29.7.2008 | 12:29
Hvað er að gerast fyrir Vestan??
Var að lesa á bloggi Níelsar Ársælssonar, að Eiríkur Finnur Greipsson, hætti sem stjórnandi Sparisjóðsins eftir sameiningu við Sparisjóðinn í Keflavík.
Allt verður lánleysi Vestfjarða að vopni.
Hvernig getur það orðið, að menn ákvarði að reka úr starfi mann,s em gjörþekkir allar aðstæður sinna heimamanna?
Þetta eru ekki gerðir til hagsbóta fyrir Vestfirði, svo mikið er ljóst.
Svo er annað, hvernig getur það gerst, að hvert fyrirtækið af öðru er gleypt og fært ,,suður" svo sem var með Pólinn, Pólstækni,3xstál og mmörg fleirri. Hugverk þessara frumkvöðla eru nú undirstöður annarra fyrirtækja hér syðra. Ferlið er skrítið og vert rannsóknarefni heiðalrlegra manna.
Nú gætu menn hrokkið nokkuð við, fengju þeir allt að vita en þannig er það nú bara.
Og öngvum dettur í hug, að reksat nokkuð um.
Hvar eru ,,Kjörnir fulltrúar" okkar sem byggðum upp félögin sem nú eru tekin og sett í vasa örfárra manna.
Miðbæjaríhaldið
fyrrum Vestfjarðaríhald
Saknar Einars Odds vinar síns sárt og óaflátlega.
28.7.2008 | 12:25
Afsakanir og aftur afsakanir
Það er með hreinum eindæmum, sem menn eru fundvísir á afsakanir á hækkunum á verði olíu.
Menn virðast trúa því, að einhver trúi þeim í bullinu. Margítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum, að næg framleiðsla er á olíu og að ekki sé nokkur BEIN ástæða fyrir svona háu verði ÖNNUR en, að menn eru að braska með vöruna.
Hvað er þetta annað en tilbúnar ástæður?
Segir gamalt orðatiltæki ,,gott er að hafa barn til blóra" sama er hér á ferðinni og menn að GRÆÐA FEITT í gruggugu vatni.
Miðbæjaríhaldið
Neytandi olíu og olíuvara
![]() |
Olíuverð hækkar töluvert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2008 | 10:44
Bernskur mjög.
Ég bara trúi því ekki, að ráðherra sé svona helvíti naiv.
Auðvitað verður fjölda manna sagt upp, til þess er leikurinn gerður.
Heldur þessi ágæti maður virkilega, að allir sem starfa í ,,höfuðstöðvunum" haldið vinnu sinni? Skelfilega má þa´blessaður Björgvin vera auðtrúa,, ef það er satt sem hann segir við fjölmiðla um þetta.
KAupþing er að yfirtaka SPRON með aðstoð þeirra sem þar stjórna, --að því er virðist,-- og þeir munu EKKI viðhalda kostnaði sem er óþarfur eftir sameiningu.
Björgvin ætti að hafa meiri trú á vitsmunum almennings.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Ráðherra trúir ekki á uppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2008 | 15:30
Spánn, íbúðir- aðrar fasteignir.
Stolið af Eyjunni
Worse, Spains slippage comes amid the prospect of a serious downturn in its economy. Last weeks collapse of Martinsa-Fadesa, a large property developer, has been a reminder, if any were needed, of the massive scale of the Spanish property crash. Serious financial and economic distress is almost inevitable. Do not be fooled by the fact that Spanish banks had virtually no exposure to US subprime mortgages. Being exposed to Spanish mortgages is probably worse.
Spain is in a more delicate position than the US or the UK because, as a member of a monetary union, the country has fewer macroeconomic adjustment tools at its disposal. The dollar and the pound have devalued in real effective terms, while Spain has one of the hardest currencies in the world. Spanish interest rates have gone up while US rates have gone down.
