsýn hins siglda" segja frá ferðum sínum um framandi stigu, Manhattan og London. Þar tíðkist mjög svona tjáning og listsköpun, ég sé ekkert annað en forpokað íhald, sem ekkert viti eða kunni um alvöru list og erlenda menningarstrauma.
Svo hætti ég að röfla um veggjalistina, (sko ég kallaði það krot og sóðaskap) en hóf að bölsótast útí hvítlaukspestina og braslyktina sem allt ætlar að drepa þarna niðurfrá nánast alla daga.
Ekki tók þá betra við,--,,kanntu ekkert að meta hina alþjóðlegu matargerðalyst, sem nú gerir strandhögg hérlendis eða viltu bara súran hrútspung, að steyta úr hnefa????? ha helvítis íhaldskurfur getur þú verið."
Þá fór ég að vorkenna því erlenda starfsfólki, sem stóð aftan við pottana og hina sem voru með kústana í hönd. Talaði um, að líklega væru þeir hlunnfarnir í launum, því viðurgerningurinn væri ekki svo mjög dýr, því gætu þessir útlendingar varla verið mjög kaupdýrir.
Ég fékk enn eina yfirhalninguna um hvað við værum heppin þjóð og hversu ofboðslega væri gaman að ganga um Miðbæinn og geta barið augum Kínverska Dreka og hvaðeina. Allir hugsanlegir erlendir straumar strjúki um vanga, útlendum ferðamönnum til yndisauka, ekki dygði að bjóða bara upp á Tros og súra Bringukolla, hvað þa´krof af lambi.
Þess vegna og að ofanrituðu skoðuðu, skil ég ekkert í því, að menn séu hissa á, að útlendir menn séu í vistarbandi og nánast ánauð við störf hjá veitingastöðum sumum og að þeir íbúar sem ekki kunna við hina ,,alþjóðlegu lykt" (með keytu ívafi) vilji flytja í burtu úr mínum elskaða Miðbæ og þar sem ekki byggjast upp boðleg hús, grotni þau hin sem fyrir eru niður.
éG þarf að rifja upp hvað ég hef lært um alþjóðavæðingu Miðbæjarins, því nú er komin bensínstöð, að bandarískri fyrirmynd, við enda Hljómskálagarðsins, með tilheyrandi brösunarlykt og fnyk af ofnotaðri matarolíu.
Verð að venja mig við þetta áður en blessað Vorið kemur og við hjónin fórum að dunda okkur við Túlípana, rósir, gras og aðrar plöntur í garðinum okkar.
Ekki vil ég vera púkó.
Væri ekki hægt að fá menn til að kasta úr næturgögnum í Hljómskálagarðinn og þannig fá svona Cosmopolitan lykt í norðanandvarann??
Miðbæjabaríhaldið
með þjóðlegt nef og viðkvæmt.
27.3.2008 | 11:33
Fyrirsjáanleg viðbrögð bloggara við svari Árna.
Hef verið að lesa hvað bloggarar segja um svar Árna.
Allt þar eftir fyrirfram vituðum línum, stóryrði og háheilagir menn Jesúsa sig í bak og fyrir, konur grípa andann á lofti og setja upp svip hinna sannkristnu og siðprúðu.
Ég las svar Árna með athygli og verð að segja hverja sögu sem er................... Ég er giska sammála Árna.
Spurningar Umba voru nú nánast sniðnar að fyrri upphrópunum sanntrúaðra í fjölmiðlum.
Það höfðu verið afar sterkar álitsgreinar frá ,,virtum" ,,lögspekingum" og jafnvel Emerítus.
Hvernig í dauðanum halda menn, að svoleiðis hafi ekki áhif á spurningar Umba???
Ég er nefnilega mannlegur og breyskur vel. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því, að ef ég hefði verið í sporum Umba, hefði ég að líkum einnig tekið mark (hugsanlega óafvitandi) á umræðum og skoðunum, sem settar höfðu verið fram af þeim sem eru ,,inn og virtir" í lögskýringunum.
Það er sfar auðvelt, að afgreiða einhvern, sem hrokafullan ef viðkomandi er ekki sammála manni sjálfum. Það þekki ég vel, bæði af mínum þönkum og annarra um mig og minna um aðra.
Það er alveg gersamlega mannlegt og ekkert að skammast sín fyrir.
Ég er ætíð að rembast við Höfuðsyndirnar Sjö með misgóðum árangri en það er eins og rekkar vita, lífsstarf hverjum manni. Samt klikka ég sífellt og fell með misháum hvellum.
kæru bloggarar, ekki velja Árna mínum svona stór orð og mikla dóma, það segir frekar um stöðu ykkar í baráttunni við Höfuðsyndirnar en Stöðu Árna við SÖMU syndir.
Miðbæjaríhaldið
breyskur maður og bogin
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2008 | 13:37
Semja sig að siðu fyrri íbúa , þarna af Þingholtinu.
Loks komu nýbúar sem skilja menningararfinn til fulls og brúka næturgagnið eins og til er ætlast.
Við þetta þarfaþing eru margar sögur festar og úrhellingum þeirra einnig. Í ungdómi mínum varð til svonefndur ,,Hlandhóll" í brúargerðarflokknunm okkar. Einn íbúi þar, kunni ekkert með næturgagnið að fara og stóð í gættinni á skúrnum sínum og mé sísona beint út á balann. Svo kom blessuð Sólin og vermdi upp ,,Bæjarhelluna" og fylgdi þa´þessi lykt, sem seint líður mér úr minni.
Ætli ég þurfi nokkuð að erinda þarna á Bergstaðastrætið í Vor, með hækkandi Sól? Vonandi ekki.
Segið svo, að Fjölmennignarsamfélagið birtist ekki með framandi lykt yfir Miðbæjinn minn, bæði út úr ,,Kökkenum" og víðar að.
Miðbæjaríhaldið
lætur sér nægja hvítlauksbræluna og olúiu-viðbrennslulyktina frá olíustöðinni við rautarendann við Hringbrautina og Hljomskálann.
Búa í gámi í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |