Færsluflokkur: Bloggar
19.8.2010 | 08:28
Sama sort og aðrir fjárkúgunarmenn.
Þetta hefur svo sem legið fyrir lengi um Breta, að þeir eru bullur og ómenni í samskiptum við aðila, sem þeir telja sig eiga í fullu tré við en stimamjúkir og undirgefnir sem hræddar mýs undir fjalaketti, í samskiptum við þá sem þeir telja sig geta fengið eitthvað út úr og eru sterkari en þeir.
Þetta sést best með því,a ð skoða hvernig forsvarsmenn þeirra hafa hagað sér gagnvart Kína og að ekki sé nú talað um Indland svona síðustu öld og þetta fram á þessa.
Stórbokkaskapurinn og kúgunin réð öllu fasi þeirra fyrrum en núna skríða þeir eftir gólfum og bukka sig og beygja fyrir sendiboðum þessara ríkja.
Vei okkur ef við álpumst inn í ESB.
Miðbæjaríhaldið
Lokað á lán vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 10:22
Frændur eru frændum verstir.
Nú eru Norðmenn að reyna enn og aftur, að beita okkur ójöfnuði.
Þetta er kækbundið hjá þeim. Svo eru menn að vilja inn í ESB hvar Bretar ráða því sem þeir vilja ráða í flestu.
Flott framtíðarsýn atarna
Miðbæjaríhaldið
Ekkert nýtt við hótanir Norðmanna og ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2010 | 10:19
Enn eitt áróðursflugið.
Keflavíkur flugvöllur er búin bestu aðflugstækjum sem fáanleg eru.
Þetta er herflugvöllur sem gerður er til þess, að geta tekið á móti flugvélum í verstu skilyrðum.
100m skyggni er engin ófæra, ekki einu sinni á meðal vel búnum flugvöllum, ef miðvallar og hallageislar eru til staðar.
Ástæða þessa er einfaldlega sú, að nú er verið að semja við Borgaryfirvöld um Flugstöð.
Þegar Flugstoðir eða FLgrúppan sem er nú Icelandair, verða hræddir um, að alvara verði gerð að því að losna við þetta Bretarusl úr Miðborginni og gera unnt, að þróa hana áfram þannig að háborg menntunar verði þar, með háskólatengdri starfsemi en ekki svæði með gömlum stríðsminjum.
Jafnvel Þjóðverjar lögðu niður einn flottasta flugvöll Evrópu í Berlín og var sá ekki neitt nálægt því eins mikið fyrir róun Berlínar eins og þetta rusl í Vatnsmýrinni.
Miðbæjaríhaldið
Lentu í Reykjavík vegna þoku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2010 | 10:49
Afrakstur auðlinda á að vera í höndum okkar.
Bendi á morgunþátt Rásar tvö þar sem Sigurður Kári Kristjánsson og Ögmundur töluðu um þetta mál.
Þar kom fram allt sem fram þarf að koma um auðlindamál okkar hjá Sigurði Kára.
Ef arðurinn rennur ekki til okkar íslendinga og að .fullveldisréttur og eign þjóðarinnar á auðlindunum er ekki meitlaður í lagalegan berggrunn okkar þá fer fyrir okkur líkt og svonefndum þróunarríkjum, að arðinum verður rænt (við arðrænd) en lítill hópur handbenda eigenda munu hafa góð kjör af mútugreiðslum.
Allt þetta bix þarna suðurfrá hefur farið á versta veg og er sök margra í því máli mikil og þar eru ekki undandregin nefndarfólk sem situr í Samkeppnisráði og þeim sem heftu vilja OR til að halda þessu í opinberri eigu.
Miðbæjaríhaldið
Ríkið getur ekki rift samningnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2010 | 09:30
Sigurður Kári stóð sig afar vel
Sigurður Kári stóð sig vel og hefur með þessum málflutningi gefið skýrt í skyn, að hann þekki hin eldri gildi Sjálfstæðisflokksins og er það gott.