(Fyrirsögn: The eurogroup has to shed its complacency)
By Wolfgang Münchau
Published: July 20 2008
Hver er þessi sem skrifar undir fréttina?
Ekki virðist hann vera neitt að skafa af því, að Spánn eigi í verulegum vandræðum VEGNA þess, að þeir eru með EVRU.
Hvað ætli Ágúst og félagar segi um þetta??
Ógurlegt atvinnuleysi í Bretlandi, hrun á Spáni.
Allt í gúddý og við á leiðinni inn í fjörið?
Eða hvað?
Geta Evrusinnar aldrei sagt satt orð um þetta allt saman?
Svo er kosið aftur og aftur, þar til ,,ásættanlegri niðurstöð " er náð og allir tala um sigur lýðræðisins.
5o.5% sigur.
Við höfum ekkert þarna inn að gera.
Svissararnir eru með TVÍHLIÐA SAMNING VIÐ ESB OG hafa það mun betur en ESB löndin.
Ég er EKKI til í, að afhenda þessu liði íslenska náttúru og veitta þeim sömu re´tindi og okkur. Ekki glæta á því.
Við eigum okkar auðlindir og svo skal það vera í framtíðinni, það er þjóðarnauðsyn.
Miðbæjaríhaldið
Skilur ekki í fullorðnu fólki að vilja selja framtíð barna sinna fyrir lélegan súpudisk.
21.7.2008 | 13:11
Ég á einn góðan vörð.
Míns húss er gætt af vini mínum.
Hún er afar viðkvæm fyrir truflun.
Allir skilja hvað hún segir, bæði innlendir sem erlendir.
Hún heitir Embla
Svo á hún bróður sem býr á neðri hæðinni, hann heitir Gutti
Hann passar barnabörnin.
Svo á hún annan bróður, sem passar fólkið sitt í Hafnafirði.
Fallegir verðir og góðir.
Vildi samt ekki verða fyrir þeim illum.
![]() |
Þjófar á ferð í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.7.2008 kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 11:21
Hvar eru bjargvættirnir sem Samfó er að tala um í ESB??????????????????
Bretland: Útlit fyrir gríðarlegt atvinnuleysi og samdrátt í efnahagslífinu
Prófessor David Blanchflower, sem á sæti í vaxtanefnd í The Bank of England, varar við því í viðtali við Guardian í dag að Bretland sé á fljúgandi ferð inn í samdráttarskeið sem geti kostað þúsundir vinnuna.
Blanchflower segir banka verða að lækka vexti umsvifalaust svo niðursveiflan verði minna þjáningarfull, og telur að Bretland sé á leið inn í verra tímabil en nú ríkir í Bandaríkjunum þar sem vextir og skattar hafi þegar verið lækkaðir til að styðja við efnahagslífið.
Hann segir einnig að nýleg fjölgun atvinnulausra sé einungis toppurinn á ísjakanum, atvinnulausir á bótum séu sagðir 840.000 þúsund en séu í raun 1,6 milljónir, eða 5,2% vinnubærra manna.
Blanchflower vill að vextir verði skornir niður strax og segir að kollegar sínir ættu að hafa minni áhyggjur af nýlegum hækkunum á verðbólgu, sem hann telur að sé tímabundin
Hvar eru bjargvættirnin í ESB?? ég sem hélt að Bretar væru ein stærsta þjóðin í ESB.
Furulegt að góðu karlarnir, sem öllu eiga að redda hér, lækka skatta, hækka íbúðaverð, lækka vexti, afnema Verðtryggingu, bæta heilsuna, gefa hrautæegat og gott útlit, --bara ef við göngum inn í ESB og afsölum okkur auðlindunum öllum og leyfum hedge-fund guttum að eignast allt hér, sem eign er í.
Skíthælar, sem eru að ljúga að fólkinu he´r heima,s em er í vandræðum og sér ekki út úr hækkandi okurvöxtum Banka og fjármálafyrirtækja og er að missa eigur sínar á altari allskonar Grúppa.
