Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.4.2008 | 23:03
Ekki gilda sömu reglur um allar framkvæmdir, ef þetta er satt.
Hef fylgst mjög með umræðum og framkvæmdum í samgöngumálum okkar um áratugi.
Virðist, að ef Vegagerðin eða þá sérstaklega Samgönguráðherrar, hvers tíma sem er, eru á móti einhverjum framakvæmdum eð vilja fá einhverjar sérstakar framar í röðina, virðast reglur og viðmið breytast mjög.
Dæmi.
Tvöföldun á veginum austur fyrir fjall, þarf að fara í umhverfismat en ekki 2+1, sem hefur verið trú sumra, að dugi fyrir þetta lið þarna fyrir Sunnan.
Allir sjá sem vilja sjá, að þetta er ekkert annða en fyrirsláttur.
Á sama tíma er ekkert að því, að bora göng undir ,,Vaðlaheiði" ekkert helvítis Umhverfismat, sem tefur fyrir eða annað pjatt. Vegalagningin fer bara yfir skóglendi frægt nokkuð og gróið land í Eyjafirði.
Ekkert Umhvefris pjatt og vitleysa þar.
Ekki heldur í Héðinsfirði, sem er eyðifjörður sem er ósnortinn hvað varða vegalagningu þarna inn í botni fjarðarins. Nei og aftur nei, ekkert béfað Umhverfisbull þar. Leggið bara veginn og verið snöggir að. Möllerinn þarf að sprengja eins og Sturla gerði.
Það gerir ekkert il, að þetta lið þarna fyrir sunnan tefjist í umferðaröngþveiti, limlestist, stórslasist, farist, og að aðstandendur þeirra sm þarna þurfa að fara um, séu sem hengdir uppá þráð í hvert sinn, sem ástvinir fara milli byggðalaga þarna ,,fyrir Sunnan".
Eins lengi og vegagerðin hefur nóg að sýsla við Eyjafjörð og nærsveitir er allt í gúddí.
Við sem erum pakkið ,,fyrirSunnan" verðum að fara að tala við okkar ,,kjörnu fulltrúa" og segja þeim skorinort, að ef ekki verður þarna alger umsnúningur á nú þegar, munu þeir ekki verða okkar ,,kjörnu fulltrúar" eftir næstu kosningaar.
Miðbæjaríhaldið
Gersammlega búin að fá uppí háls af niðurlægingu okkar hér syðra í samgöngumálum.
Engin tvöföldun í bráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2008 | 11:39
Náttúra séð og óséð.
Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru endurvakin með fundi fyrir Vestan. Þangað kom fólk úr öðrum landsfjórðungum, sem telur þörf á að leiðbeina fólkinu úti á landi. Kunnáttufólk.
Ég hinnsvegar tel, að Vetfirðingum færi betur að þakka þessu fólki bara fyrir komuna en frábiðja sér leiðsögn þeirra.
Það hefur nefnilega ekki reysnt þeim vel, að fá línuna ,,að Sunnan".
ÞEtta fólk sem nú vill leiðbeina og hafa vit á öllum sköpuðum hlutum er varðar náttúruna, þagði háværri þögn, þegar togskipum var veitt heimild til, að toga nánast uppí kálgörðum vestra. Stærðarinnar togarar, flestir ef ekki allir úr öðrum lansfjórðungum, skófu botinn langt inn fyrir hefðbundna trilluslóð, með tilheyrandi raski og hervirkjum á botngróðri, landslagi og að ekki sé nú talað um Kórallana.
Niðurstaðan er sú, að Skatan (Stóraskata) er ekki til lengur þarna og lóðSkatan í minna mæli, þar sem Péturskip þeirra, hefa ekki tangarhald neinstaðar, þar sem búið er að slétta og eða rífa upp vistkerfin.
ÞEtta sést ekki og það er ekki hægt að láta taka myndir af sér liggjandi fyrir framan stórvirku vinnuvélarnar, bara slorlykt og ekkert spennandi eða cosmopolitan við þvoleiðis.