Æsingalaust túlkaði hann skoðanir okkar sem höfum verið svona taldir í þjóðernislegri kantinum innan Flokksins. Öfgalaust en með festu skýrði hann kosti þá sem við stæðum frammi fyrir. Þeir eru afar skýrir; Ef þjóðin heldur ekki hagnaðinum af auðlindunum, komi ekki til greina, að afhenda nýtingarrétt af þeim í hendur annarra.
Afar skýrt hjá honum, að benda á hve einsleit staða ,,þróunarlanda" hefur verið, eftir að erlendir aðilar hafa náð tangarhaldi á þeirra auðlindum. Fátækt og bjargarleysi hjá yfirgnæfandi hluta þeirra landa með þeim undantekningum, að hlaupatíkur þeirra og þý, hafa haft nokkuð fyrir sinn snúð og lifað í vellystingum á mútufé því sem á ´þá hefur verið borði af erlendum auðhringum og bröskurum.
Miðbæjaríhaldið
e.s.
Hvað ætli hefði verið gert við Angelu Merkel í Þýskalandi hefði henni dottið í hug,a ð hóta dómstólum nánast grímulaust eða ,,leiðbeint" þeim með tilmælum um niðurstöðu dóma??
Mikið erum við ofsalega vanþróaðir í kurteisi og siðmennt.
Telur söluna á HS Orku ólöglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2010 | 15:50
Ekki eru það lög þó Björn Valur mæli
Mér finnst vera afar illt í efni fyrir þjóð, sem þarf að reiða sig á svona kalibera í lagasetningu og varðstöðu fyrir þjóðina um fullveldisrétt yfir auðlindum hennar.
Einnig er það meiðandi fyrir svona venjulegt fólk, að horfa uppá, að ráðherrar og embættismenn ýmsir telji það í sínum verkahring og að þeim yfirleitt leyfist, að hóta dómskerfinu og ,,leiðbeina" því um úrlausnir álitaefna. Ég sæi í anda, upplitið á þingheimi í einhverju Evrópulandinu, svo sem Þýskalandi, ef forsætisráðherra þess lands Angela myndi taka sig til og gefa út álit á dómum, eða líkt og he´r er iðkað, gefa nánast fyrirmæli um innihald dómsorða. Allir, bæði stjórn og stjórnarandstaða færu fram á tafarlausa brottför hennar úr embætti, því þar líðst ekki, að menn séu að skipa dómum fyrir um niðurstöður.
Það er grunnforsenda allrar lagasetningar um eignarhald erlendra manna á auðlindum okkar, að þar sé gætt fullveldisréttar á auðlindinni, það þýðir í knöppu máli, að ekki sé hægt að verða við óskum um, að erlendir menn eignist auðlindir okkar eða einkarétt á nýtingu þeirra eða hluta þeirra.
LÍjúgararnir eru að verða að augabragði allra sem hugsa.
Vilja ekki fara í ESB vegna fiskveiðistefnunnar og kröfu um aðgang að okkar auðlindum en láta hluta af ,,sínum" veiðiheimildum lausar, óðar og eftir því er leitað af útlendingum, bara ef þeir sjálfir hafa hag af því.
Líkt er með umræðu um Evru, sumir heimta að fá að gera upp í Evru en vilja ekki hugsa þá hugsun til enda, að Krónan fari, því þeir telja sig hafa HAG af því, að geta fellt gegni hennar, líkt og bankarnir gerðu og þannig hafa heimild til, að fara lóðbeint niður í vasa ALLRA landa sinna, með þeim hætti. Því vissulega er það veruleg kjaraskerðing og eignaupptaka, að fella gegni gjaldmiðilsins.
Sama er uppi á teningunum, þegar gefa átti rækjuveiði frjálsa á úthafinu, urðu þeir snaróðir af illsku, þar sem þeir gátu ekki lengur braskað með kvótann, án þess að veiða eina rækju.