Skamm og þveiattann.
JAfnvel stórveldi (fyrrverandi) eru að gugna undan ofurtaki, sem þetta lið hefur á fjármálum heimsins og spákaupmönnum allskonar, í eldsneytinu.
Svo kemur fram, að vegna þess, að ekki hafa veirð byggðar hreinsunarstöðvar VEGNA ANDSTÖÐU UMHVERFISSINNA er olía að hækka langt umfram það sem eðlilegt getur talist.
Milil er sök þeirra.
Miðbæjaríhaldið
18.7.2008 | 14:50
Engin vandræði við lítt heftann innflutnig
Kunningi minn býr í London, eða réttara sagt rét utan London.
Hann var mikill sósi og aðdáandi kenninga um, að allir væru eins. Notaði stundum ljót orð í minn garð, þegar ég var að malda í móinn og benda a ýmsar hættur, sem gætu fylgt óheftum flutningum milli menningarheima og hugsanlegan mun á afstöðu og art hinna aðskiljanlegu kynþátta. Ekkert svert, bara svona vangaveltur.
Nú hitti ég hann fyrir ekki svo löngu síðan, nánar til tekið í vor. Það var mjög breyttur málflutningur hjá honum nú. Baðst afsökunar á ónefnunum, sem hann hefði gefið undirrituðum.
Ég er ekki langrækinn maður, ekki nema svona um 2000 ár eða svo, þannig ða ég lofaði honum að fyrirgefa honum þetta og reyna að gleyma.
Það er nefnilega þannig í potta búið hjá honum, að í hans hverfi fuluttust fjölskyldur, sem eru innflytjendur í þriðja lið en kaupendur fasteigna þarna í herfinu geraöngvan mismun á því, telja alla jafn varhugaverða.
hugsanlega er þetta semhér er fjallað um, ein afleiðing á tortryggni ,,heimamanna" eða bara eitthvað annað en vandamálið er samt fyrir hendi og lausnir ekki í augsýn, öðru vísi en að skerða verulega frelsi allra til umgangs.
Því er spurt, rétt hverra er verið að vernda og mannréttindi hverra, aðfluttra eða ,,heimamanna"???
Nú munu menn þyrpast hverjir um annann og úthrópa karlinn sem rasista og svín bara vegna þess,a ð velta upp öðrum fleti en er ,,viðurkenndur".
Svona er lífið
Miðbæjaríhaldið
býst við vandræðum á Fróni fyrr en síðar, vegna ,,Alþjóðavæðingu" okkar samfélags vonandi ekki svona eins og í London en vandræðum samt.
![]() |
16 ára piltur handtekinn fyrir hnífaárás í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2008 | 10:39
Ekki einn grænan Túskilding til þessara gutta.
Eftir að haf skoðað hug minn nokkuð , vil ég segja eitt.
Ef stjórnvöld ætla að skeina þessa glæfra-gutta, sem stungið hafa af úr landi með stórar fúlgur fjár í erlendum gjaldeyri, flytjast úr lendi með fyrirtækin sem sum hver voru keypt fyrir lánsfé sem síðar var komið í ábyrgðir félagaeins og FL grúppunnar heitnar, geta þer reitt sig á, að ég mun aldrei og endurtek aldrei, kjósa þetta lið sem mína ,,kjörnu fulltrúa".
Komið hefur í ljós, samkvæmt myndbandi sem nú gengur um netheima, að gerningar umhverfis FL voru svona Enron skotnir.
Svo hefur nú komið berlega í ljós, að það eru BANKARNIR OG FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIN sem hafa hvað harðast gengið fram í því að skuldsetja Krónuna og flutt úr landi, sem lán til ,,útrásarvíkingana" sem setja þá á kontó sín úti á Camen Islands og víðar, hvar þeir telja yfirvöld ekki koma höndum á upplýsingar.