Mín ósk til Vestfirðinga er, að vara sig á sendingum ,,að Sunnan" og efla Bola til að hafa undir Skottur og Móra sem kunna að verða sendir vetur.
Bið svo um, að eðlileg þróun fái að verða þarna og að íbúar fái SJÁLFIR að ráða framvindunni, en ekki besservisserar að sunnan.
Störfin sem bent er á, eru flest í túrismanum en í þeim þurfa að vera að uppistöðu, láglaunastörf, svo markaður sé fyrir framboð afþreyingarinanr, því er það ekki ásættanlegt fyrir heftina af íbúunum, að benda á slík störf, það passar fæstum Vestfirðingum, í það minnsta sem ég þekki, að vera í svoddan snuddi í kringum ríka ,,herra" og bera lítið úr býtum.
Sv er annað sem menn verða að skilja, svæðin eru tvö, annað er Suður svæðið, hvar talað er um, að stórfyrirtækið rísi og svo er Norðursvæðið, hvar menn eru nú að efna sig uppí að hafa vit fyrir ,,hinum". Slíkt er ekki til góðs og ber að varast í lengstu lög.
Því bið ég menn í fjöðum vestur, að vanda sig í samskiptum og láta af þjónkun við besservissera.
Miðbæjaríhaldið
fyrrum Vestfjarðaríhald
11.4.2008 | 09:30
Ráðlausir þingmenn tárvotir.
Ármann nokkur þingmaður úr Kraganum fellir tár út í tómið um slysin á ,,Keflavíkurveginum".
Allt er þetta vegna umræðunnar um fjölgun slysa á þeim kafla, sem ekki hefur verið fullkláraður vegna gjaldþrots verktaka.
Ég sendi honum hressilega tóninn og hann svaraði með hótfyndni. Bar sig síðan upp við annan bloggara, sem sendi inn sitt innlegg á þeim níotum, að sitthvað væri nú bitastætt í mínu kommenti. Ármann þessi vældi yfir því að ég hafi nefnt þingmenn SV hornsins amlóða og ætlað þá á einhverju róandi, miðað við hversu geðlaust þetta lið hafi verið í áratugi.
Ármann bloggaði um merkingar og hugðist ná flugi á uppdrifti umræðunnar. Það tókst að líkum ekki, þar sem ég hef frekar heyrt gerðan lágan róm og ekki góðan, að væli hans. Mönnum þótt hann nokkuð ódýr, að vilja koma af sér og félögum sínum, ábyrgð á því hvernig allar framkvæmdir, sem hér eru gerðar í samgöngumálum eru í miklu skötulíki (bið Skötur allar afsökunar á samlíkingunni).
Ég benti kurteislega á, brúarsmíðina við Hádegismóa og að þar hefði verið unnið af framsýni, minnti að Geir Hallgrímsson hefði haft með þá framkvæmd að gera en láðist að benda á framkvæmd sem unnin var í tíð félaga Ármanns og er nokkru neðar og norðar en Hádegismóabrúin, nefnilega ,,Mislægu" gatnamótin á Veturlandsvegi, hvar brú flytur umferð sem kemur til borgarinnar eftir EINNI AKREIN Í HVORAR ÁTTIR!!!!! samt er farið af brúnni á geil, sem er grafin fyrir tvær akreinar í hvora átt en þingmenn okkar hafa látið svo gott heita, að ekki sé einu sinni lagður vegur á þann spotta og byggt í anda þeirra sem áður unnu verkin.
Þetta er ekkert annað en amlóðaháttur og aulaháttur. Ræfildóminn kóróna þeir með því, að láta það yfir sig ganga, að tvöföldun vegarins frá Rvík til Selfoss, verður EINNIG Í SKÖTULÍKI (sama á hér við um afsökun til fisksins Skötunnar), Ekki á að hrófla við þeim hluta, sem liggur út úr boginni heldur hefja tvöföldun einhverstaðar á miðri leið.