Þjóðin er farin að sjá í gegnum málflutning þessara manna og fækkar mjög þeim mönnum sem bera blak af okkar útgerðamönnum innan LÍÚ.
Það er vond staða fyrir þjóðina, að bera ekki eða geta ekki borið virðingu fyrir útgerðinni, einni undirstöðuatvinnugreininni.
Það er algerlega óþarft fyrir Blöndal, að hafa áhyggjur af Magma Energy.Þeim bera engar skaðabætur þar sem gerðin var ólögleg, það er málatilbúnaður þeirra stenst ekki skoðun, að bestu manna yfirsýn.
Bendi Pétri frekar á, að fjölskyldur unga fólksins er nú að bugast undan drápsklyfjum, sem sett haf verið á axlir þeirra með svikamyllu Verðtryggingar, ar sem annar aðilinn, (bankarnir og sjóðirnir) hafa sjálfdæmi um breytingar á öllum forsendum EFTIR að búið er að skrifa undir.
Þetta kerfi ver hann með kjafti og klóm.
Okkur Sjálfstæðismenn vantar EKKI fleiri slíka alþingismenn.
Miðbæjaríhaldið
Sérstakar yfirlýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2010 | 13:17
Dæmt út frá einhverju sem ,,ætla mætti" ---- lögfræði?
Hræðsluáróður um að fjármálafyrirtækin fari aftur í hrun og bankarnir með, hreif á þessa konu, sem dæmdi í þessu máli, frekar með hjartanu um,,sanngirni" en skynsemi og lögfræði.
Félögin sem gerðu þessa ólöglegu samninga gerðu það að ásetningi um að græða og það vel og svo þegar greiðslufall varð, var ekki beitt neinni ,,SANNGIRNI" í innheimtu, innheimtuþóknunum til löffa eða þegar bílar og hús voru vörslusvipt.
Að dæma svona ,,með hjartanu" vegna ,,sanngirnissjónamiða" og vegna hótana og hræðsluáróðurs, gefur ekki til kynna dómara, sem er starfi sínu vaxin.
Svo er ekki á færi nokkurs dómara, að dæma um, hvað aðilar ÆTLUÐU að gera eða ekki að gera út frá skjalfestum samningi, með tilvísan til laga um samningalög. Í pappírunum stendur´svart á hvítu, að menn notuðu viðmiðanir um bætur (sem var ólöglegt en svo að auki vexti, sem tilteknir eru í samningnum (það er ekki ólöglegt og því standa þeir að bestu manna yfirsýn.
Sorgleg niðurstaða.
Miðbæjaríhaldið
skilur ekki í undirlægjuhætti dómara sumra í úrlausnum mála sem eru ekki einu sinni vafamál.
Bendir einnig á, að LÍÚ eða félög þeim tengd -- á þrjá af fimm stjórnarmönnum Hafró, sem nú fer í lið með þeim GEGN RÁÐHERRA SJÁVARÚTVEGSMÁLA.
Bananalýðveldi á sterum
Miðað við að verðtryggja átti lánið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.7.2010 | 08:16
Hafa menn EKKERT lært af dómi Hæstaréttar um gegnistryggingu??
Eins og ólöglegt var, að binda ,,verðtryggingu lána" við erlendan gjaldmiðil, er ólöglegt, að taka veð í kvóta.
Þetta vita ALLIR en kjósa að líta framhjá þessu að eigin geðþótta.
Það dugir ekki, að opinber fyrirtæki líkt og Byggðastofnun er, kjósi að líta framhjá LÖGUM um stjórnun fiskveiða og þar með hvernig beri að líta á veðandlag í sjávarútvegi.
Eina sem leyft var, var að binda mætti í veðmálabækur, að SKULDARI mætti ekki flytja afla,,heimildir" af veðsettri eign.
Sama áhætta var hjá báðum um, að ,,heimildirnar" yrðu ekki til staðar á næsta fiskveiðiári eða síðar.