Sama liðið talaði í fjölmiðlum og notuðu þa´(oft í eigu þeirra sjálfra) til að sverta þýsk yfirvöld í tengslum við rannsóknina sem fram fer á eigum þjóðverja og fyrirtækja þeirra í erlendum sjóðum, í skattaskjóli.
Nú hefur auðvitað komið í ljós, að Afhauser, sem átti að vera ,,Kjölfestufjárfestir" og ,,traustur erlendur banki" hvers yfirmenn voru í sérlegu vinfengi við þessa hér:
Ef yfirvöld ætla sér, að fá einhvern snefil af velvilja og trausti, verða þeir að yfirtaka og gera upptækar til Ríkissjóðs, eigur þessara banka ÁÐUR en þeir aðstoða þá eða leyfa þeim að senda reikninginn til brauðstritara þessa lands.
Afli og veiðarfæri, jafnvel skip voru gerð upptæk gerð til Ríkissjóðs ef menn voru nappaðir við ólöglegar veiðar.
Ég tel svona lagað vera einmitt það, ólöglegar veiðar í gruggugu vatni, hvar bæði voru brúkaðir maðkar, og þríkrækjur.
Venjulegt fólk, sem greitt hefur sitt og ekki farið offari, á ekki að þurfa að greiða fyrir gripdeildir sem lýst er á myndbandinu, hvert ekki hefur enn birst á Mbl.is
Miðbæjaríhaldið
Gjör rétt þol ei órétt.
Biður fólk að skoða hverjir, af ,,kjörnum fulltrúum" fóru helst fyrir vörnum fyrir ýmsa glæframenn, hverjum nú þykir sjálfsagt, að við greiðum bolatollinn fyrir þá.
![]() |
Íbúðalánasjóður endurfjármagnar húsnæðislán fjármálafyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.7.2008 | 12:56
Fawlty Towers?
Var að vona að hann fengi að gra framhald af myndunum um Falwty í sínu eigin húsi en svona er það oft, að menn verða að líða fyrir frægð sína.
Eru skilnaðartíðnitölur, vegna þess,a ð konur/karlar eru að ,,kassa inn" á sína maka, þar sem þau búast við slakara ,,gengi" í framtíðinni?
Við búum í Mannheimum, líkt og Einar minn Oddur sagði svo oft og bætti við með sérstökum svip æðruleysis, ,,ljúfurinn minn".
Mikið andskoti sé ég eftir þeim manni. Allir þjóðfélagsþegnar misstu mikið þá hann féll frá.
Miðbæjaríhaldið
saknar góðra vina og tíma heiðarleika
![]() |
Cleese fórnarlamb fasteignaverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2008 | 10:19
Aðgerða er þörf.
Var að blogga um þetta en færslan týndist.
Taka tvö.
Nú er hægt að segja, að löngu sé kominn tími til, að grípa til harkalegra aðgerða.
Var að lesa þetta viðtal í Fréttablaðinu.
Ég hef varið stórum hluta æskunnar, kannski helst til stórum, við ramb um næturlíf erlendra borga:
París, Nice, Frankfurt, Helsinki, London, Barcelona, New York, Orlando, Miami, Los Angeles, Tijuana,
Kingston, Phoenix, rauðu hverfi Amsterdam, Bangkok en hef aldrei séð jafn tilviljunarkennd
skrílslæti og haft eins mikla ástæðu til að forðast nokkurn borgarhluta í heiminum,
segir VesturÍslendingurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Hörður A. Arnarson.
Hér er ekkert verið að sneiða af því. EMstu skrílslæti og subbuskapur sem viðkomandi silgdi maður hefur séð.
Altso, þetta lið sem áður stjórnaði borginni og vildi koma svona ,,alþjóðlegum brag" og ,,fjölþjóðlegu yfirbragði" með öldu´húsum, frjálsum þjónustutíma veitingastaða (les Næturklúbba) veggjakroti (afsakið sprautubrúsalist) á valda veggji Miðborgarinnar, hafi náð takmarki óska sinna.