Að vísu verður að áre´tta hér, að það er nýbyggð brú á leiðinni til Selfoss, við gatnamótin að Þrengslum. Sú brú er EIN OG HÁLFBREIÐ, ENDURTEK, EIN OG HÁLFBREIÐ. Ef eitthvað getur verið heimskulegra og aulalegra en þetta og á sama tíma ákveða gerð Héðinsfjarðargangna, þá vil ég endilega biðja um, að fá að heyra af því, ekki veitir af gamansögum nú á þessum síðustu tímum áfalla og hrakfara gæludýra og átrúnaðagoða sumra þingmanna.
Ég vil einnig yppa þeirri staðreynd, að Á SAMA TÍMA OG ALLAR VEGABÆTUR Á ÞESSU UMTALAÐA SVÆÐI, VAR TEKIN ÁKVÖRÐUN UM, AÐ GRAFA GÖNG UNDIR VAÐLAHEIÐI og það sem furðulegast er, þar þarf ekki að fara í umhverfismat, þó svo að farið verði inn í skóg allkunnan og að farið verði um gróið land en hér þarf að fara í allskonar Umhverfismat og líklega bannaðar framkvæmdir, ef velta þarf við steinvölu.
Ég fæ ekki heila brú í þankagang svona manna og því lýsi ég því yfir, og tel mig tala fyrir munn afar margra, þegar ég lýsi ábyrgð á hendur þessum mönnum á þeim vandræðum sem þessi sleifarháttur hefur haft í för með sér bæði hvað varðar tímalengd og tapaðar vinnustundir og annan kostnað, sem ég vil svosem ekki vera að tíunda hér.
Ég fæ ekki séð, að ég hafi farið neitt fram úr því sem allmargir telja og eru að ræða um svona sí á milli en hitt er jafnvíst, að ekki þótti það stórmannlegt í mínu uppeldi, að væla undan krítíkk en ég er af Vestfirsku bergi og þar æjuðu menn lítt undan orðum, né kjaftshöggum að heldur.
Miðbæjaríhaldið
ber tilhlýðilega virðingu fyrir stórum hluta ,,kjörinna fulltrúa almennings"
10.4.2008 | 16:00
Þökkum fyrir að Íbúaðlánasjóur sé EKKI á vegum bankana.
Kunna þessir menn ekki að skammast sín?????
Lárus Welding og félagar ættu að sýna fram á,a ð bankarnir hafi EKKI vogað um of innlendum sparnaði en hætta að heimta allt uppí hendurnar og nú ekki bara öll húsnæðislán, heldur er lagafrumvarp um, að lífeyrissparnaður okkar verði afhentur í bútum til þessara vogunarmanna, me'ð brask að fornafni.
ÞEtta lið skal fyrst sýna fram á, að við höfum hag af að þeir fái að vera á okkar markaði ´´AÐUR en þeim verður afhent meir af mínum eigum og barna minna.
TAKK FYRIR
Miðbæjaríhaldið
vonar að svona lið stofni sinn eigin Flokk en láti minn ástsæla Sjálfstæðisflokk í firiði
Lárus Welding: Skýtur skökku við að ríkið reki banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2008 | 15:19
Skipt um skoðun??
ÞAð var R-listinn sem seldi F-11 en ekki aðrir.
Þar var fulltrúa VG að finna.
Hvað hefur breystst?
Dagur gaf ádrátt um og lofaði, að lóðin fylgdi.
Hvað hefur komið fyrir VG, ekki eru þeir að skipta um skoðun??
Loddarar.
Miðbæjaríhaldið
Vilja að sala á Fríkirkjuveg 11 gangi til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2008 | 14:41
Ótrúverðugir mjög.
ÞEtta er í besta falli ónækvæmt en í versta falli lygi.
Bankakrísa er einnig áÍrlandi svo og nokkur verðbólga, svo mun einnig um Eystrasaltslöndin.