Þetta er því bullandi ólöglegt, að skrökva svona að alþjóð og ættu þeir sem það gera í skjóli virtra ,,fjölmiðla" að skammast sín og biðjast afsökunar.
Miðbæjaríhaldið
Byggðastofnun í vandræðum á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2010 | 12:18
Vilhjálmur enn við sama heygarðshornið.
Þetta er nefnilega sami Vilhjálmur, sem hóf sönginn með Þór Sigfússyni, fyrrum forstjóra Sjóvar um, að við ættum að gefa erlendum kröfuhöfum bankana, --til þess að eignast ,,vini" í útlöndum.
Nú tekur hann til máls til að afsaka hvatningu SÍ og FME til fjármálafyrirtækja til lögbrota.
ÞAð er ósatt, að það sé nokkur óvissa um vexti, dómurinn dæmdi aðferð við verðtryggingu ólögmæta en ekki vextina. Því liggur fyrir, að ekkert þarf að dæma um vextina því að þeir voru ekki dæmdir ólöglegir.
Að dómstólar þurfi að ,,skera endanlega úr um málið og eyði óvissu" er því rakalaust bull og á ekki við í þessu efni.
Svo er til þess að líta, að all margir hafa verið með lítt duldar hótanir við Hæstarétt ef hann léti sér detta í hug, að dæma óbreytta vexti, það rýrir mjög tiltrú þjóðarinnar um , að dómur væri ekki undir þvingunum ef þeir dæma hærri vexti eða aðra vertryggingarviðmiðun.
Næst á dagskrá er að fá Verðtrygginguna sem sett hefur verið á höfuðstóla VEGNA BEINNA AÐGERÐA BANKA OG FJÁRMÁLASTOFNANA síðastliðin ár.
ÞAð er þjóðarnauðsyn.
Miðbæjaríhaldið
skilur ekkert í Villa Egils, eins ljúfur og sá piltur ætíð var.
Nauðsynlegt að dómstólar skeri úr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.6.2010 | 11:31
Öfugmælavísur í uppáhaldi núverandi stjórnvalda.
Í eld er best að ausa snjó
eykst hans log við þetta
Gott er að hafa gler í skó,
þá gegnið er á kletta.
eins hljómar lygin og þvælan í þessum varðhundum erlendra kröfuhafa og þeir leyfa sér að taka orðið STÖÐUGLEIKI í munn.
Þessi aðferð við verðtryggingu lána voru dæmd ÓLÖGLEG og því eru þeir fjármálagerningar ÓLÖGLEGIR og þeir sem buðu upp á slíka afbrotamennað lögum. Hvers vegna er Lögreglunni ekki sigað á þessa menn strax, líkt og gert er víið aðra slíka????
Spurning mín til yfirvalda er nú sú, hvort stjórnendur Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins séu nú ekki að brjóta gegn lögum að hvetja TIL LÖGBROTA???? Þannig missa stjórnendur opinberra fyrirtækja kjól og kall.
Hví er Steingrímur ekki mættur til, að láta hreinsa til í þessum stofnunum??
Mér er gróflega misboðið, ekki fyrir hönd þeirra sem eru með gengistryggð lán, heldur allrar þjóðarinnar, þar sm stofnanir Ríkisins eru að hvetja til lögbrota og að stjórnendur þeirra leyfi sér, að segjast fara fram í þágu STÖÐUGLEIKA og MEÐ HAGSMUNI HEILDARINNAR AÐ LEIÐARLJÓSI.
HAgur heildarinnar væri auðvitað, að menn hér hegðuðu sér líkt og kollegar þeirra í útlöndum, segjum BNA hvar kröfuhöfum í banka og sjóði er einfaldlega sagt að fara í rass og rófu, þeir hefðu lánað til banka sem voru auðsjáanlega veikir með lélegt repp, en þeir hefðu samt lánað sem áhættulán, nú séu þau lán töpuð.
Okkur vantar stjórnendur með ,,hreðjar" Cohones plís.
Miðbæjaríhaldið
Í þágu almannahagsmuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)