Gefum Vesturíslendingnum, sem STARFAR við sjónlist og að skilja mynd skilaboð, líkt og hér er.
Hörður er nú staddur hér á landi við tökur en nú sér fyrir endann á gerð þáttanna
hann er að vinna þá tvo síðustu.
Hörður fór í miðborg Reykjavíkur með kvikmyndatökuvél sína um helgina og honum gersamlega
blöskraði ástandið.
Föstudagskvöld var ég í miðborginni að filma hið rómaða nætur líf borgarinnar og varð vitni
að því sem getur ekki heitið annað en hroðalegur blettur á menningu okkar.
Þarna voru gengi sem réðust í hópum á einhvern mann.
Þegar ég sneri kamerunni að slagsmálunum kom einn vinur þeirra, fór að abbast upp á mig og
heimtaði vélina.
Ég má teljast lánsamur að hafa komist heim meira og minna heill heilsu þetta kvöld,
segir Hörður og honum er brugðið. Hörður, sem hefur verið búsettur úti í Bandaríkjunum um tíu ára
skeið, segir að glöggt sé gestsaugað og telur ástandið í miðborginni til háborinnar skammar.
Hann var staddur með vinum sínum frá Bandaríkjunum og blygðaðist sín
fyrir framgöngu landa sinna.
Nú á ég fimmtán mínútur af verulega ljótu efni þar sem ungar bullur haga sér eins og verstu vandalar
fyrir framan hóp vegfarenda, sennilega helmingur þeirra útlendingar, sem horfðu á eins og þeir
væru mættir á Colosseum-sýningu.
Þarna var ekki einn einasti lögreglubíll og ekkert sem minnti á löggæslu, segir Hörður og telur
þróunina vera slæma. Verði þetta viðtekið, að ofbeldið ráði ríkjum,
verði þess eigi langt að bíða að ferðamenn hætti að sækja Reykjavík
heim. Því fyrir liggur að venjulegt fólk getur ekki gengið óhult um miðborgina um helgar.
Mér er sagt að ekki séu nema sjö lögreglubílar sem þjóna öllu höfuðborgarsvæðinu. Það væri
kannski verjandi í erlendri borg þar sem 200 þúsund manns búa á mun smærra svæði samanborið
við Reykjavík. En þetta er stórkostleg vanræksla og líkt og borgin hafi gefist upp og bullurnar ráði
ríkjum, segir Hörður.
Altso, þarna höfum við það. Landi okkar, sem búið hefur í BNA, hvar daglegt brauð er, að bullur og gengi terroriseri hverfi sín ,,in the Hood" er fleimtri sleginn vegna þess, að klikkaðir ofdekraðir unglingar/fólk fóru með hótunum við hann og heimtuðu af honum myndavél hans.
Nú er ekki lengur boðlegt fyrir venjulegt fólk, að ekki sé tekið af festu og hörku á þessu liði.
Lögreglan veit hverjir eru að graffa, látum þá nappa þá við iðju sína og sendum skilaboð til hinna um, að svona verði ekki lengur liðið.
Lokum klúbbum og ,,veitingahúsum" á svipuðum tíma og þekkist í höfuðborgum menningaríkja, það er, á þeim svæðum sem opinberar byggingar svo sem þinghús og svoleiðis er og íbúðahúsnæði.
Framfylgjum öllum og þar meina ég öllum reglum og atriðum Lögreglusamþykktar Rvíkur hvað varðar meðferð víns áalmannafæri. Ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá verður að breyta þeim, því að skilaboðin eiga að vera skýr alveg kristalskýr, Ef reglur segja til um eitthvað, SKAL þeim FRAMFYLGT. EF men ekki vilja framfylgja einhverri klásúlu, skal hún afnumin en ekki hanga inni bara af því bara.
Miðbæjaríhaldið
vill að regla gildi um umgegni við borgarbúa, eigur þeirra og frelsi til umgangs við almennigna, þan hræðslu við skítapakk