Miðin væru Almenningur, burt séð frá öllu kvaki EB sinna núna þegar verið er að lokka okkur þangað inn, svo breytist tónninn, spyrjum bara Skota og útgerðamenn á austurströnd Bretlands.
Svona mætti lengi telja.
Svo væri ekki úr vegi, að gaumgæfa, hverjar áherslur Ágústar Rektors eru og voru.
Mannlegur eiginleiki, að fara ekki verulega í bága við höndina sem fóðrar (launagreiðenda).
Miðbæjaríhaldið
Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2008 | 10:27
Eftirlitsiðnaðurinn.
Hér er enn verið að búa til algerlega óþarfan kosnað fyrir bílstjóra.
Ef eittvð ætti að krefjast, væri það auðvitað, að menn sýndu fram á hæfni til að aka svona einn hring í borgarumferð og sturta svona einu hlassi.
He´r er verið að gefa ökuskólunum fullt af peningum og eftirlitsiðnaðinum enn meira að vera með puttana í.
Svona var get í fluginu og hefti það menn mjög þannig að afar margir, ég þar á meðal, höfum ekki nennt að endurnýja ,,réttindin" með Special PFT. Eins og boðið var uppá áður.
Nú verða menn að ssitja á bossanum heilu nmámskeiðin út og hlusta á menn, sem hafa svo ótrúlega gaman að hlusta á sjálfa sig mala.
Þetta hefur EKKERT AÐ GERA MEÐ ÖRYGGI bílstjóra eða annarra í umferðinni.
ÞEtta er eingöngu eftiröpun og bull.
Fer að koma tími til að endurskoða, hvort að Flokkurinn minn ástkær, sé í raun ekkert annað en Kratískur skriffinnaflokkur, sem betur væri að yfirgefa.
Matti minn Bjarna sagði að Flokkurinn hefði yfirgefið stefnu sína og skilið sig eftir á pólitísku flæðiskeri, hvar kaldir straumar Kratismans gutla við fætur og lend, með reglubundnum hætti.
Sturla er ekkert annað en fyrirgreiðslupólitíkkus og væri auðvitað réttast, að skipta út svona einkavinum --skriffinnskunnar.
Miðbæjaríhaldið
fer að finna yrir Kratískum köldum kerfislakka straumum um lendar sér.
Óku flautandi og blikkandi á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér er frekar heitt í hamsi, þar sem tildragelsi síðustu mánaða, hafa ÖLL verið fyrirséð og ég og fleiri höfum bent á allskonar hættur og óeðlilegheit í því ástandi sem hér var fyrir fáum misserum.
Nú munu unga fólkið, -börnin mín og fleirri,---- þurfa að bera óþolandi sverar byrgðar, hverjar eru á herðar þeirra settar, óumbeðið. Afborganir sem voru reiknaðar út og gert ráð fyrir einhverjum sveiflum
Verðbréfaklanið er stikkfrí, þau hafa haft alla sénsa til að setja sína ,,árangurstengdu" bónusa á útlenda reikninga, sem flestir hafa gert, ekki hafa þeir vogað sér, að leggja þá á innlendan sparnað.
Börnin mín og flestir í þeirra vinahópi, þurfa hinsvegar að greiða verulega hærri vexti en annarstaðar þekkist og að auki VERÐTRYGGINGU sem aðrir þekkja ekki, nema af afspurn, ef þá það.
Nú er verið að biðja Löggumann að kíkja á sölu á hlutum í SPRON vegna þess, að sumri ræddu á að selja bratt en hinir töpuðu.
Skyldu þeir sem keyptu hafa ætlað að láta ætlaðan gróða ganga til viðskipta,,vina" SPRON ef vel hefði gegnið?? Varla.
Miðbæjaríhaldið
pirraður á löglegum þjófnaði af afkomendum sínum
8.4.2008 | 09:32
Upphæðir sem menn skilja.
Nú er mikið rifist á Alþingi um, hvort ráðherrar eigi að leigja þotur eða ekki, þegar þeir eru að fara til útlanda í erindagjörðum, líklega fyrir okkur umjóðendur þeirra.
Leiðinlegt, þegar litið er til samhljómsins um upphæðir sem við venjulegt fólk ekki skiljum.
Ekki múkk um umræður hvort ríkið eigi að lána bönkunum aura, það er að segja 750 þúsund milljónir!!!!!!!!!!!!!!!!!! eða tólfhundruðþúsund milljónir!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bankarnir verði að lifa af þessa ,,Ímyndarkrísu"!!
Hvaða krísur eru hjá þeim fjölskyldufeðrum, sem verið er að bjóða ofanaf? Vaxtakrísur, Veðrtryggingarkrísur, Ímyndarkrísur, bankastjórablús eða áætluð gjöld með vöxtum og dráttarvöxtum.
Almenningur skilur upphæðina milljón, svona nokkurn vegin en þegar tölurnar eru komnar með helling af núllum í gildissætum, brestur samanburðurinn við eigin veruleika.
Ragnar Önundason skaut föstum skotum, að unga verðbréfaliðinu, þegar hann taldi það ekkivita úr hvaða bók kvótið hans um síðustu peninga ekkjunnar væri tekið.
Samfellan er farin veg allrar veraldar, þegar stjórnendur ,,innlánsstofnana" hafa verulegan hag að því, að þjóðfélagið sé keyrt á erlendum lánum og ofneysla á allskonar dóti sem endist stutt eða eins og Ragnar sagði, menn taka langtímalán fyrir tækjum og tólum, sem endast í 5ár hið mesta.
Hverjri skilja, að Verðtryggingarstuðullinn hafi nú um mánaðarmótin ,,Hækkað" verulega höfuðstól allra skulda sem eru á verðtryggðum kjörum. Segjum 10% það þýðir m.ö.o. að 15 milljóna lán, haækki um eina og ha´lfa milljón. og verði eftir stuðið 16.500þúsund.
Hvað er þetta yfir línuna?
Hví lækkar ekki höfuðstóllinn þegar gegnið hækkar aftur? Er eþtta bara svikamylla sem tekur aura en skilar ekki til baka?
Miðbæjaríhaldið
skilur ekki þúsundmilljónir, hvað þá þúsund þúsund milljónir.
4.4.2008 | 15:32
Möller hamrammur.
Nú fer Möller með himinskautum og ber sér ekki bara á brjóst, heldur lemur stórkarlalega mjög.
Vonandi skiptir hann EKKI á milli sveitafélaga aurunum. ÞAr verða að koma menn að, með meir rósemi og yfirsýn en hann hefur sýnt af sér hingað til.
Um flugvöllinn þarf ekkert að fjölyrða, hann er á hraðferð í burtu úr Vatnsmýrinni og flugstarfsemin öll. Starfsemin er betur komin á Patterson velli og Vatnsmýrin notuð til viðspyrnu, þannig að við missum ekki allt okkar unga fólk til útlanda.
Svona menn eins og Möller eru nátttröll í 21. öldinni og ættu að flýta sér í skjól einhvers bitlingsins, áður en sól framfara fer að skína um Rvíkursvæðið og okkar ráðamenn fara að skilja hvað alþjóðlegar stofnanir eru að segja við okkur, t.d. í Heilbrigðis og skólamálum, nefnilega að við dreyfum kröftum okkar um of og þversköllum st við að reka stofnanir úti á landi í hverjar ekki fæst starfsfólk öðruvísi en að fljúga þeim DAGLEGA milli Rvíkur, (þar sem fólkið vill halda áfram að búa) og Akureyrar til dæmis.
Vonandi ná þessi skrítnu öfl sem Möllerinn er hopldgerfingur fyrir ekki að leggja í eyði land vort allt. en það er á góðri leið með það. S.B: skýrslur um ofukostnað ríkisins í Mennta og Heilbrigðismálum.
Miðbæjaríhaldið
vonar að þetta gangai vel fram af dreyfbýlistúttunum.
he he.
1.400 milljónum úthlutað til sveitarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |